Síða 1 af 1

Stærð harðra diska

Sent: Mán 29. Mar 2004 19:40
af sizzler
Sælir Vaktarar

Er með hálfgerða ábendingu!
Hef verið að velta fyrir mér hörðu diskunum og þá sérstaklega af hverju framleiðendur auglýsa t.d. diska 160GB en fólk fái svo ekki nema 149GB út úr þeim. Ein af ástæðunum fyrir þessu hef ég heyrt sé sú að Windows formatti ekki diskinn nema upp að 130GB!
Til þess að ná sem mestu út úr diskunum er oft bent á data lifeguard hjá Western digital og fleiri álíka tól.
Mig langaði að vita hvort þið hafið heyrt af þessu og ef svo er, hvaða sambærileg tólk séu þá til boða fyrir Toshiba, Samsung og Seagate?
:?:

Sent: Mán 29. Mar 2004 20:22
af gumol
Þetta er ekki galli, léleg format tækni eða mistök. Þetta eru 2 mismunandi staðlar.

Skoðaðu gamla þræði til að fræðast meira um þetta :)

Sent: Mán 29. Mar 2004 23:07
af skipio
Ástæðan fyrir þessu er sú að á tölvumáli er eitt kílóbæti 1024 bæti (2^10), 1 megabæti er 1024*1024 bæti eða 1.048.576 bæti og 1 gígabæti er því 1024*1024*1024 bæti eða 1.073.741.824 bæti.
Ef þú velur t.d. skrá í Windows sem er akkúrat eitt gígabæti og biður um stærðina á henni væri þetta talan sem Windows gæfi upp.

Svona hugsa framleiðendur harða diska hinsvegar ekki. Þeir líta svo á að kíló þýði þúsund, mega þýði milljón og gíga þýði milljarður. Þeir fara semsagt eftir SI kerfinu - sbr. að einn kílómetri er 1000 metrar en ekki 1024 metrar.
Eitt gígabæti er semsagt í þeirra augum 1.000.000.000 bæti sem tæplega 7% minna en gígabæti skv. tölvumáli. Eins og þú sérð eru 149GB líka rétt tæplega 7% minni en 160GB.

Sumir segja að framleiðendur harðra diska séu að blekkja okkur með því að auglýsa harða diska stærri en þeir í raun eru en hinsvegar væri réttara að segja að það sé fáránlegt að notast ennþá við þessa sérstöku tölvu-skilgreiningu á kíló, mega og gíga enn þann dag í dag og þá sérstaklega afþví þessi hugtök eru annars skilgreind á allt annan hátt, þ.e. SI skilgreiningin.

Þetta með Windows geti ekki forsniðið diska stærri en 127GB á ekki við ef þú ert með nýjustu service pakkana og kemur ofangreindu nákvæmlega ekkert við.

Sent: Þri 30. Mar 2004 15:57
af gnarr
réttara sagt 7,3741824% minna ;)

Sent: Mið 31. Mar 2004 18:24
af FrankC
það er jafn öruggt og að dauðinn muni á endanum taka okkur öll að á tveggja vikna fresti mun e-r hérna spyrja e-ð í þessa áttina: af hverju er XXX gb diskurinn minn bara ZZZ gb?

Sent: Mið 31. Mar 2004 21:24
af Pandemic
Það væri ultra kúl ef einhver hér snjall á Excel gæti gert hdd size reikni formulu sem maður inportar bara t.d 160GB tölu í dálk og þá sér maður akkurat stærð fyrir neðan :)

Sent: Mið 31. Mar 2004 22:34
af FrankC
ég smíðaði forrit þar sem maður lætur inn 2-3 þriggja stafa tölu, stærð í gb og fær út raunstærð, hef bara enga hýsingu fyrir það og ég get ekki sett .exe inn sem viðhengi æjæjæj, kannski vaktarmenn vilji hýsa það? Hver sem vill getur sent mér email á frank@mr.is fyrir eintak... þetta eru 400kb

Sent: Mið 31. Mar 2004 22:39
af axyne
Pandemic skrifaði:Það væri ultra kúl ef einhver hér snjall á Excel gæti gert hdd size reikni formulu sem maður inportar bara t.d 160GB tölu í dálk og þá sér maður akkurat stærð fyrir neðan :)


TATA!

Sent: Mið 31. Mar 2004 22:41
af FrankC

Sent: Mið 31. Mar 2004 22:44
af FrankC
djö, axyne vinnur, 13kb vs. 400+ kb

Sent: Mið 31. Mar 2004 22:56
af axyne
FrankC skrifaði:djö, axyne vinnur, 13kb vs. 400+ kb



lol, þitt samt mikið flottara. hefði mikið frekar vilja kunna að gera svona eins og þú en lame-ass excel skjal.

Sent: Sun 04. Apr 2004 00:41
af Sveinn
Virkar bara að updeita bios

Sent: Sun 04. Apr 2004 09:27
af Gandalf
Hérna er auðvel formúla: Taktu 120 og og margfaldaðu með 0,9313
eða: (1000*1000*1000) / (1024*1024*1024)

Sent: Sun 04. Apr 2004 11:04
af gumol
FrankC: Forritið þitt námundar ekki rétt ;)

Sent: Sun 04. Apr 2004 13:12
af FrankC
guð minn almáttugur! námundar það ekki rétt??! hvað eigum við að gera? Þið verðið að taka vaktina niður á meðan ég laga það!!!


nei annars, þá var þetta smíðað eftir 3 ára forritunarhlé með mikilli hjálp frá google svo ég var ekkert að pæla í svona hlutum =)

Sent: Sun 04. Apr 2004 14:42
af skipio
gnarr skrifaði:réttara sagt 7,3741824% minna ;)


Ekki rétt, þú ert að deila 160 upp í 149 sem er ekki rétt aðferð til að sjá hversu miklu minni e-r tala er en önnur. Það sem þessi aðferð gerir er að hún sýnir okkur hversu miklu stærri 160 er en 149. Grundvallarmunur.

Til að sjá hversu miklu minna 149 er en 160 tökum við mismuninn á 160 og 149 og deilum upp í 160. Þ.e. 11/160 sem er rétt tæplega 7%.

Þetta er svona svipað og með prósentuútreikninga, 110 er 10% stærra en 100 en 100 er alls ekki 10% minna en 110 heldur ~9% minna.

EDIT: Jájá, þetta er prósentuútreikningur að ofan. En þetta er hinsvegar sambærilegt við að 110 er 10% stærra en 100 en 100 er alls ekki 10% minna en 110 heldur ~9% minna.

Sent: Sun 04. Apr 2004 15:52
af gumol
skipio skrifaði:Til að sjá hversu miklu minna 149 er en 160 tökum við mismuninn á 160 og 149 og deilum upp í 160. Þ.e. 11/160 sem er rétt tæplega 7%.

Þetta er svona svipað og með prósentuútreikninga, 110 er 10% stærra en 100 en 100 er alls ekki 10% minna en 110 heldur ~9% minna.

Svipað? Þetta er prósentuútreikningur.

Sent: Sun 04. Apr 2004 17:26
af so
FrankC er flottastur að nenna að leggja vinnu í að skrifa forrit til að reikna þessi dæmi. :)

Sent: Sun 04. Apr 2004 17:30
af so
já já og axyne er auðvitað líka flottur :) að nenna þessu fyrir dæmi sem maður er um það bil 1 min að gera í exel