Síða 1 af 1

Enn ein álitsbeiðnin á uppfærslu ;)

Sent: Sun 25. Apr 2004 18:15
af LaXi
Sælir

Long time reader, first time poster hér... :)

Datt í hug að byrja þetta á að fá umsögn um turnuppfærslu sem ég hef
verið að brasa við að setja saman... upprunalegt budget var 60k en ég er
löngu búinn að sprengja það :oops: En hugmyndin var nú sú að reyna
að ballansa verð vs. gæði vs. ending... held að mér hafi ekki tekist mjög
illa upp... en allavega látið mig vita hvað ykkur finnst ... :)

..........................................................................Verð......Vendor

Case : Cooler Master TAC-T01 WaveMaster...19.999....bt.is
Pwr. : Antec 480W TruePower*.....................16.900....bodeind.is
Mobo : ASUS A7N8X-E Deluxe........................11.900....bodeind.is
CPU : AMD XP 2800+ (Barton 333mhz FSB)...12.450....att.is
Mem : Kingston 512MB 333MHz HyperX CL2..11.900....bt.is
GPU : PwrColor ATi Rad. 9600Pro 128mb.......á það ....N/A..
HDD : WesDig SE 160 Gb 7.2k rpm 8mb buf....9.950...att.is
CPU fan : ThermalTake SilentBoost**.............3.990....task.is

Le grande totale :.........................................87.089 kr.-

Sound/Ethernet er á móbóinu... CD, mús, keyb, skjá er ég með

* Ég gæti fengið Antec TrueControl 550w m/hitastýringu f. 17.334 á sama
stað... var að spá hvort það væri ekki bara gáfulegra þar sem
verðmunurinn er nánast ekki neitt og ég kem til með að HRÚGA drifum og
kortum í vélina... :) gott að hafa það aðeinst stærra er það ekki ??
Sérstaklega f. svona lítinn $$$...

** Mér hefur skilist að gott sé að fá sér góða kælingu f. AMD í þunga
vinnslu (hef alltaf átt Intel áður) svo ég held að ég komi til með að nota
bæði Thermalt. coppershim og Arctic Silver 5 á dótið... er það ekki
gjörlegt ? 2k oná og maður sefur betur ;)

Ástæðan f. því að ég tek AMD 2800+ er sú að það er víst no-brainer að
koma honum upp í 3.0 Ghz og verðmunurinn er næstum 50% á 2800 og
3000 XP :) En er eitthvað vandamál að OC-a FSB og mem í 400 fsb ... ?
ég hef mjög lítið vit á OC ... heh

En hvernig er það, mynduð þið mæla með öðru minni ? T.d. Crucial
/Corsair /OCZ ?? Og væri gáfulegra f. mig að fá mér Serial ATA harðan
disk ?? og vill einhver sem kunnáttu hefur útskýra fyrir mér hvað það er
eiginlega ?? Og endilega, ef þið vitið um verslanir sem eru að selja
eitthvað af þessu ódýrar, endilega látið mig vita... ég er búinn að strauja
online íhlutalistann hjá öllum verslunum sem skráðar eru á vaktin.is ;)
teehee



Með fyrirfram þökkum og von um góðar og gagnlegar ábendingar :D
LaXi nooberz

Sent: Sun 25. Apr 2004 18:57
af MJJ
Ekki vera að versla við BT segi ÉG. Breyttu minnunum í 400 eða 500 mhz. Fyrir minn smekk myndi ég fá mér INTEL PENTIUM 4 HT. Annars er þetta fínasti pakki.

Sent: Sun 25. Apr 2004 19:23
af Snorrmund
þetta virðist vera fínt en ég myndi samt ekki breyta minnunum vegna þess (að ég held) að það sé best að vera með klukkuhraðann á minnunum sama og fsbinn á cpunum

Sent: Sun 25. Apr 2004 19:42
af skipio
Alltof dýrt PSU. Keyptu þér frekar kassa hjá Boðeind, t.d. Sonata, með innbyggðu PSU. 300W er alveg nóg fyrir svo til allt (og þú ert ekki að gera miklar kröfur m/v það dót sem þú ætlar að kaupa) og ef þú vilt vera alveg öruggur er 380W Truepower innbyggt í Sonata kassann. Sonata kassinn með PSU kostar allavega ekki meira en bara þetta PSU sem þú ert að fá þér og er einn besti kassinn á markaðnum í dag - http://www.arstechnica.com/reviews/003/ ... ata-1.html

Ekki kaupa þér Thermaltake SilentBoost. Þessir kælisökklar eru mjög óvandaðir (beriði botninn saman við t.d. Zalman) en voru svosem ok þegar Panaflo viftur fylgdu með. Nú er Thermaltake hætt með þær viftur svo þú skalt miklu frekar fá þér Zalman 7000. Kostar ekki mikið meira og er annar tveggja bestu kælisökklanna á markaðnum.

