Áður en þú gerir nokkuð skaltu fyrst prófa tvtool forritið -
http://www.tvtool.info/index_e.htm
Þótt ATI séu betri en Nvidia að svo til öllu leyti er Nvidia enn með betra TV-out. Bestu kortin eru í Ti seríunni sem eru með Philips 7104/7108A eða Conexant TV-encoder en FX kortin og MX400 eru með ok TV-out. Þú skalt semsagt prófa þetta tvtool forrit því það bætir gæðin umtalsvert en ef MX kortið batnar ekki allsvakalega við það myndi ég skoða annaðhvort Matrox kort eða þá réttar týpur af Ti kortunum. Sjá nánari upplýsingar á tvtool síðunni.
Matrox eru semsagt með langbest TV-out. Gæti verið óvitlaust að athuga hvort einhver kunningi þinni eigi gamalt G400 eða G450 sem hann væri til í að selja fyrir slikk. Gætir líka tékkað að þessu á partalistanum.
Ég myndi ekki kaupa ATI kort nema þau hafi breyst umtalsvert síðan ég var að skoða þau sl. haust - ég fékk mér einmitt MSI Ti 4200 kort með Philips 7104.