Síða 1 af 1
Músin frýs
Sent: Fim 17. Feb 2011 22:14
af battinn
Ég er með það vandamál að músin frýs randomly. Það virðist aukast ef ég er að gera eitthvað sem reynir á vélina(eins og t.d. tölvuleikir). Hafið þið vaktarar einhverja hugmynd um hvað er að og e.t.v. hvernig er hægt að laga það?
Re: Músin frýs
Sent: Fim 17. Feb 2011 22:18
af J1nX
hvernig mús ertu með ?
Re: Músin frýs
Sent: Fim 17. Feb 2011 22:24
af battinn
Fatal1ty mús(seinni gerðina). Gerðist bæði með og án drivers. er á windows 7 og þetta er fyrsta skiptið sem þetta gerist(byrjaði stuttu eftir að ég rebootaði tölvunni)
Re: Músin frýs
Sent: Fim 17. Feb 2011 22:43
af biturk
snúru eða þráðlaust?
Re: Músin frýs
Sent: Fim 17. Feb 2011 23:06
af battinn
snúra
Re: Músin frýs
Sent: Fim 17. Feb 2011 23:54
af Black
sambandsleysi.. mjög líklega efst þar sem snúran fer í músina
Re: Músin frýs
Sent: Fös 18. Feb 2011 05:53
af Bioeight
Hefur verið að koma fyrir einhverja aðra bara á síðustu 2 dögum, líklega eitthvað software update gone wrong, myndi bíða með að misþyrma músinni þinni og surfa netið að lausnum.
Update: Ertu með AMD/ATI kort? Update 11.2 kom nýlega og það hefur verið talað um það síðasta sólarhring að mouse cursor sé að lagga vegna þess, eitthvað útaf cursor shadows, líklegasta útskýringin.