Síða 1 af 1

SSD i London

Sent: Mið 15. Jún 2011 12:49
af MarsVolta
Ég er að fara til London í næstu viku og er að pæla ad kaupa mèr SSD , mushkin eda corsair. Veit einhver hvar èg get fengið þessa diska sem ódýrast og spurning hvort það borgi sig ?

Diskurinn þarf að vera 120GB

Re: SSD i London

Sent: Mið 15. Jún 2011 13:14
af gardar
ebay.co.uk

Re: SSD i London

Sent: Mið 15. Jún 2011 20:29
af MarsVolta
gardar skrifaði:ebay.co.uk


Vil frekar fara í einhverja búð og versla diskinn þar.
Er enginn sem hefur verslað tölvuíhluti útí London ??

Re: SSD i London

Sent: Mið 15. Jún 2011 20:37
af blitz
Þú ert ekki að fara að versla ódýrann ssd í London.

http://www.ebuyer.com
http://www.scan.co.uk

Hugsanlegar búðir sem þú gætir fundið eru Comet, PCworld, Dixons, Currys, Best Buy..

Re: SSD i London

Sent: Mið 15. Jún 2011 20:59
af jakub
allveg fastur á mushkin/corsair? afhverju ekki OCZ? Vertex 2 frá OCZ voru mjög góðir (bestir? :crazy ) á sata2, og nú eru líka til vertex 3 fyrir sata3, fáanlegir á buy.is ekki endilega í London :-"

Re: SSD i London

Sent: Mið 15. Jún 2011 22:46
af MarsVolta
jakub skrifaði:allveg fastur á mushkin/corsair? afhverju ekki OCZ? Vertex 2 frá OCZ voru mjög góðir (bestir? :crazy ) á sata2, og nú eru líka til vertex 3 fyrir sata3, fáanlegir á buy.is ekki endilega í London :-"


Mér líst líka vel á þessa OCZ diska, þarf ekki endilega að vera Corsair eða Mushkin :).

Re: SSD i London

Sent: Mið 15. Jún 2011 23:27
af reyndeer
Myndi halda mig frá SATA3 SSD frá Corsair ef þú ætlar að fara að nota hann á næstunni, major bug með firmware sem þeir keyra á, þeir eru meira að segja búnir að játa það og eru að vinna að nýju firmwarei.

Re: SSD i London

Sent: Fim 16. Jún 2011 08:22
af Televisionary
Þessir eru nokkuð góðir og eiga gott úrval af íhlutum. Veit ekki hvernig verðin eru m.v. Reykjavík: http://www.yoyotech.co.uk/

Re: SSD i London

Sent: Fim 16. Jún 2011 09:23
af gardar
MarsVolta skrifaði:
gardar skrifaði:ebay.co.uk


Vil frekar fara í einhverja búð og versla diskinn þar.
Er enginn sem hefur verslað tölvuíhluti útí London ??



http://www.span.com/
Hrikalega liðlegir og fínir gæjar, og með mjög flott úrval.... En verðin eru ekkert gífurlega lág

Re: SSD i London

Sent: Fim 16. Jún 2011 17:19
af MarsVolta
Ég þakka fyrir svörin :)