Síða 1 af 1

Intel E8500 vs. Q9400

Sent: Fös 25. Feb 2011 09:59
af thomzen
Sælir,
Ég er að pæla í tveimur örgjörvum,

Q9400 | 2.66 GHz | 1333 MHz | 6 MB | 95 W
E8500 | 3.16 GHz | 1333 MHz | 6 MB | 65 W

Þetta er eiginlega bara leikjavél.. hvor væri betra valið?

kv.

Re: Intel E8500 vs. Q9400

Sent: Fös 25. Feb 2011 10:06
af Sæþór

Re: Intel E8500 vs. Q9400

Sent: Fös 25. Feb 2011 10:10
af thomzen
Sæþór skrifaði:http://www.anandtech.com/bench/Product/76?vs=55

Takk, snilldar síða :D
E8500 virðist nú vera betri :D

Re: Intel E8500 vs. Q9400

Sent: Fös 25. Feb 2011 10:22
af emmi
Skoðaðu niðurstöðuna betur, sumsstaðar er "Lower is better".

Re: Intel E8500 vs. Q9400

Sent: Fös 25. Feb 2011 10:25
af sakaxxx
taktu frekar e8400 og notaðu afganginn í að kaupa þér góða viftu og overclockaðu hann svo í 4ghz

Re: Intel E8500 vs. Q9400

Sent: Fös 25. Feb 2011 10:36
af thomzen
emmi skrifaði:Skoðaðu niðurstöðuna betur, sumsstaðar er "Lower is better".

Já, ups,, tók ekki eftir því.

sakaxxx skrifaði:taktu frekar e8400 og notaðu afganginn í að kaupa þér góða viftu og overclockaðu hann svo í 4ghz

Já, spurning sko, ég er með svona viftusystem,
http://www.overclockersonline.net/image ... /intro.jpg
og CoolerMaster Haf 922 kassa.

Re: Intel E8500 vs. Q9400

Sent: Fös 25. Feb 2011 10:50
af andribolla
Ég hélt samt að Quad væri betra en Dual Core :knockedout

Re: Intel E8500 vs. Q9400

Sent: Fös 25. Feb 2011 10:52
af audiophile
Athugaðu að q9400 er bara að keyra á 2.66ghz á móti 3.16ghz sem e8500 keyri á. Ef að q9400 yrði yfirklukkaður í 3.16ghz myndu þeir vera nær. En að sama skapi er áreiðanlega hægt að yfirklukka E8500 og þá ertu kominn á byrjunarreit.

Bara pæling.

Og Quad er einungis betri ef forritin styðja eða geta nýtt fleiri en 2 kjarna.

Re: Intel E8500 vs. Q9400

Sent: Fös 25. Feb 2011 11:41
af k0fuz
audiophile skrifaði:Athugaðu að q9400 er bara að keyra á 2.66ghz á móti 3.16ghz sem e8500 keyri á. Ef að q9400 yrði yfirklukkaður í 3.16ghz myndu þeir vera nær. En að sama skapi er áreiðanlega hægt að yfirklukka E8500 og þá ertu kominn á byrjunarreit.

Bara pæling.

Og Quad er einungis betri ef forritin styðja eða geta nýtt fleiri en 2 kjarna.


Flestir nýir leikir eru að styðja quad og er margfalt betra að vera með quad heldur en duo í þeim tilfellum.

Re: Intel E8500 vs. Q9400

Sent: Fös 25. Feb 2011 12:06
af thomzen
Ég allavega lítið í því að yfirklukka,, ég myndi fá mér örgjörva, og hann væri bara eins og úr kassanum...

prufaði að yfirklukka í Bios um 400mhz, en tölvan hagaði sér frekar illa, restartaði eftir ræsinguna þannig að ég setti hann bara til baka..
þetta er móðurborðið... http://www.asus.com/product.aspx?P_ID=7x8IbK8Vs2QULDCh
og með E5200 örgjörva..

þannig að maður er pínu týndur í þessu,

Duo: 2x örgj. 3.16ghz
eða quad á 2.66ghz..
](*,)

Re: Intel E8500 vs. Q9400

Sent: Fös 25. Feb 2011 13:08
af beatmaster
Miðað við þínar þarfir og án yfirklukkunar þá segi ég E8500 hands down

Re: Intel E8500 vs. Q9400

Sent: Lau 26. Feb 2011 14:12
af Hörde
Q9400 án nokkurs vafa. Eina réttlætanlega ástæðan fyrir því að kaupa E8500 í dag er að þú fáir hann á 15þús kall eða undir (sem er samt í hærri kantinum) á meðan ég efast um að þú finnir hann á undir 30þús kalli í íslenskum búðum. Það er rugl að kaupa E8500 (eða Core 2 Duo almennt) á fullu verði í dag.

Þessi 500mhz munur á E8500 og Q9400 er dropi í hafið sem þú átt aldrei eftir að finna fyrir í dual-threaded leikjum. Í leikjum sem styðja fleiri kjarna muntu finna margfalt meiri mun og þeim leikjum fer hratt fjölgandi. Það eru þegar allnokkrir komnir sem eru svo gott sem óspilanlegir á undir 4 kjörnum og enn aðrir sem geta notað allt að 6-8 kjarna.

Re: Intel E8500 vs. Q9400

Sent: Lau 26. Feb 2011 14:33
af gardar
audiophile skrifaði:Athugaðu að q9400 er bara að keyra á 2.66ghz á móti 3.16ghz sem e8500 keyri á. Ef að q9400 yrði yfirklukkaður í 3.16ghz myndu þeir vera nær. En að sama skapi er áreiðanlega hægt að yfirklukka E8500 og þá ertu kominn á byrjunarreit.

Bara pæling.

Og Quad er einungis betri ef forritin styðja eða geta nýtt fleiri en 2 kjarna.


[-X
Fleiri kjarnar er betra, ef þú ert í multitasking... Forrit þurfa ekkert að styðja fleiri en 2 kjarna, heldur raðast þau niður á kjarnana eftir álagi.

Re: Intel E8500 vs. Q9400

Sent: Lau 26. Feb 2011 16:00
af thomzen
Þannig að ef ég er sveittur í Photoshop, þá taka Quad,
Leikjavél ætti ég ss. að vera góður á Duo.

Þeir kosta allavega svipað á buy.is um 30.þús, væri alveg til í að finna einn á 15.þús kr ;)
Hörde skrifaði:Q9400 án nokkurs vafa. Eina réttlætanlega ástæðan fyrir því að kaupa E8500 í dag er að þú fáir hann á 15þús kall eða undir (sem er samt í hærri kantinum) á meðan ég efast um að þú finnir hann á undir 30þús kalli í íslenskum búðum. Það er rugl að kaupa E8500 (eða Core 2 Duo almennt) á fullu verði í dag.

Þessi 500mhz munur á E8500 og Q9400 er dropi í hafið sem þú átt aldrei eftir að finna fyrir í dual-threaded leikjum. Í leikjum sem styðja fleiri kjarna muntu finna margfalt meiri mun og þeim leikjum fer hratt fjölgandi. Það eru þegar allnokkrir komnir sem eru svo gott sem óspilanlegir á undir 4 kjörnum og enn aðrir sem geta notað allt að 6-8 kjarna.

Re: Intel E8500 vs. Q9400

Sent: Lau 26. Feb 2011 17:13
af Hörde
^ Hemm, nei. Pointið var að þú ættir alfarið að hætta að hugsa um Core 2 Duo nema þú fáir hann á undir 15 þúsundum. Og meira að segja þá er það hálfgerð sóun á peningum.

Að eyða 30þús í Core 2 Duo örgjörva eru alverstu kaup sem þú getur gert á tölvubúnaði í dag. Eina ástæðan fyrir því að Quad eru ennþá sæmileg kaup er því hann passar í gömlu móðurborðin og þú sleppur við fylgikostnaðinn að fara í i5/i7.

Re: Intel E8500 vs. Q9400

Sent: Sun 27. Feb 2011 14:27
af thomzen
Takk allir fyrir hjálpina,

endaði með að panta Q9550. :)

Re: Intel E8500 vs. Q9400

Sent: Sun 27. Feb 2011 14:54
af HelgzeN
Tómas Thomsen ?

Re: Intel E8500 vs. Q9400

Sent: Sun 27. Feb 2011 14:59
af thomzen
HelgzeN skrifaði:Tómas Thomsen ?

? Já, ég er Tómas..