Síða 1 af 1

Færa stýrikerfið yfir á annað drif í tölvunni

Sent: Þri 05. Apr 2011 21:59
af Danni V8
Gott kvöld gott fólk.

Ég var að setja nýtt drif í fartölvuna hans pabba, 256gb samsung SSD. Þurfti að panta nýtt bracket og tengi til að geta sett annað drif í, bara vesen!

Allavega, það er ekki málið. Drifið er nú komið í tölvuna og allt virkar vel, en mig langar til þess að færa stýrikerfis uppsetninguna yfir á SS drifið og láta tölvuna boota af því drifi svo að allt verði nú miklu hraðskreiðara í tölvunni fyrir vikið.

Því kem ég hingað til ykkar, í þeirri von um að fá góða aðstoð.

Tölvan sem um ræðir er Dell Studio 1737, með 1x 500gb HDD og 1x 256gb SSD.

Svona er staðan á diskunum núna:
Mynd
(Þakka Kjarna.cc fyrir fríu myndahýsinguna!)

  1. Get ég fært öll stýriskerfisgögn yfir á SS drifið og stilt BIOS til að boota fyrst af því drifi, og allt virkar?
  2. Ef ekki, hvernig yrði best að fara að þessu? Þarf ég að taka backup af öllu yfir á flakkara, tæma nóg af 500gb disknum til að það fyllir ekki meira en kemst á 256gb drifið og síðan einhvernveginn clone-a 500gb diskinn yfir á hinn?
  3. Hvernig er best að clone-a á milli diska og hvernig fer það með partition?


Kveðja með von um góð svör,
Danni.

Re: Færa stýrikerfið yfir á annað drif í tölvunni

Sent: Þri 05. Apr 2011 22:07
af dori
Ef þú sníður fituna af boot drifinu sem þú ert með núna (þannig að það fari undir 200GB) þá gætirðu afritað það beint yfir á SSD drifið. Það var umræða um forrit fyrir slíkt fyrir nokkrum dögum, minnir að eitthvað sem var bent á heiti clonezilla.

Re: Færa stýrikerfið yfir á annað drif í tölvunni

Sent: Þri 05. Apr 2011 22:09
af gardar
dori skrifaði:Ef þú sníður fituna af boot drifinu sem þú ert með núna (þannig að það fari undir 200GB) þá gætirðu afritað það beint yfir á SSD drifið. Það var umræða um forrit fyrir slíkt fyrir nokkrum dögum, minnir að eitthvað sem var bent á heiti clonezilla.



:happy

Re: Færa stýrikerfið yfir á annað drif í tölvunni

Sent: Þri 05. Apr 2011 22:41
af Klemmi
Eftir því sem ég bezt veit býður Clonezilla ekki upp á að clone-a yfir á minna partition þrátt fyrir að used-space passi.
Að öðru leiti er það forrit algjör unaður.

Myndi prófa Acronis ef Clonezilla virkar ekki [-o<

Re: Færa stýrikerfið yfir á annað drif í tölvunni

Sent: Þri 05. Apr 2011 22:42
af Danni V8
dori skrifaði:Ef þú sníður fituna af boot drifinu sem þú ert með núna (þannig að það fari undir 200GB) þá gætirðu afritað það beint yfir á SSD drifið. Það var umræða um forrit fyrir slíkt fyrir nokkrum dögum, minnir að eitthvað sem var bent á heiti clonezilla.


Ef ég geri þetta svona, ss. clone-a boot drifið á SSD, þarf ég þá að delete-a því af gamla boot drifinu eftir það?

Annað, þegar ég boota síðan með SSD sem first option, kemur það sem C drifið eða F drifið áfram? Upp á registry og þannig lagað..

Re: Færa stýrikerfið yfir á annað drif í tölvunni

Sent: Þri 05. Apr 2011 22:42
af krukkur_dog

Re: Færa stýrikerfið yfir á annað drif í tölvunni

Sent: Þri 05. Apr 2011 22:45
af Danni V8
Klemmi skrifaði:Eftir því sem ég bezt veit býður Clonezilla ekki upp á að clone-a yfir á minna partition þrátt fyrir að used-space passi.
Að öðru leiti er það forrit algjör unaður.

Myndi prófa Acronis ef Clonezilla virkar ekki [-o<


Væri ekki hægt að komast framhjá þessu með að fara minnka plássið sem diskurinn þarf í undir 200gb og fara síðan í disk management, hægri klikka á 450gb partitionið og velja Shrink Volume og minnka í ca 210gb?

