Síða 1 af 1

Val á örgjörva, X2 555 eða X4 955, hjálp vel þegin

Sent: Fim 24. Feb 2011 14:36
af Addi_rokk
Sælir kæru Vaktarar!

Ég er að "smíða" mér tölvu, og ætla að fara að versla Örgjörvann í hana.
Ég hafði hugsað mér að kaupa AMD Phenom II X4 955BE, en ég hef lesið að það sé hægt að "unlocka" tveim auka kjörnum í X2 555 örranum
og þannig breytt honum í X4 B55 og sparað mér smá pening en fengið jafn öflugan örgjörva.
Móðurborðið sem ég er með heitir MSI 870A-G54 og það styður þetta með einfaldri aðgerð í BIOS, fylgir lítill miði með því
sem segir manni hvernig maður gerir þetta. Hljómar eiginlega of einfallt til að vera satt :D .

Svo spurningin til ykkar er:
Á ég að taka séns á því að mér takist að "unlocka" 555 örrann og þannig spara mér ca.5þús (+ alltaf gaman að fikta :D )
eða fara bara "the safe way" og taka 955-inn???

Og líka, hefur einhver hér á vaktinni prufað þetta, og þá hvernig gekk?

Takk fyrir

Re: Val á örgjörva, X2 555 eða X4 955, hjálp vel þegin

Sent: Lau 26. Feb 2011 14:42
af Hörde
Ég myndi persónulega ekki taka sénsinn. Þó það sé gaman þegar það heppnast þá siturðu uppi með mun slakari örgjörva þegar það heppnast ekki. Það væri annað ef þetta væri munurinn á 15 og 30 þúsund kalli, en þarna ertu basically að veðja 15 þúsund til að græða 5.

Mafíurekin spilavíti bjóða betri vinningslíkur en þetta.

Re: Val á örgjörva, X2 555 eða X4 955, hjálp vel þegin

Sent: Lau 26. Feb 2011 15:37
af HelgzeN
talaðu við beatmaster mér sýnist hann vera búin að gera þetta. ;)

Re: Val á örgjörva, X2 555 eða X4 955, hjálp vel þegin

Sent: Lau 26. Feb 2011 15:46
af MatroX
þar sem ég veit nokkurnvegin hvað þú ert að fara nota tölvuna í þá myndi ég mæla með að þú færir allavega í 1050t http://buy.is/product.php?id_product=1549

það er oftast best að eyða aðeins meira í örrann.

Re: Val á örgjörva, X2 555 eða X4 955, hjálp vel þegin

Sent: Lau 26. Feb 2011 16:04
af beatmaster
Ef að þú kemst í Black Edition 955 fyrir aðeins 5000 kr. meira taktu hann þá

Ef að þú átt 27.000 kr til að eyða í örgjörvann taktu þá 1055T sem að MatroX linkar á

Ég þarf einmitt að breyta hjá mér undirskriftinni því að báðir kjarnarnir sem að er slökkt á í 550 örgjörvanum mínum virðast vera ónothæfir til lengri tíma, enda fór þetta sílikon í Dual Core frekar en Quad hjá AMD

Þegar að verðmunurinn er orðinn svona lítill þá myndi ég sleppa unlock ævintýrinu þetta er of riskí, mínir aukakjarnar aflæsast alveg en krassa á 1 sekúndu í Prime95 og Windows-ið hjá mér verður allt "skrýtið" breytist ekkert við að auka Voltin og ég myndi ekki mæla með að taka sénsinn (kanski bara pirringur í mér því að ég eyddi öllum gærdeginum í gær í að reyna að fá þetta til að virka án fullnægjandi árangurs :-({|= )

Re: Val á örgjörva, X2 555 eða X4 955, hjálp vel þegin

Sent: Lau 26. Feb 2011 18:27
af Zpand3x
beatmaster skrifaði:Ef að þú kemst í Black Edition 955 fyrir aðeins 5000 kr. meira taktu hann þá