Mæli með því að þú kaupir minnið einhvers staðar annars staðar en í BT. Vesen ef það klikkar. Og fáðu þér 400Mhz minni.

Ég myndi frekar kaupa Samsung 160GB disk en þú hefur þetta eins og þú vilt.

En mér finnst fáránlegt að eyða 35.000 krónum í kassa (sem er jú alveg flottur) og aflgjafa þegar minn eigin kassi/aflgjafi kostaði einungis 10.000 kr. og ég valdi hvorki meira né minna en besta kassann sem fæst á landinu (Antec 3700SLK í Compucase 6A útfærslu). http://www.silentpcreview.com/article76-page1.html

EDIT: 6A kassinn fæst með Herochi PSU í Expert. Þar fékk ég minn allavega.

Sent: Sun 25. Apr 2004 20:24
af gumol
skipio skrifaði:En mér finnst fáránlegt að eyða 35.000 krónum í kassa (sem er jú alveg flottur) og aflgjafa þegar minn eigin kassi/aflgjafi kostaði einungis 10.000 kr. og ég valdi hvorki meira né minna en besta kassann sem fæst á landinu (Antec 3700SLK í Compucase 6A útfærslu). http://www.silentpcreview.com/article76-page1.html

Nenniru að koma með link á hann þar sem hann fæst innanlands.

Sent: Mán 26. Apr 2004 01:19
af Vilezhout
enn wavemaster kassinn frá coolermaster er einfaldlega frábær og ég er hálf skotinn í honum(stefni á einn í sumar) og það er stór munur á gæðum og handbragði þessara tveggja kassa og útliti.
það er auðvitað gaman að eiga svona flottann kassa og er mikið stofustáss.
enn þetta voru mínir fimmaurar

Sent: Mán 26. Apr 2004 18:22
af LaXi
Jæja, en svona lítur þetta þá út núna... annars held ég að ég sé ekkert að gera mjög litlar kröfur... er bara að reyna að fá sem mest f. sem minnst útlát... ;).. en hvernig er það, er 380w alveg nóg ef maður á eftir að setja ein 4 drif í vélina og annað eins af kortum... ?? ég prufaði að fara í Wattage reiknivélina þarna á netinu, setti inn worst case scenario og fékk út ein 424 wött sem ég þyrfti... en það er náttúrulega peak notkun þannig séð ;) ...

Og svo að lokum, ég stóð í þeirri meiningu að best væri að FSB og mem mhz væru í sync ... ? + ef ég kaupi 333 mhz minni, get ég ekki fengið það OCað upp í 400... eða hvernig svosum það er gert.. ?? Og hérna... er Kingston minnið eitthvað að virka vel/illa með einhverjum af þessum vélbúnaði svo að þið vitið til ?? Er þetta nokkuð annars óþarflega dýr týpa af RAM ??

(PS - hvað í fjandanum er HyperX CL2.... ?? :) )

..........................................................................Verð......Vendor

Case : Antec Sonata Midi-twr með 380w psu...16.900....bodeind.is
Pwr. : Antec 380W TruePower.........................^ ^ ^ ....N/A
Mobo : ASUS A7N8X-E Deluxe..........................11.900....bodeind.is
CPU : AMD XP 2800+ (Barton 333mhz FSB).....12.450....att.is
Mem : Kingston 512MB 333MHz HyperX CL2....11.900....expert.is
GPU : PwrColor ATi Rad. 9600Pro 128mb.........á það ....N/A..
HDD : WesDig SE 160 Gb 7.2k rpm 8mb buf.....9.950...att.is
CPU fan : Zalman CNPS7000A-ALCU................3.990....task.is

