Síða 1 af 1

Örgjörvinn of hægur?

Sent: Lau 10. Apr 2004 17:41
af enypha
Ég er með Thinkpad T21 800MHz P3. Ég er tiltölulega nýbúinn að strauja og þurfti að kaupa nýjan minniskubb, því gamli virkaði ekki (fékk vitlausan kubb þegar ég keypti tölvuna notaða). En allavega, nú sýnir CPU-Z forritið að örgjörvinn sé 650MHz (eða 647,2 reyndar) en í Post við uppstart stendur 800MHz. Þetta er að ég held hraðinn sem hann á að keyra á þegar tölvan keyrir á betteríinu, en ég er með hana í sambandi núna. Windows XP segir að hann sé 796MHz, en áður stóð 800MHz slétt. Ósköp undarlegt að mér þykir. Einhver lent í svipuðu? Update, patch eða eitthvað því líkt sem gæti verið málið?

Kv,
enypha.

Sent: Lau 10. Apr 2004 18:22
af Nemesis
Mín tölva á einmitt að vera P3 800Mhz, en Windows XP segir að hún sé 801Mhz. Maður ætti náttúrulega að fara og skila örgjörvanum og fá 800Mhz, en ég er svo vondur að ég ákvað að segja ekki að ég fékk of öflugan örgjörva, og núna get ég verið í alls konar leikjum o.fl. sem ég gæti ekki á 800Mhz. Toppið þetta! :twisted:

Sent: Lau 10. Apr 2004 21:56
af dadik
Þessi vél er með speed-step gjörva, sem klukkar sig niður þegar þú tekur vélina úr sambandi. Hún keyrir líklega á 800 mhz þegar þú ert með hana í sambandi og dettur svo niður þegar hún keyrir á batteríunum.

Þú getur reyndar stillt þetta með Power Options (Control Panel) þa. hún sé alltaf á 800 mhz, en það kemur niður á endingu batteríanna.

- dk

Sent: Lau 17. Apr 2004 18:39
af Snorrmund
Nemesis skrifaði:Mín tölva á einmitt að vera P3 800Mhz, en Windows XP segir að hún sé 801Mhz. Maður ætti náttúrulega að fara og skila örgjörvanum og fá 800Mhz, en ég er svo vondur að ég ákvað að segja ekki að ég fékk of öflugan örgjörva, og núna get ég verið í alls konar leikjum o.fl. sem ég gæti ekki á 800Mhz. Toppið þetta! :twisted:


HAHA

Sent: Lau 17. Apr 2004 21:52
af Deus
ég er með amd duron sem keyrir á 1202 í stað 1200 í 80° :twisted:

Sent: Sun 02. Maí 2004 12:18
af Axel
:oops: