CoolerMaster mús vs Logitech G500 valkvíði


Höfundur
vidirz
has spoken...
Póstar: 154
Skráði sig: Þri 08. Feb 2011 12:35
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

CoolerMaster mús vs Logitech G500 valkvíði

Pósturaf vidirz » Fim 28. Apr 2011 21:00

Sælir/ar
Er með bilaða logitech g5 mús sem ég er að nota og þarf því að fá mér nýja mús.
Er að pæla að fá mér annað hvort CoolerMaster Sentinel Advance eða Logitech G500 en er ekki viss hvora ég ætti að fá mér...
Hvor músin er betri í skotleikjunum?
Hvor er þæginlegri og áreiðanlegri?

Einhver sem hefur prófað þessar mýs? :japsmile
Linkar:
CoolerMaster Sentinel Advance http://www.att.is/product_info.php?cPat ... c80907eb97
Logitech G500 http://www.att.is/product_info.php?cPat ... c80907eb97


intel i7-7700HQ | 12GB | 1TB HDD | 256 GB SSD | Nvidia GeForce 1050Ti GTX 4GB


capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: CoolerMaster mús vs Logitech G500 valkvíði

Pósturaf capteinninn » Fim 28. Apr 2011 21:09

Ég var að velja milli G500 og G518 um daginn og mér sýndist flest review mæla frekar með G518 svo ég tók hana. Hef aldrei haft G518 áður og finnst hún mjög nice




Höfundur
vidirz
has spoken...
Póstar: 154
Skráði sig: Þri 08. Feb 2011 12:35
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: CoolerMaster mús vs Logitech G500 valkvíði

Pósturaf vidirz » Fim 28. Apr 2011 21:16

hannesstef skrifaði:Ég var að velja milli G500 og G518 um daginn og mér sýndist flest review mæla frekar með G518 svo ég tók hana. Hef aldrei haft G518 áður og finnst hún mjög nice

Meinaru ekki mx518? Hef prófað hana, mér fannst g5 þæginlegri aðallega af því að það er hægt að bæta við þyngd (lóðum)
Fín mús samt


intel i7-7700HQ | 12GB | 1TB HDD | 256 GB SSD | Nvidia GeForce 1050Ti GTX 4GB

Skjámynd

kjarribesti
1+1=10
Póstar: 1145
Skráði sig: Fim 04. Jún 2009 01:55
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogurinn, reglulega fyrir norðan
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: CoolerMaster mús vs Logitech G500 valkvíði

Pósturaf kjarribesti » Fim 28. Apr 2011 22:21

vidirz skrifaði:
hannesstef skrifaði:Ég var að velja milli G500 og G518 um daginn og mér sýndist flest review mæla frekar með G518 svo ég tók hana. Hef aldrei haft G518 áður og finnst hún mjög nice

Meinaru ekki mx518? Hef prófað hana, mér fannst g5 þæginlegri aðallega af því að það er hægt að bæta við þyngd (lóðum)
Fín mús samt

Coolermaster sentinel advance, þetta er svo geðsjúk mús.. ég varð 50% betra í leikjum eftir að ég fékk hana :happy


_______________________________________


ingisnær
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Mið 22. Des 2010 21:01
Reputation: 0
Staðsetning: Egilsstaðir
Staða: Ótengdur

Re: CoolerMaster mús vs Logitech G500 valkvíði

Pósturaf ingisnær » Fim 28. Apr 2011 22:24

ég mæli með logitech mx518 eða razer Imperator. :D




capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: CoolerMaster mús vs Logitech G500 valkvíði

Pósturaf capteinninn » Fim 28. Apr 2011 22:28

vidirz skrifaði:
hannesstef skrifaði:Ég var að velja milli G500 og G518 um daginn og mér sýndist flest review mæla frekar með G518 svo ég tók hana. Hef aldrei haft G518 áður og finnst hún mjög nice

Meinaru ekki mx518? Hef prófað hana, mér fannst g5 þæginlegri aðallega af því að það er hægt að bæta við þyngd (lóðum)
Fín mús samt



Jú að sjálfsögðu, minn feill.