Ef að þú átt 27.000 kr til að eyða í örgjörvann taktu þá 1055T sem að MatroX linkar á

Ég þarf einmitt að breyta hjá mér undirskriftinni því að báðir kjarnarnir sem að er slökkt á í 550 örgjörvanum mínum virðast vera ónothæfir til lengri tíma, enda fór þetta sílikon í Dual Core frekar en Quad hjá AMD

Þegar að verðmunurinn er orðinn svona lítill þá myndi ég sleppa unlock ævintýrinu þetta er of riskí, mínir aukakjarnar aflæsast alveg en krassa á 1 sekúndu í Prime95 og Windows-ið hjá mér verður allt "skrýtið" breytist ekkert við að auka Voltin og ég myndi ekki mæla með að taka sénsinn (kanski bara pirringur í mér því að ég eyddi öllum gærdeginum í gær í að reyna að fá þetta til að virka án fullnægjandi árangurs :-({|= )


Ég er líka búinn að slökkva á fjórða mínum .. er með hann í 3 kjörnum , það á víst ekki að muna neinu á 3 core og 4 core í leikjum,
sjá hérna
(þetta er Intel Core 2 Quad Q6600 og kjarnarnir eru disable-aðir í windows, borið saman 1 core vs 2 cores vs 3 cores vs 4 cores).

En annars er stutt í Bulldozer. Ég ætla klárlega að upgrade-a í sumar :P

Re: Val á örgjörva, X2 555 eða X4 955, hjálp vel þegin

Sent: Lau 26. Feb 2011 18:33
af Addi_rokk
Takk fyrir góðar ráðleggingar!

X2 555 sleginn út af borðinu.

Re: Val á örgjörva, X2 555 eða X4 955, hjálp vel þegin

Sent: Sun 27. Feb 2011 13:30
af original
ég er með unlockaðann 560 ;) 3,8Ghz x4, algjör snilld

Re: Val á örgjörva, X2 555 eða X4 955, hjálp vel þegin

Sent: Sun 27. Feb 2011 15:03
af MatroX
Zpand3x skrifaði:
beatmaster skrifaði:Ef að þú kemst í Black Edition 955 fyrir aðeins 5000 kr. meira taktu hann þá

Ef að þú átt 27.000 kr til að eyða í örgjörvann taktu þá 1055T sem að MatroX linkar á

Ég þarf einmitt að breyta hjá mér undirskriftinni því að báðir kjarnarnir sem að er slökkt á í 550 örgjörvanum mínum virðast vera ónothæfir til lengri tíma, enda fór þetta sílikon í Dual Core frekar en Quad hjá AMD

Þegar að verðmunurinn er orðinn svona lítill þá myndi ég sleppa unlock ævintýrinu þetta er of riskí, mínir aukakjarnar aflæsast alveg en krassa á 1 sekúndu í Prime95 og Windows-ið hjá mér verður allt "skrýtið" breytist ekkert við að auka Voltin og ég myndi ekki mæla með að taka sénsinn (kanski bara pirringur í mér því að ég eyddi öllum gærdeginum í gær í að reyna að fá þetta til að virka án fullnægjandi árangurs :-({|= )


Ég er líka búinn að slökkva á fjórða mínum .. er með hann í 3 kjörnum , það á víst ekki að muna neinu á 3 core og 4 core í leikjum,
sjá hérna
(þetta er Intel Core 2 Quad Q6600 og kjarnarnir eru disable-aðir í windows, borið saman 1 core vs 2 cores vs 3 cores vs 4 cores).

En annars er stutt í Bulldozer. Ég ætla klárlega að upgrade-a í sumar :P



verst að hann er ekki að fara spila mikið leiki á þessari vél. hann þarf á sem flestum kjörnum á að halda. þannig að 1050T , 1090T og 1100T væri besti kosturinn fyrir þig Addi