Le grande totale :.........................................67.090 kr.-

Takk f. lestur, ábendingar og góð svör ;)
LaXi

Sent: Þri 27. Apr 2004 00:13
af arnarj
Ekki hætta við þennan Wavemaster kassa, án efa flottasti kassi sem þú færð á landinu, tímalaus hönnun án einhverja óþarfa gadgets. Ég fékk mér svoleiðis og 400W Fortron í task.is. Ég gerði ýtarlega könnun á PSU sem fást á landinu og skoðaði reviews á netinu. T.d .er þetta linkur á samanburð á helstu PSU.

http://www.anandtech.com/showdoc.html?i=1841&p=23

Það eru 400W Fortron og 400W Zalman sem eru að gera betri hluti heldur en öll önnur PSU. Meira segja betri hluti en helmingi dýrara Antec 550 PSU. Fortronið er aðeins ódýrara og eru í raun bestu kaupin, þess vegna keypti ég það.

Þú kaupir ekki 300W PSU fyrir alvöru vél í dag ef þú vilt vera safe. Punktur.

Kingston 333 hyperX eru frábær minni og smellpassa fyrir 333FSB örgjörva, verðmunur á 400 og 333 er fáránlega mikill og mundi ég frekar taka 333, varðandi minniskaup mundi ég segja að aðalmálið sé að kaupa merkjavöru. Þ.e. Kingston, OCZ, Mushkin, Corsair og Crucial eru öll góð. Ekki kaupa no-name vibba.

Sent: Þri 27. Apr 2004 10:10
af wICE_man
HyperX er framleiðsluheiti betri minna hjá kingston.

CL2 segir til um hve langur biðtími er í samskiptum við minnið, CL2 er mjög gott, CL2.5 er ágætt en CL3 er slæmt.

Re: Enn ein álitsbeiðnin á uppfærslu ;)

Sent: Þri 27. Apr 2004 10:39
af gnarr
Ástæðan f. því að ég tek AMD 2800+ er sú að það er víst no-brainer að
koma honum upp í 3.0 Ghz og verðmunurinn er næstum 50% á 2800 og
3000 XP :) En er eitthvað vandamál að OC-a FSB og mem í 400 fsb ... ?
ég hef mjög lítið vit á OC ... heh


Ef þú ætlar að setja FSB í 400, þá verður að vera með DDR400 minni. minnið er í rauninni það eina sem takmarkar overclockið. taktu frekar DDR400 Valueram (nema þú sért alveg diehard leikjagaur).

ég myndi líka taka XP2500, þar sem að það er hægt að ná FSB hæst af öllum 166MHz XP örgjörfunum. ef þú tekur hann og setur FSB í 400 þá er hann að keyra nákvæmlega eins og XP3200

Með kassann.. mér þykir þessi Wavemaster kassi alveg 0% flottur. þú ert allaveganna ða fá mjöög lítið fyrir peninginn með því að borga 20.000 fyrir þennann kassa. þú getur tildæmis fengið Chieftec BX-3 með 360w PSU á 12.900 í task og venjulegann Dragon með 360w PSU á 10.900 eða AOpen HB600 (snilldar loftflæðishönnun í þessum kassa) með 350w PSU á 10.500.

ef þú ert alveg á þörfinni eftir góðu psu þá:

arnarj skrifaði:Það eru 400W Fortron og 400W Zalman sem eru að gera betri hluti heldur en öll önnur PSU. Meira segja betri hluti en helmingi dýrara Antec 550 PSU. Fortronið er aðeins ódýrara og eru í raun bestu kaupin, þess vegna keypti ég það.


Ég myndi líka frekar taka Segate eða Samsung disk þar sem að ég treysti hreynlega ekki WD lengur.

og svo til að ég sé alveg pottþétt búinn að gagnrína allt...

ABIT!!! hvar er ABITIÐ!!! taktu miklufrekar Abit AN7. það er á tæpann 13.000kall í hugver



Case : AOpen HB600 .................................. 10.490....start.is
Pwr. : Sætta sig við það sem fylgir með kassa . *Priceless* . gnarr.is
Mobo : ABIT AN7 ......................................12.990....hugver.is
CPU : AMD XP 2500+ (Barton 333mhz FSB)...7.650....att.is
Mem : Kingston 512MB DDR400 ValueRam ..10.390....expert.is
GPU : PwrColor ATi Rad. 9600Pro 128mb.....átt það ....N/A..
HDD : Samsung 160 Gb 7.2k rpm 8mb buf....11.900...start.is
CPU fan : Zalman CNPS7000A-ALCU.............3.990....task.is