HelgzeN
</Snillingur>
Póstar: 1083
Skráði sig: Mán 18. Jan 2010 22:05
Reputation: 0
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: CoolerMaster mús vs Logitech G500 valkvíði

Pósturaf HelgzeN » Fim 28. Apr 2011 23:20

taktu G500, hún er helmingi þægilegri en Mx518.


Turn - Intel Core i5-6400 Quad 3.3GHz - 16GB DUAL DDR4 2400MHz - 256GB SSD M.2 PCIe ADATA SP900 - 2GB GTX960 ITX
Lappi - Macbook Pro Mid 2014
Steelseries V3 | Zowie Gear | Logitech G110 | BenQ XL2411Z 24'' LED FULL HD 16:9 3D 144Hz

Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2350
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 54
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: CoolerMaster mús vs Logitech G500 valkvíði

Pósturaf Klaufi » Fim 28. Apr 2011 23:33

Skal hirða af þér biluðu G5 músina ;)

En ekki spyrja hinn og þennan hvað er besta músin, farðu og mátaðu, hver er best í hendi.

Það er algjörlega persónubundið, svo ef þú prufar nokkrar og 2-3 standa upp úr, þá skoðarðu fítusa og lest kannski reviews.

Fyrir mér skiptir mestu staðsetning M4 takkans, og hvernig hún situr í hendi. Ég þarf ekki M5 og þessvegna hentar G5 mér rosalega vel, að mínu mati besta músin (Sem ég hef prufað) fyrir stórar hendur..


HelgzeN skrifaði:taktu G500, hún er helmingi þægilegri en Mx518.


Ekki koma með svona heimskuleg komment, þetta er allt of persónubundið..


Mynd


HelgzeN
</Snillingur>
Póstar: 1083
Skráði sig: Mán 18. Jan 2010 22:05
Reputation: 0
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: CoolerMaster mús vs Logitech G500 valkvíði

Pósturaf HelgzeN » Fös 29. Apr 2011 18:01

Nei, þegar ég segi þægilegri þá meina ég betra grip, mér fannst aldrei þægilegt að lana með Mx518, samt mjög góð mús.


Turn - Intel Core i5-6400 Quad 3.3GHz - 16GB DUAL DDR4 2400MHz - 256GB SSD M.2 PCIe ADATA SP900 - 2GB GTX960 ITX
Lappi - Macbook Pro Mid 2014
Steelseries V3 | Zowie Gear | Logitech G110 | BenQ XL2411Z 24'' LED FULL HD 16:9 3D 144Hz

Skjámynd

Hvati
Geek
Póstar: 804
Skráði sig: Mán 19. Jan 2009 12:36
Reputation: 6
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: CoolerMaster mús vs Logitech G500 valkvíði

Pósturaf Hvati » Fös 29. Apr 2011 18:09

Finnst G500 frábær, nota takkana í svo mikið af forritum og leikjum, en þú verður bara að prufa þær báðar og sjá hvor er þæginlegri í hönd...



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: CoolerMaster mús vs Logitech G500 valkvíði

Pósturaf ManiO » Fös 29. Apr 2011 19:00

Ef þú fílaðir G5 þá er G500 æðisleg.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."


Höfundur
vidirz
has spoken...
Póstar: 154
Skráði sig: Þri 08. Feb 2011 12:35
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: CoolerMaster mús vs Logitech G500 valkvíði

