Síða 1 af 1
Tölvan slekkur á sér ef það er EKKI PCI kort í henni
Sent: Fim 23. Jún 2011 00:55
af fallen
Ókei, nú stend ég á gati..
Er að græja gamla Shuttlið mitt til að selja það og reif hana alla í sundur til þess að rykhreinsa áður en ég færi í format, það eina sem ég set ekki aftur í er SoundBlaster X-Fi Elite Pro hljóðkortið sem ég ætla ekki að láta fylgja henni.
Jæja, ég bomba öllu draslinu saman og kveiki á tölvunni, fæ power í svona 2-3 sek og svo drepur hún á sér. Búinn að troubleshoota allan vélbúnað sem ég get þegar ég ákveð bara for the heck of it að setja hljóðkortið aftur í hana.. og viti menn, kvikindið virkar. Tek kortið úr henni og þá drepur hún bara á sér.
Dettur ykkur í hug hvað gæti verið að orsaka það að fjarvera venjulegs PCI hljóðkorts orsaki það að tölvan drepur á sér? Þarf að láta tölvuna frá mér á morgun og langar bara absalút ekki neitt til að missa þetta hljóðkort.
Speccarnir eru AMD 4800+ x2, 1GB OCZ EL Rev. 2 400MHz PC3200, ATi x800XT, 2x74GB Raptor í RAID0 og þetta er inní gamalli Shuttle XPC SN95G5V2.
Re: Tölvan slekkur á sér ef það er EKKI PCI kort í henni
Sent: Fim 23. Jún 2011 01:01
af Raidmax
Getur ekki verið að hljóðkortið á móðurborðinu sé ónýtt og alltaf þegar þú ræsir tölvunni þá finnur hún ekkert hljóðkort og getur þá sennilega ekki kveikt á sér myndi ég halda. en svo þegar þú setur hljóðkortið í móðurborðið þá finnur hún það við ræsingu og replace-ar það. Bara hugmynd...
Re: Tölvan slekkur á sér ef það er EKKI PCI kort í henni
Sent: Fim 23. Jún 2011 01:20
af Glazier
Raidmax skrifaði:Getur ekki verið að hljóðkortið á móðurborðinu sé ónýtt og alltaf þegar þú ræsir tölvunni þá finnur hún ekkert hljóðkort og getur þá sennilega ekki kveikt á sér myndi ég halda. en svo þegar þú setur hljóðkortið í móðurborðið þá finnur hún það við ræsingu og replace-ar það. Bara hugmynd...
Finnst afar hæpið að vél sleppi því að kveikja á sér þegar hún finnur ekki hljóðkort
Re: Tölvan slekkur á sér ef það er EKKI PCI kort í henni
Sent: Fim 23. Jún 2011 01:23
af guttalingur
fallen skrifaði:Ókei, nú stend ég á gati..
Er að græja gamla Shuttlið mitt til að selja það og reif hana alla í sundur til þess að rykhreinsa áður en ég færi í format, það eina sem ég set ekki aftur í er SoundBlaster X-Fi Elite Pro hljóðkortið sem ég ætla ekki að láta fylgja henni.
Jæja, ég bomba öllu draslinu saman og kveiki á tölvunni, fæ power í svona 2-3 sek og svo drepur hún á sér. Búinn að troubleshoota allan vélbúnað sem ég get þegar ég ákveð bara for the heck of it að setja hljóðkortið aftur í hana.. og viti menn, kvikindið virkar. Tek kortið úr henni og þá drepur hún bara á sér.
Dettur ykkur í hug hvað gæti verið að orsaka það að fjarvera venjulegs PCI hljóðkorts orsaki það að tölvan drepur á sér? Þarf að láta tölvuna frá mér á morgun og langar bara absalút ekki neitt til að missa þetta hljóðkort.
Speccarnir eru AMD 4800+ x2, 1GB OCZ EL Rev. 2 400MHz PC3200, ATi x800XT, 2x74GB Raptor í RAID0 og þetta er inní gamalli Shuttle XPC SN95G5V2.
Lennti einusinn i þessu þá var einhvað að móðurborðinu s.s prufaðu að setja gamallt lan kort í hana
Re: Tölvan slekkur á sér ef það er EKKI PCI kort í henni
Sent: Fim 23. Jún 2011 01:57
af fallen
Jöss, ég þarf að redda mér eitthverju hræódýru pci netkorti í hana á morgun bara.. það hlýtur að virka jafn vel og þetta hljóðkort, fubar vandamál samt.
Re: Tölvan slekkur á sér ef það er EKKI PCI kort í henni
Sent: Fim 23. Jún 2011 02:02
af guttalingur
fallen skrifaði:Jöss, ég þarf að redda mér eitthverju hræódýru pci netkorti í hana á morgun bara.. það hlýtur að virka jafn vel og þetta hljóðkort, fubar vandamál samt.
Ég á PCI netkort þráðlaust
Re: Tölvan slekkur á sér ef það er EKKI PCI kort í henni
Sent: Fim 23. Jún 2011 02:37
af kizi86
ein pæling, í bios-num, er hægt að "disable"-a onboard hljóðkortið? ef svo er, prufaðu að gera það og taka svo úr soundblaster kortið..
Re: Tölvan slekkur á sér ef það er EKKI PCI kort í henni
Sent: Fim 23. Jún 2011 03:26
af fallen
kizi86 skrifaði:ein pæling, í bios-num, er hægt að "disable"-a onboard hljóðkortið? ef svo er, prufaðu að gera það og taka svo úr soundblaster kortið..
Það er að sjálfsögðu disable'að.
Re: Tölvan slekkur á sér ef það er EKKI PCI kort í henni
Sent: Fim 23. Jún 2011 03:31
af Glazier
fallen skrifaði:kizi86 skrifaði:ein pæling, í bios-num, er hægt að "disable"-a onboard hljóðkortið? ef svo er, prufaðu að gera það og taka svo úr soundblaster kortið..
Það er að sjálfsögðu disable'að.
En búinn að prófa að gera "Enable"?