Re: Færa stýrikerfið yfir á annað drif í tölvunni

Sent: Þri 05. Apr 2011 22:52
af Klemmi
Danni V8 skrifaði:
Klemmi skrifaði:Eftir því sem ég bezt veit býður Clonezilla ekki upp á að clone-a yfir á minna partition þrátt fyrir að used-space passi.
Að öðru leiti er það forrit algjör unaður.

Myndi prófa Acronis ef Clonezilla virkar ekki [-o<


Væri ekki hægt að komast framhjá þessu með að fara minnka plássið sem diskurinn þarf í undir 200gb og fara síðan í disk management, hægri klikka á 450gb partitionið og velja Shrink Volume og minnka í ca 210gb?


Það má reyna það, en persónulega er ég skíthræddur við að fikta með stýrikerfispartitionið eftir að ég prófaði að shrink-a það hjá mér í disk management, það failaði af einhverjum ástæðum og neitaði að vera bootable eftir það :wtf
Hefði mögulega mátt redda því á einhvern hátt en ég var ekki með neitt mikilvægt svo ég straujaði bara og setti upp á nýtt :droolboy

Re: Færa stýrikerfið yfir á annað drif í tölvunni

Sent: Lau 23. Apr 2011 22:04
af addi12
En gæti verið að það virki að delete-a óþarfa hlutum af 450 gb disknum og búa svo til system image og save-a t.d. á flakkara,
loada svo tölvunni upp með win7 disknum og setja image-ið upp á nýja diskinn?

kannski er þetta of mikið vesen en þetta er allavega hugmynd

Re: Færa stýrikerfið yfir á annað drif í tölvunni

Sent: Lau 23. Apr 2011 22:51
af Tiger
Einhver ástæða fyrir því að þú setjir ekki bara upp clean install á SSD diskinn?

Ég prívat og persónulega myndi aldrei fara þessa leið að clona stýrikerfi af HDD yfir á SSD. Ég myndi alltaf setja clean install á SSD diskinn. Þá setur W7 þetta allt rétt um og ekkert vesen (réttar partion-in, alignment, clustera og hvað sem þetta allt heitir). Þú átt öll gögn hvort eð er á 450GB disknum.

Re: Færa stýrikerfið yfir á annað drif í tölvunni

Sent: Þri 31. Maí 2011 19:50
af Danni V8
Snuddi skrifaði:Einhver ástæða fyrir því að þú setjir ekki bara upp clean install á SSD diskinn?

Ég prívat og persónulega myndi aldrei fara þessa leið að clona stýrikerfi af HDD yfir á SSD. Ég myndi alltaf setja clean install á SSD diskinn. Þá setur W7 þetta allt rétt um og ekkert vesen (réttar partion-in, alignment, clustera og hvað sem þetta allt heitir). Þú átt öll gögn hvort eð er á 450GB disknum.


Veit að ég er að bömpa gamlan þráð en ég er loksins að fara að vinna í þessu núna.

En ég hafði hugsað mér að clone-a bara stýriskerfisdiskinn yfir og boota síðan af stýriskerfisdisknum og fara í repari og þá ætti stýrikerfið að fara rétt upp fyrir SSD.

En ástæðan fyrir því að ég get ekki gert clean install er vegna þess að ég á bara OEM disk af stýrikerfinu og svo best sem ég veit þá er ekki hægt að gera clean install af þannig, og ef það er hægt þá get ekki activate-að stýrikerfið aftur.

Er það kannski bara bölvuð vitleysa í mér?

Ef það er hægt að gera clean install af OEM diski og activate-a það, verður ekkert vesen með að kveikja á tölvunni, mun hún ekki alltaf gefa mér valmöguleika á tveim stýrikerfum? Því sem er á 500gb disknum og því sem eru á ssd disknum? Þó að ég delete-a Windows af 500gb disknum eftir að ég set það upp á hinum...

Re: Færa stýrikerfið yfir á annað drif í tölvunni

Sent: Þri 31. Maí 2011 19:56
af aevar86
Ég var einmitt að skoða þetta um daginn og fann þá þessa aðferð:
http://www.howtogeek.com/howto/19141/cl ... u-live-cd/

Hef ekki testað þetta sjálfur ennþá, en hef heyrt að þetta dugi vel.
Getur þá víst gert:
dd if=/dev/sda count=210000000 of=/dev/sdb
til að kópía ~210Gb af drifi a yfir á drif b.. þarft væntanlega nákvæmari tölu en þetta samt.