Síða 1 af 1

Hjálp!! Engin mynd kemur á skjá og píp-hljóð heyrist

Sent: Lau 14. Maí 2011 00:48
af Eiiki
Sælir vaktarar

Ég keypti hérna móðurborð um daginn ásamt örgjörva og vinnsluminnum. Við erum að tala um P5ND móðurborð frá Asus og Q6600 örgjörva (G0 útgáfu) og 4*1GB (800MHz) vinnsluminni frá kingston. En allavega....
Ég er búinn að vera að braska í tölvunni svolítið og reyna að setja upp crackað windos sem hefur gengið brösulega, en svo um daginn eftir að ég var búinn að reyna að installa windows í svona 5 skiptið þá byrjaði það svona nokkurnveginn að hrynja (eins og öll hin skiptin) og hún slökti svo á sér sjálf alveg 2var sinnum.

Svo núna ætla ég að kveikja á tölvunni og ENGIN mynd kemur á skjáinn og eitthvað svaka píp heyrist. Ég veit að þetta er ekki neitt tengt aflgjafa, skjákorti eða harða disknum.
Gætuð þið vaktarar sagt mér hvað væri mögulega að og hvað ég geti gert?
Ég er búinn að taka tölvuna í sundur, og reseta bios með því að taka litlu rafhlöðuna úr og taka vinnsluminni úr og örrann líka en ekki virkar það.

Re: Hjálp!! Engin mynd kemur á skjá og píp-hljóð heyrist

Sent: Lau 14. Maí 2011 01:24
af mundivalur

Re: Hjálp!! Engin mynd kemur á skjá og píp-hljóð heyrist

Sent: Lau 14. Maí 2011 10:17
af lukkuláki
Það að vélin hafi slökkt á sér 2 sinnum er ekki eðlilegt og á ekki að gerast þó þú sért með krakkað kerfi.
Varstu að yfirklukka vélina ??? Varst þú sjálfur að setja móðurborðið og það í vélina ? Passaðir þú þig á stöðurafmagni ?
Hvernig getur þú verið viss um að skjákortið og það dót sé í lagi ?

Byrjaðu á að aftengja allt nema strauminn við móðurborðið
Vertu viss um að örrinn sitji rétt í sætinu og sé læstur í sætið
Passaðu að kælingin sé rétt sett á TENGD! og kælikrem á milli.
Skoðaðu hvort minnið sé rétt í raufum og smellur ("eyrun" eða hvað maður á að kalla þetta ) á sínum stað
Ef það er onboard skjástýring á mbo settu þá skjáinn í samband þar og prófaðu að kveikja.
Ef engin mynd kemur þá er líklega eitthvað að móðurborðinu
Ef það kemur mynd þá slekkurðu á vélinni og setur skjákortið í ef það virkar ekki þá er skjákortið sennilega bilað
Ef vélin ræsir með mynd þá skaltu tengja drif og hörðu diskana og prófa að ræsa.

Re: Hjálp!! Engin mynd kemur á skjá og píp-hljóð heyrist

Sent: Sun 15. Maí 2011 15:16
af vidirz
Þarf maður ekki helst að vera með svona? http://www.att.is/product_info.php?cPat ... f5183e7112

Re: Hjálp!! Engin mynd kemur á skjá og píp-hljóð heyrist

Sent: Sun 15. Maí 2011 15:26
af andripepe
kemur straumur á músina og lykklaborðið?