Status quo


Höfundur
talkabout
Fiktari
Póstar: 87
Skráði sig: Fös 26. Mar 2004 14:49
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Status quo

Pósturaf talkabout » Mið 28. Apr 2004 13:39

Það hefur komið upp frekar furðulegt vandamál hjá mér. Í gær tóku báðir hörðu diskarnir hjá mér upp á því að neita að gúddera það þegar ég eyði skrám. Þ.e.a.s. skrárnar hverfa, en það er enn jafnmikið pláss eftir inni á disknum. Búinn að þurrka nokkur gígabæt útaf öðrum en það er alltaf jafnmikið pláss á honum. Ef ég hinsvegar kópera skrár inn á hann minnkar plássið, og þegar ég þurrka þær út aftur eykst það ekki.

Búinn að dobbel tjékka á vírusum, defragmenta, keyra CHKDSK, en engar breytingar. Og þetta kom bara upp allt í einu, ekki búinn að gera neitt óvenjulegt. Nýbúinn að setja Windows XP upp aftur, með allar uppfærslur.... hefur einhver lent í þessu og veit hvað er í gangi? Og þá hvernig á að leysa málið....???



Skjámynd

Spirou
has spoken...
Póstar: 154
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:22
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Spirou » Mið 28. Apr 2004 14:01

Ertu nokkuð að nota Norton Protected Trashbin kjaftæðið? Gæti valdið því að hlutirnir eyðist ekki, samt frekar ólíklegt þar sem þú segist vera búinn að setja windows inn aftur.




Höfundur
talkabout
Fiktari
Póstar: 87
Skráði sig: Fös 26. Mar 2004 14:49
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Pósturaf talkabout » Mið 28. Apr 2004 15:11

Neibb, ekki með neitt svoleiðis. Eins og ég segi, þetta kom bara upp allt í einu í gærkvöldi, var búinn að eyða einhverju fyrr um daginn og allt í lagi, svo bara allt í einu kemur þessi fjandi upp. Og ekki á öðrum disknum heldur báðum. Sem fær mig til að gruna Schmindows (TM).

Það er ekki það að skrárnar hverfi ekki, finn þær allavega hvergi, plássið eykst bara ekki!



Skjámynd

viddi
Stjórnandi
Póstar: 1310
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
Reputation: 7
Staðsetning: <?php
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf viddi » Mið 28. Apr 2004 21:07

ertu með kveikt á system restore?



A Magnificent Beast of PC Master Race


Höfundur
talkabout
Fiktari
Póstar: 87
Skráði sig: Fös 26. Mar 2004 14:49
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Pósturaf talkabout » Fim 29. Apr 2004 00:42

Ótrúlegt en satt þá var ég nú með kveikt á því (hélt ég væri búinn að slökkva á því) en það var bara eitt restore point frá því í gærkvöldi og það breytti engu. og já, þótt ég slökkti á system restore losnaði ekki um neitt pláss. Það lítur allt út fyrir ENN EITT format... Windows er virkilega farið að fara í taugarnar á mér... þ.e. virkilega verulega. meira en venjulega........



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6466
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 300
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fim 29. Apr 2004 16:58

streams anyone ?

þetta gæti verið einn af fyrstu streams vírusunum. það þýðir að þetta gæti verið vírus sem að vírusvarnirnar "sjá" ekki, og eru að skrár á harðadisknum sem þú getur ekki fundið.
við skulum samt vona að þetta sé error í win.

testaðu allaveganna að skella inn sp1 ef þú ert ekki með hann og setja inn allt wf winupdate.com


"Give what you can, take what you need."


vjoz
Fiktari
Póstar: 86
Skráði sig: Sun 18. Maí 2003 11:44
Reputation: 0
Staðsetning: Selfoss
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf vjoz » Fim 29. Apr 2004 17:51

ef þú þarft að fara í major lagfæringar á windows uppsetningunni gætirðu prófað að nota System File Checker fyrst...

notar run cmd og svo SFC




Höfundur
talkabout
Fiktari
Póstar: 87
Skráði sig: Fös 26. Mar 2004 14:49
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Pósturaf talkabout » Fim 29. Apr 2004 19:55

já já, búinn að reyna þetta allt saman, er með SP1 og allar uppfærslur. núna rétt áðan birtust skyndilega 400 megabæt á öðrum disknum. þetta er eiginlega orðið fáránlegt. lítið spenntur fyrir allsherjar formati en stefnir allt í að þurfa að setja windows upp einu sinni enn. ekki alveg strax samt, orðinn forvitinn núna hvort það "birtist" fleiri megabæt.