Síða 1 af 1
gömul tölva
Sent: Lau 11. Jún 2011 15:27
af gummih
sælir, ég fékk gefins medion borðtölvu sem var með 3Ghz p4 örgjörva, 2.5Gb vinnsluminni, geforce 6600gt og 150Gb hörðum disk.
ég er að pæla í því að uppfæra þetta eitthvað eins og ég get og vantar álit um hvaða skjákort ég ætti að fá mér.
ég er búinn að bæta 1gb við í minni og öðrum 160Gb hörðum disk og mun vonandi bráðum fá 3.6Ghz p4 örgjörva og þá er bara eftir skjákortið
valið stendur á einhverju sem helst keyrir á 350w aflgjafanum t.d. hd 5670 eða gt 210-240 og svo var ég að sjá að gts 250 væri til sölu í tölvuvirkni á 12.860 kr
hvað finnst ykkur að ég ætti að fá mér?
endilega svara sem fyrst.
þakkir Gummi
Re: gömul tölva
Sent: Lau 11. Jún 2011 15:33
af gardar
Til þess að blása lífi í þessa vél þá myndi ég versla mér SSD disk undir stýrikerfið
Re: gömul tölva
Sent: Lau 11. Jún 2011 15:34
af gummih
en hvað um skjákortið? og hvað kostar SSD diskur eiginlega?
Re: gömul tölva
Sent: Lau 11. Jún 2011 15:36
af gardar
Þú ert ekkert að fara að spila neina svaka leiki á þessari vél, efast um að þú græðir mikið á betra skjákorti.
SSD diskar eru ekkert gífurlega ódýrir, en ég myndi bara kaupa þann minnsta sem þú finnur og geyma einungis stýrikerfið á honum.
Re: gömul tölva
Sent: Lau 11. Jún 2011 15:43
af KristinnK
Mín skoðun er það tekur því ekkert að kaupa betra skjákort í þessa vél. Punktur. Það bara tekur því ekki.
Re: gömul tölva
Sent: Lau 11. Jún 2011 16:33
af gummih
uu ég mun örugglega ekkert geta keipt mér SSD disk þegar þeir eru ódýrastir á 20k...
en hvað af þessum kortum ætti ég að fá mér? mun svo einhverntíman seinna uppfæra móðurborð og það dót
Re: gömul tölva
Sent: Lau 11. Jún 2011 16:41
af klerx
Re: gömul tölva
Sent: Lau 11. Jún 2011 16:59
af gummih
en þirfti ég þá að aupa mér nýjan aflgjafa?
Re: gömul tölva
Sent: Lau 11. Jún 2011 17:05
af semper
Ég er búinn að vera að uppfæra svona tölvu líka. Þegar ég fór upp í 3 Gb vinnsluminni þá var alltíeinu hægt að setja einhverja leiki í gang. Mín tekur max 4 Gb DDR og ég er að leita að einum 1 Gb kubb í viðBót. Nærðu að keyra 3,5 GB? Mín vill það ekki.
Ég skipti um skjákort. Fór úr Radeon 1600x pro í Geoforce 8600 GT
Enginn munur.
Nú er að vísu skjákortið ekki lægsta gildi í windows Rating, en það er eini munurinn
Ég er að horfa á að skipta út 3.0 ghz P4 út fyrir 3,6 eins og þú. Cpu er með lægsta rating, og það langlægst eftir að ég skipti út skjákortinu.
Það væri gaman að heyra hvernig gengur að skipta um P4 hjá þér.
Eins að heyra með minnið
Gangi þér vel og góða skemmtun
Re: gömul tölva
Sent: Lau 11. Jún 2011 17:20
af gardar
Hvernig socket er á móðurborðinu? Ef þetta er P4 með 775 þá ertu í góðum málum
Re: gömul tölva
Sent: Lau 11. Jún 2011 17:32
af semper
gardar skrifaði:Hvernig socket er á móðurborðinu? Ef þetta er P4 með 775 þá ertu í góðum málum
Ég er forvitinn að heyra hvaða góðu mál þetta hefur í för með sér? (þetta á að vera 775 að mínu viti).
Re: gömul tölva
Sent: Lau 11. Jún 2011 17:32
af gummih
ja þetta er socket 775
Re: gömul tölva
Sent: Lau 11. Jún 2011 18:07
af gardar
semper skrifaði:gardar skrifaði:Hvernig socket er á móðurborðinu? Ef þetta er P4 með 775 þá ertu í góðum málum
Ég er forvitinn að heyra hvaða góðu mál þetta hefur í för með sér? (þetta á að vera 775 að mínu viti).
Nú vegna þess að þá getur hann uppfært örgjörvann í core duo eða core quad jafnvel.
Þá ertu kominn með allt aðra vél, eftir örgjörva uppfærslu er svo hægt að græja flott skjákort og vera kominn með þokkalega öfluga vél
Re: gömul tölva
Sent: Lau 11. Jún 2011 18:30
af gummih
jaokei, móðurborðið mitt er ms7046, get ég þá fengið mér c2d eða c2q?
Re: gömul tölva
Sent: Lau 11. Jún 2011 18:39
af semper
Það sem ég hef skilið á þessum pælingum mínum er að það sé ekki hægt að setja core2 eða annað slíkt, af því þetta er OEM borð sem styður ekki marga örgjörva. Mér sýnist samt að P4 3,6 væri hægt. Það er það sem ég er að horfa á núna. Ég væri mjög hissa og glaður ef ég hef rangt fyrir mér og það sé hægt að fara í Cor2 eða quad. But I seriously doubt it. Make my day and prove me wrong.
Yfir MB hér
http://217.110.237.70/Manuals/7046-engl ... S-7046.pdf
Re: gömul tölva
Sent: Lau 11. Jún 2011 18:47
af KristinnK
Þetta er gamalt borð, sem eins og semper segir, styður ekki Core 2 örgjörva.
MSI skrifaði:• Supports Intel® Pentium 4 / Celeron D processors in LGA775 package.
• Supports up to Pentium 4 5XX, 6XX and Celeron D 3xx sequence processor.
LinkurSocketið þarf ekki bara að passa, heldur þarf norðurbryggjan líka að styðja örgjörvan. 915P er gamall arkítektúr, og Intel hafa aldrei lagt mikið á sig til að gera "backwards compatability" mögulegt.
Re: gömul tölva
Sent: Lau 11. Jún 2011 18:57
af gummih
en hvað með penitum dual core örgjörvana?
Re: gömul tölva
Sent: Lau 11. Jún 2011 19:15
af semper
gummih skrifaði:en hvað með penitum dual core örgjörvana?
Eftir allt mitt google og spurningar hér þá er það á hreinu (ekki að ég hafi prófað það) að þetta mb styður hvorki Core 2 né Dual Core . Bara P4 en þá má spá í 3,6 ghz. Veit ekki hvað það á eftir að gera mikið fyrir vélina, en ég er alveg "game" í að prófa það. Ég er að leita að slíkum örgjörva til að prófa.
Hvað gefur Windows Rating þér í einkunn fyrir minni?
Ég er að fá 4.9 fyrir 3 mb
Ertu með Win7 (32 bit) á vélinni? Hún fílar það mjög vel.
Re: gömul tölva
Sent: Lau 11. Jún 2011 20:18
af gummih
jamm ég er með w7, en mætti ekki bara prófa að henda einum pentium dual core í þetta til að vera viss?
Re: gömul tölva
Sent: Lau 11. Jún 2011 20:36
af semper
gummih skrifaði:jamm ég er með w7, en mætti ekki bara prófa að henda einum pentium dual core í þetta til að vera viss?
Ég fylgist spenntur með..............
Re: gömul tölva
Sent: Lau 11. Jún 2011 20:42
af gummih
á ekki einhver pentium e5xxx til þess að "fórna" í þetta?
Re: gömul tölva
Sent: Þri 14. Jún 2011 19:00
af gummih
ættla örugglega að fá mér amd radeon hd 6670 því að þá þarf ég ekki að skipta um aflgjafa
annars er ég búinn að vera að sjá video af gaurum að runna crysis 2 bara vel á p4 3Ghz HT og hd 4670 eða 9400/9500 gt og með 2GB vinnsluminni þannig þetta ætti bara að enda ágætlega
Re: gömul tölva
Sent: Fim 16. Jún 2011 14:23
af semper
Ertu búinn að finna betri örgjörva í Medion?
Re: gömul tölva
Sent: Fim 16. Jún 2011 17:15
af gummih
það þarf örugglega bara að fá p4 3.6 Ghz, annars er þetta bara tímabundin tölva.. ættla að uppfæra hitt þegar ég fæ meiri pening