Síða 1 af 1

1,8" Fartölvudiskur

Sent: Þri 26. Apr 2011 13:01
af hvilberg
Mig vantar 1.8" harðan disk í Latitude D430 fartölvu. Ég veit ekki hvort þetta er standard diskur eða eitthvað spes Dell dæmi, allavega kemur tengi útúr disknum eins og sést á meðfylgjandi ljósmynd í stað pinna á disknum sjálfum.

getur einhver bent mér á hvar ég get fengið svona disk.

Re: 1,8" Fartölvudiskur

Sent: Þri 26. Apr 2011 13:10
af dori
Er þetta ekki ZIF IDE tengi?

Btw. ef svo er þá er skottið þarna ekki virkilega tengið. Þá ættirðu að geta losað kapalinn úr disknum.

Re: 1,8" Fartölvudiskur

Sent: Mið 27. Apr 2011 09:30
af hvilberg
Ég bara veit ekkert hvað þetta tengi heitir en ég get ekki séð að það sé hægt að losa skottið frá disknum.

Re: 1,8" Fartölvudiskur

Sent: Mið 27. Apr 2011 11:58
af Benzmann
hvilberg skrifaði:Ég bara veit ekkert hvað þetta tengi heitir en ég get ekki séð að það sé hægt að losa skottið frá disknum.


það er hægt að losa allt frá á einhvern hátt, bara spurning um hvort að hlutirnir virki rétt eftir það... :lol:

Re: 1,8" Fartölvudiskur

Sent: Mið 27. Apr 2011 12:55
af start
Þetta er ZIF IDE diskur.
Það er smá "plast rönd" sem maður þarf að lyfta upp varlega til að diskurinn losni.

Svona 1.8" diska er hægt að sérpanta og jafnvel fá SSD disk með þessu tengi.

Re: 1,8" Fartölvudiskur

Sent: Mið 27. Apr 2011 20:13
af Kristinng
ég er í sama veseni, vantar svona disk fyrir macbook air tölvuna mína, veit enhver hvar maður kaupir þetta?

Re: 1,8" Fartölvudiskur

Sent: Mið 27. Apr 2011 20:37
af lukkuláki

Re: 1,8" Fartölvudiskur

Sent: Mið 27. Apr 2011 20:44
af Kristinng
Enhver ástæða fyrir þvi að ég taki þennan í staðinn fyrir þennan? http://www.computer.is/vorur/4726/

Re: 1,8" Fartölvudiskur

Sent: Mið 27. Apr 2011 20:54
af lukkuláki
Kristinng skrifaði:Enhver ástæða fyrir þvi að ég taki þennan í staðinn fyrir þennan? http://www.computer.is/vorur/4726/


Auðvitað ekki þetta er sami diskur og sama búð þú ættir nú að geta séð það sjálfur.

En já það er ekkert mál að taka flata kapalinn úr bara lyfta spennunni og draga hann úr passið ykkur að brjóta ekki neitt.

Re: 1,8" Fartölvudiskur

Sent: Mið 27. Apr 2011 21:01
af Kristinng
Ég skelli mér á þennan disk á morgun takk! :D

Re: 1,8" Fartölvudiskur

Sent: Mið 27. Apr 2011 21:07
af lukkuláki

Re: 1,8" Fartölvudiskur

Sent: Fim 28. Apr 2011 10:34
af hvilberg
Sælir allir

kærar þakkir fyrir kennsluna.