Le grande totale :.........................................57.410 kr.-

Sent: Þri 27. Apr 2004 10:57
af pyro
Ég er alveg sammála honum Gnarr elskunni, smelltu þér á XP2500+ örrann, þú færð mest fyrir minnst með honum (getur klukkað hann jafn mikið og XP2800+ örgjörva) og DDR400 minni... og ABIT AN7... það er algjör snilld :oops:

Svo geturðu fengið MASSA góða tölvukassa í Expert undir nafninu Xompucase 6(minnir að einhver annar hafi minnst á þetta hérna), ég keypti minn þar á 9000 kall, og þetta er einn besti og þægilegasti kassi sem ég hef unnið með (og eru þeir ekki fáir)

Sent: Þri 27. Apr 2004 11:03
af arnarj
0 % flottur ????

Tomshardware valdi þetta kassa ársins 2003. Hann er algerlega gerður úr áli og er fisléttur. Smíði hans minnir mann meira á vandaðan magnara heldur en tölvukassa.

Hann kostar hátt í 30 kall með fortron PSU og skil ég vel að margir kaupi hann ekki vegna verðs, en hann er meira cool en andskotinn :twisted:

Þarna eru dómar frá ýmsum aðilum um þennan kassa. Þessi kassi tekur þennan ofur venjulega Aopen og stingur honum í píiiip píiiip :)

http://www.coolermaster.com/index.php?L ... e%20Master

Annars er ég alveg sammála þér með örrann, móbóið og harða diskinn :8) Abit ownar

Sent: Mið 28. Apr 2004 22:53
af amma
Ástæðan f. því að ég tek AMD 2800+ er sú að það er víst no-brainer að koma honum upp í 3.0 Ghz

Aha, Einmitt, Sure

Sent: Mið 28. Apr 2004 23:54
af Pandemic
TruePower þetta eru einfaldlega lang bestu power supply sem þú finnur á jarðríki þar sem Zalman eru að skíta á sig í hávaða var að gera smá sound test áðan með Zalman og Truepower forton lala samt ekkert sérstakt

Sent: Fim 29. Apr 2004 14:01
af fallen
wICE_man skrifaði:HyperX er framleiðsluheiti betri minna hjá kingston.

CL2 segir til um hve langur biðtími er í samskiptum við minnið, CL2 er mjög gott, CL2.5 er ágætt en CL3 er slæmt.


Er s.s. ekkert varið í þetta minni ? Ætti ég frekar að vera að fá mér einhvað annað ef ég væri að versla 2x512mb á annað borð ? :P

Sent: Fim 29. Apr 2004 14:33
af wICE_man
Þetta er ágætt minni fyrir ágætis pening, það eru mjög fá og mjög dýr PC3200 512MB minni sem ná betri tímasettningum en þetta. 2.5-3-3-7 er bara í góðu lagi.

Ég veit líka að bæði OCZ og Muskhin eru hófsamir í yfirlýsingum um tímasettningar, flest þessara minna má keyra á 2-3-3-6 eða jafnvel 2-2-2-5 tímasettningum.

Kingston eru aftur á móti að keyra á ystu nöf, t.d. er bendill að vesenast með PC3500 á 200MHz :(

Re: Enn ein álitsbeiðnin á uppfærslu ;)

Sent: Fös 30. Apr 2004 13:51
af Icarus
gnarr skrifaði:
Ástæðan f. því að ég tek AMD 2800+ er sú að það er víst no-brainer að
koma honum upp í 3.0 Ghz og verðmunurinn er næstum 50% á 2800 og
3000 XP :) En er eitthvað vandamál að OC-a FSB og mem í 400 fsb ... ?
ég hef mjög lítið vit á OC ... heh


Ef þú ætlar að setja FSB í 400, þá verður að vera með DDR400 minni. minnið er í rauninni það eina sem takmarkar overclockið. taktu frekar DDR400 Valueram (nema þú sért alveg diehard leikjagaur).

ég myndi líka taka XP2500, þar sem að það er hægt að ná FSB hæst af öllum 166MHz XP örgjörfunum. ef þú tekur hann og setur FSB í 400 þá er hann að keyra nákvæmlega eins og XP3200

Með kassann.. mér þykir þessi Wavemaster kassi alveg 0% flottur. þú ert allaveganna ða fá mjöög lítið fyrir peninginn með því að borga 20.000 fyrir þennann kassa. þú getur tildæmis fengið Chieftec BX-3 með 360w PSU á 12.900 í task og venjulegann Dragon með 360w PSU á 10.900 eða AOpen HB600 (snilldar loftflæðishönnun í þessum kassa) með 350w PSU á 10.500.

ef þú ert alveg á þörfinni eftir góðu psu þá:

arnarj skrifaði:Það eru 400W Fortron og 400W Zalman sem eru að gera betri hluti heldur en öll önnur PSU. Meira segja betri hluti en helmingi dýrara Antec 550 PSU. Fortronið er aðeins ódýrara og eru í raun bestu kaupin, þess vegna keypti ég það.


Ég myndi líka frekar taka Segate eða Samsung disk þar sem að ég treysti hreynlega ekki WD lengur.

og svo til að ég sé alveg pottþétt búinn að gagnrína allt...

ABIT!!! hvar er ABITIÐ!!! taktu miklufrekar Abit AN7. það er á tæpann 13.000kall í hugver



Case : AOpen HB600 .................................. 10.490....start.is
Pwr. : Sætta sig við það sem fylgir með kassa . *Priceless* . gnarr.is
Mobo : ABIT AN7 ......................................12.990....hugver.is
CPU : AMD XP 2500+ (Barton 333mhz FSB)...7.650....att.is
Mem : Kingston 512MB DDR400 ValueRam ..10.390....expert.is
GPU : PwrColor ATi Rad. 9600Pro 128mb.....átt það ....N/A..
HDD : Samsung 160 Gb 7.2k rpm 8mb buf....11.900...start.is
CPU fan : Zalman CNPS7000A-ALCU.............3.990....task.is

Le grande totale :.........................................57.410 kr.-


Hrikalega er maður að verða þreyttur á þessum Abit fanatics hér á vaktinni. Þið sjáið ekki sólina fyrir þessum móðurborðum. Ég er ekkert að segja að Abit sé með léleg móðurborð en Abit an7 er ekki betra en asus a7n8x-e deluxe

Sent: Fös 30. Apr 2004 17:07
af wICE_man
Icarus skrifaði:
Hrikalega er maður að verða þreyttur á þessum Abit fanatics hér á vaktinni. Þið sjáið ekki sólina fyrir þessum móðurborðum. Ég er ekkert að segja að Abit sé með léleg móðurborð en Abit an7 er ekki betra en asus a7n8x-e deluxe


Amen to that!!!

Sent: Lau 01. Maí 2004 01:36
af gnarr
er það samt ekki alveg 5000kalli dýrara? annars sýnist mér að DFI séu með bestu borðin. en verðið á þeim er náttla útí hött.

Sent: Lau 01. Maí 2004 02:43
af RadoN
ég verð að segja að mér finnst þessi CoolerMaster kassi ljótur..
ef Tom's Hardware kaus þennan kassa sem kassa ársins þá hafa þeir örugglega ekki skoðað Lian Li PC-73SLB Silent Case sem verður öruggleg næsti kassi sem ég fæ mér!

Sent: Lau 01. Maí 2004 13:03
af fallen
RadoN skrifaði:ég verð að segja að mér finnst þessi CoolerMaster kassi ljótur..
ef Tom's Hardware kaus þennan kassa sem kassa ársins þá hafa þeir örugglega ekki skoðað Lian Li PC-73SLB Silent Case sem verður öruggleg næsti kassi sem ég fæ mér!


Mér finnst þessi kassi nú bara alveg hrikalega ljótur :S

Sent: Lau 01. Maí 2004 13:34
af MJJ
halli skrifaði:
RadoN skrifaði:ég verð að segja að mér finnst þessi CoolerMaster kassi ljótur..
ef Tom's Hardware kaus þennan kassa sem kassa ársins þá hafa þeir örugglega ekki skoðað Lian Li PC-73SLB Silent Case sem verður öruggleg næsti kassi sem ég fæ mér!


Mér finnst þessi kassi nú bara alveg hrikalega ljótur :S


Ég verð nú að vera sammála Halla, ég set innvolsið mitt frekar í pappakassa en þennan Lian Li skáp eða hvað sem þetta á að vera