Síða 1 af 1

Er eitthvað vit í þessu

Sent: Fim 15. Apr 2004 01:34
af storkur
Var að fá mér þessa vél

HP Compaq D530 CMT turntölva
Intel Pentium 4, 2.8GHz/512KB Hyper Thread tækni
800MHz FSB, Intel 865G móðurborð
512MB 400MHz DDRAM (mest 4GB) (4 raufar)
200GB (40+160) harður diskur (7200rpm)
DVD drif og DVD skrifari
FX5600-XT AGP skjákort (256 minni TV-OUT)
SoundMax Digital hljóðkort
100/1000 netkort
Microsoft Windows XP Pro
HP Evo S9500 19 tommu CRT skjár
1600x1200 70Hz hámarks upplausn
Punktastærð 0,22mm

Hvað finnst mönnum? :?:

Re: Er eitthvað vit í þessu

Sent: Fim 15. Apr 2004 07:54
af MJJ
storkur skrifaði:Var að fá mér þessa vél

HP Compaq D530 CMT turntölva
Intel Pentium 4, 2.8GHz/512KB Hyper Thread tækni
800MHz FSB, Intel 865G móðurborð
512MB 400MHz DDRAM (mest 4GB) (4 raufar)
200GB (40+160) harður diskur (7200rpm)
DVD drif og DVD skrifari
FX5600-XT AGP skjákort (256 minni TV-OUT)
SoundMax Digital hljóðkort
100/1000 netkort
Microsoft Windows XP Pro
HP Evo S9500 19 tommu CRT skjár
1600x1200 70Hz hámarks upplausn
Punktastærð 0,22mm

Hvað finnst mönnum? :?:


Þetta er ágætis maskína hefði mátt vera annað kubbasett en,,,

Sent: Fim 15. Apr 2004 10:52
af wICE_man
Þetta er fín tölva að öllu leiti (jafnvel kubbasettið) nema einu.

Mér þykir leitt að þurfa að segja þér þetta en GeForce 5600-XT sem þú borgaðir sennilega 15 þús kall fyrir er drasl.

Það er með svipuð eða örlítið betri afköst (sjaldan meir en 2-5%) og GF 5200 EKKI ULTRA kortin sem kosta 7-8 þús, þegar þú notar AA/AF stillingar í botni (4X AA, 8X AF) þá er það samt að skila svipuðu og GF 5200 Ultra kortin sem þú færð á ca. 12 þús.

Fyrir þennan sama pening gætirðu fengið Ati Radeon 9600Pro sem skilar gróft á litið 60-90% meiri afköstum og allt að 80-100% þegar mælt er á 4XAA/8XAF stillingum!!!

Afhverju getur fólk ekki spurt um svona áður en það kaupir sér? Ég held ég fari bara að gráta :?

Sent: Fim 15. Apr 2004 15:02
af gumol
wICE_man skrifaði:Afhverju getur fólk ekki spurt um svona áður en það kaupir sér? Ég held ég fari bara að gráta :?

Held að þetta sé samsett tölva frá HP. Veit ekki afhverju en mér finnst næstum allar samsettar tölvur sem ég sé auglýstar vera með þetta skjákort. Annars gæti hann sellt þetta skjákort og fengið sér annað ef tölvan er ekki að ráða við leikina sem hann spilar. (fær reyndar ekki nálægt því sem það er að seljast á út úr búð)

Mér finnst þetta flott tölva :P

Sent: Fim 15. Apr 2004 18:50
af wICE_man
Það er satt gumol, það er eins og vondir jakkafataklæddir menn í reykmettuðu herbergi hafi tekið sig saman um að kúga heimsbyggðina með því að setja þetta "no good piece of crap" í allar samsettar vélar :lol:

Eins og ég segi þetta er eini löstur vélarinnar og sá firsti sem ég myndi uppfæra.

Sent: Fim 15. Apr 2004 19:24
af Predator
Frændi minn var að fá sér alveg eins tölvu. Þetta var eitthvað tilboð frá Visa og það fylgdi 19" skjár, stafræn myndavél og USB minnislykill allt á 190þús.