Síða 1 af 1

Fjarstýringar .

Sent: Sun 28. Mar 2004 23:56
af Zaphod
Ég hef verið að svipast eftir einhverri fjarstýringu fyrir TV-vélina mína.

var að skoða task.is þar sá einmitt fjarstýringuna sem ég hef verið að spá í að panta mér að utan ....

En eitthvað er task.is ansi duglegir að smyrja ofaná verðið ...

http://www.task.is/Scripts/prodView.asp?idproduct=821

http://store.niveusmedia.com/s.nl/c.304836/sc.2/category.2/it.A/id.4/.f

35$* 71 = 2485 kr. Ofaná það bætist 24.5 % vsk . En spurningin er hvort þetta sé tollflokkað????

Sent: Mán 29. Mar 2004 00:27
af Spirou
Já ég held að Task menn hafi bara ætlað að græða á því að enginn annar býður upp á þetta hérna á klakanum :roll: tíuþúsundkrónur, ég held ég standi bara frekar upp...

Sent: Mán 29. Mar 2004 00:34
af Dannir
hahahaha já frekar standa upp og borga sjálfum sér þennan pening og nota hann í eitthvað annað ;)

Sent: Mán 29. Mar 2004 00:44
af skipio
Eftir því sem ég hef skoðað virðist mér hagstæðast að panta frá http://www.vendur.no/catalog/index.php?cPath=1

Sanngjörn verð, mælt með af öðrum stöðum og þetta er líka í Noregi svo það er varla mikill sendingarkostnaður. Mér skilst að Packard Bell fjarstýringin þarna sé ekki sem verst. Hef séð umfjöllun um hana annars staðar. Ekki mikill peningur allavega, 1500 krónur. Verðin eru ódýrari ef þú pantar utan Noregs því þá innheimta þeir ekki vsk.

Annar möguleiki er að nota einhverja fjarstýringu sem þú átt fyrir og annaðhvort smíða eða kaupa móttökutæki. Er ekki mikið mál að smíða svoleiðis en ef þú pantar eru slík tæki mjög ódýr.

Hér er ennfremur ágætis síða sem ætti að koma þér aðeins áfram:
http://www.girder.nl/links.php

Spurning samt hvort það sé sangjarnt verð

Sent: Mán 29. Mar 2004 19:47
af exit
Ég man allavega einu sinni þá var fjarstýringin af tv hjá mér biluð og ég ætla að kaupa mér nýja þá kostaði það mig um 16.000 að fá nýja frá framleiðandanum svo gat ég fengið universial fyrir 10.000 ég lét það bara liggja við þar og fékk mér nýtt tv :) kostaði reyndar um 180.000 (gamla tv var líka að vera komið á tíma hjá mér)

Ef ég væri að reka tölvuverslun og fengi hlut inn á ca 3500kr hingað komið þá myndi ég aldrei selja hann undir 10.000 kr það er ekki grundvöllur fyrir að reka verslun og eiga hluti á lager nema hafa eitthvað upp úr því. Það er líka þess vegna sem ég gafst upp á því að vera vinna á þessum tölvumarkaði það er ekkert upp úr því að hafa :)

Sent: Mán 29. Mar 2004 20:07
af Zaphod
þú ert að tala um meira en 150% álagningu .........



ég vann nú í svona tæknibúð einu sinni þar var almenn álagning svona 30 -40 % . Sumir vörur langt yfir því en fleiri undir .....

Re: Spurning samt hvort það sé sangjarnt verð

Sent: Mán 29. Mar 2004 23:17
af skipio
exit skrifaði:Ef ég væri að reka tölvuverslun og fengi hlut inn á ca 3500kr hingað komið þá myndi ég aldrei selja hann undir 10.000 kr það er ekki grundvöllur fyrir að reka verslun og eiga hluti á lager nema hafa eitthvað upp úr því.


Það fer allt eftir því hverskonar hluti er um að ræða. Það er vel réttlætanlegt að hafa 200% álagningu á ýmsum smáhlutum sem eru hvort eð er það ódýrir að kúnninn spáir ekkert í verðinu á þeim og sérstaklega ef hann kaupir slíka hluti sjaldan. Snúrur væru gott dæmi. Hver nennir að fara í aðra búð ef scart snúra kostar 500 kalli of mikið?
Hinsvegar er sjaldnast hægt að leggja svona mikið á mjög dýra hluti, t.d. örgjörva eða skjákort því kúnninn er þá mjög meðvitaður um peningana sína og þá er alltaf einhver sem er líklegur til að bjóða hlutinn á lægra verði.

Þetta er líka svona í flestum geirum. Það er t.a.m. margfalt meiri álagning á sælgæti en bílum svo ýkt dæmi sé tekið.

Sent: Mið 31. Mar 2004 00:17
af Zaphod
Jamm í þessari búð seldum við einmitt mikið af tenglum ,snúrum , millistykkjum fyrir síma .....

álagningin á svona hlutum var yfirleitt í kringum 100-200 %.

það er líka alveg rétt fólk spáir ekkert í þessu .