Pósturaf vidirz » Lau 30. Apr 2011 10:56

Já, er búinn að máta g500 leyst vel á hana en á eftir að máta hina, dýrkaði G5 og hinar logitech sem ég hef verið með. En það sem skiptir mér meira máli eru specs, t.d. þegar ég er í skotleik þá þolir músin mín ekki að fara hratt á músamottunni (takmarkað m/s) þá fer hún í rugl eða hægist á hraðanum í leiknum (s.s. næ ekki að snúa mér að því sem ég vildi.. hratt)
Tók eftir Maximum Tracking Speed : 6.00 m/s hjá coolermaster músinni en 4.19 m/s hjá G500
Þannig að eg er að pæla meir í Coolermaster :-k
En já verð að vera búinn að prófa þær báðar :)


intel i7-7700HQ | 12GB | 1TB HDD | 256 GB SSD | Nvidia GeForce 1050Ti GTX 4GB

Skjámynd

Hvati
Geek
Póstar: 804
Skráði sig: Mán 19. Jan 2009 12:36
Reputation: 6
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: CoolerMaster mús vs Logitech G500 valkvíði

Pósturaf Hvati » Lau 30. Apr 2011 11:03

vidirz skrifaði:Já, er búinn að máta g500 leyst vel á hana en á eftir að máta hina, dýrkaði G5 og hinar logitech sem ég hef verið með. En það sem skiptir mér meira máli eru specs, t.d. þegar ég er í skotleik þá þolir músin mín ekki að fara hratt á músamottunni (takmarkað m/s) þá fer hún í rugl eða hægist á hraðanum í leiknum (s.s. næ ekki að snúa mér að því sem ég vildi.. hratt)
Tók eftir Maximum Tracking Speed : 6.00 m/s hjá coolermaster músinni en 4.19 m/s hjá G500
Þannig að eg er að pæla meir í Coolermaster :-k
En já verð að vera búinn að prófa þær báðar :)

Hvernig væri að hækka sensið aðeins :-k Þarftu kannski hálft borð til að spila tölvuleiki? :sleezyjoe



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: CoolerMaster mús vs Logitech G500 valkvíði

Pósturaf einarhr » Lau 30. Apr 2011 11:35

Mjög sáttur við mína Coolermaster mús, átti G9 á undan og Það eina sem mér líkaði betur við með G9 músina er að hún er aðeins þyngri.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


Höfundur
vidirz
has spoken...
Póstar: 154
Skráði sig: Þri 08. Feb 2011 12:35
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: CoolerMaster mús vs Logitech G500 valkvíði

Pósturaf vidirz » Lau 30. Apr 2011 15:26

Hvati skrifaði:Hvernig væri að hækka sensið aðeins :-k Þarftu kannski hálft borð til að spila tölvuleiki? :sleezyjoe


Er með mjög lítið sensitivity í skotleikjum, kannski er það ástæðan en nota alveg miðlungs músamottu stærð :)

einarhr skrifaði:Mjög sáttur við mína Coolermaster mús, átti G9 á undan og Það eina sem mér líkaði betur við með G9 músina er að hún er aðeins þyngri.


Já þetta er það sem ég er að pæla í líka, mig langar eiginlega frekar í mús í þyngri kantinum..
En hvernig er stærðin? minna en g9?


intel i7-7700HQ | 12GB | 1TB HDD | 256 GB SSD | Nvidia GeForce 1050Ti GTX 4GB

Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: CoolerMaster mús vs Logitech G500 valkvíði

Pósturaf einarhr » Lau 30. Apr 2011 18:06

vidirz skrifaði:
Hvati skrifaði:Hvernig væri að hækka sensið aðeins :-k Þarftu kannski hálft borð til að spila tölvuleiki? :sleezyjoe


Er með mjög lítið sensitivity í skotleikjum, kannski er það ástæðan en nota alveg miðlungs músamottu stærð :)

einarhr skrifaði:Mjög sáttur við mína Coolermaster mús, átti G9 á undan og Það eina sem mér líkaði betur við með G9 músina er að hún er aðeins þyngri.


Já þetta er það sem ég er að pæla í líka, mig langar eiginlega frekar í mús í þyngri kantinum..
En hvernig er stærðin? minna en g9?


nei svipuð á breidd og aðeins lengri,, þetta með þyngdina böggar mig samt ekkert en sensið í henni er svakalegt, með TwinLaser 5600 dpi.

Myndi gefa henni sjens ef væri þú


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |