Síða 1 af 1

uppfæra drusluna

Sent: Sun 24. Apr 2011 15:27
af Sverrirlyds
hvað get ég gert til að uppfæra þessa vél eitthvað smá fyrir lítinn pening .þar til ég fæ mér nýja í Ágúst .veit ekki hvort það sé hægt að gera eitthvað.
þetta er gömul dell dimension 5000.
Mynd

Re: uppfæra drusluna

Sent: Sun 24. Apr 2011 15:30
af gardar
Fáðu þér SSD disk undir stýrikerfið. Það er sú uppfærsla sem þú munt sjá hvað mestan mun við.

Re: uppfæra drusluna

Sent: Sun 24. Apr 2011 15:32
af Predator
Ég myndi segja ekki neitt þar sem þessi örgjörvi mun halda aftur af öllu hvort eð er og ég efast um að móðurborðið styðji annan örgjörva sem myndi svara kostnaði að kaupa. Jú gætir svo sem keypt SSD disk því hann ætti að nýtast þér í næstu tölvu líka.

Re: uppfæra drusluna

Sent: Sun 24. Apr 2011 16:15
af Sverrirlyds
já svo er aflgjafinn 300w svo þetta er eflaust vonlaust ](*,)

Re: uppfæra drusluna

Sent: Sun 24. Apr 2011 16:18
af gardar
300W aflgjafi dugar nú ansi langt.. Svo lengi sem þú ert ekki farinn að troða risastjórum skjákortum í vélina...

Re: uppfæra drusluna

Sent: Fim 28. Apr 2011 19:05
af bulldog
Úps ..... ég hélt að þú værir að tala um að uppfæra kærustuna en sá svo að þetta var tölvan biðst forláts :lol: