Síða 1 af 1

Villa: Display driver stopped working

Sent: Mán 04. Júl 2011 02:56
af gunnarasgeir
Ég er að spá með tölvuna mína. Þetta er ný tölva sem ég keypti núna í maí hjá tölvuvirkni.
Það kemur fyrir að myndin detti alveg út og svo eftir kannski 5-10 sek kemur myndin inn aftur nema þá kemur í horninu: "DISPLAY DRIVER STOPPED RESPONDING AND HAS RECOVERED"
Ég er með alla nýjustu driverana fyrir allt þannig ég skil ekki af hverju þetta er að gerast.
Einhver lent í þessu og er með töfraþulu?

Það virðist líka vera að þetta sé stundum að koma og stundum ekki. Er búinn að vera að spila núna síðustu viku tölvuleikinn Wolfenstein í single player (sem kom út 2009)
Allt hefur virkað perfect í honum nema allt í einu núna þegar ég ætla að halda áfram í honum núna þá eru að koma mjög undarlegar línur útum allt og allt að frjósa þegar eitthvað mikið gengur á (margir að skjóta á mig eða handsprengja springur nálægt mér) Virðist frjósa oftast þegar mikil breyting verður á myndinni snögglega (t.d. þegar sprengja springur)
Hélt þetta væri kannski galli í leiknum bara og prufaði að fara í new game en þá er allt það í sama rugli líka.

Skjákortið er: NVIDIA - Sparkle GTX560Ti PCIe 1024MB DDR5

Hér er svo turninn sjálfur sem á að vera ofurleikjavél samkvæmt tölvuvirkni:
http://www.tolvuvirkni.is/ip?inc=viewpr ... =TURN_I175

Er eitthvað inní myndinni að skjákortið sé gallað?

Er á Windows 7 - 64bit

Re: Villa: Display driver stopped working

Sent: Mán 04. Júl 2011 03:10
af kubbur
prufaðu að dla nýjum driverum frá nvidia :)

Re: Villa: Display driver stopped working

Sent: Mán 04. Júl 2011 04:03
af gunnarasgeir
kubbur skrifaði:prufaðu að dla nýjum driverum frá nvidia :)


Takk fyrir svarið, það er einmitt það sem ég gerði beint frá nvidia heimasíðunni. Það virtist ekki laga þetta :cry:

Re: Villa: Display driver stopped working

Sent: Mán 04. Júl 2011 04:27
af Stingray80
ertu að keyra Crackaða útgáfu af leiknum ? prófaðu að fara í eh highend leik og sjáðu hvað skeður. Alveg líklegt að það sé bara einhvað að Leiknum sjálfum þannig það dugar ekki endilega að gera new game :p

Re: Villa: Display driver stopped working

Sent: Mán 04. Júl 2011 09:02
af kubbur
ég fór að lesa aðeins og komst að því að þetta er vandamál með þetta kort, það hitnar of mikið vegna þess að stock klukkuhraði er of mikill, þú gætir prufað að undirklukka það og eða bæta við meiri kælibúnaði svosem viftum eða v0kvakælingu

Re: Villa: Display driver stopped working

Sent: Mán 04. Júl 2011 10:21
af Klemmi
Allar líkur á að þetta séu artifacts útaf biluðu skjákorti (þessar línur sem þú talar um), held að eina vitið sé að fara með það og fá nýtt :)