Jæja, nú er ég búinn að vera í marga mánuði, jafnvel heilt ár að reyna að raða saman viðunandi tölvu.
Á þessum tíma hafa verið að koma nýjungar, og þá þarf að byrja á öllu upp á nýtt.
Nú verður þetta að taka enda, og ég þarf að drífa þetta af.
Þyngsta vinnsla tölvunnar verður líklega að rendera kvikmyndum og einhver ljósmyndavinnsla.
Ég er ekki enn byrjaður að nota photoshop, en þarf að drífa mig í að læra á það, þannig að við reiknum með notkun á því.
Ég er búinn að raða saman tveimur tölvum sem ég held að geti hentað. sú fyrri er svona allavega að hluta til draumatölva, en satt að segja veit ég ekki hvort ég hef eitthvað við hana að gera. Það skiptir kannski ekki öllu máli þó ég sé 15 - 20 mín lengur að rendera einhverri mynd ef ég get kannski sparað 80.000 kr. með því.
Seinni tölvan er svona, að ég held skynsemis uppsetning, en það er líka skynsemi að hugsa fram í tímann, með það í huga að tölvan verði ekki orðin úrelt eftir ár. Ég tek fram að ég þarf ekki stýrikerfi, og ég vil kaupa alla hlutina af sama aðila.
En núna ætla ég semsagt að fá ykkur til að hjálpa mér að sýna skynsemi og ábyrgð við þessi kaup.
Ég ætla samt að biðja ykkur um að eyðileggja ekki þráðinn með því að vísa í vörur frá Buy.is. Þeir hafa engan áhuga á því að selja vörurnar sínar, og ég get þá rétt ímyndað mér hvernig það verður ef ég kaupi frá þeim, ef ég fæ þá til að selja eitthvað, og þarf síðan ábyrgðar þjónustu, eða eitthvað annað kemur upp á. Ég sendi þeim tölvupóst þar sem ég bað þá að setja eitthvað upp fyrir mig, þeir sendu mér póst um hæl og sögðu mér að gera það sjálfur. Einnig hef ég nokkrum sinnum hringt þangað en fæ aldrei svar. ég bara nenni ekki að skipta við svona fólk. Þar fyrir utan sýnist mér sparnaðurinn vera örfáir þúsundkallar eftir að ég hef látið setja tölvuna saman, og það er ekki nóg fyrir enga þjónustu.
Þetta er semsagt fyrri tölvan sem er frá Tölvutækni.
Antec Nine Hundred Two með fjórum hljóðlátum kæliviftum
Thermaltake TR2 RX 750W modular aflgjafi, hljóðlát 14cm vifta
Gigabyte P67A-UD3P, Intel LGA1155, 4xDDR3, SATA3 & USB3
Intel Core i7-2600K 3.4GHz, LGA1155, Quad-Core, 8MB cache, OEM
Mushkin 8GB kit (2x4GB) DDR3 1600MHz, CL9, PC3-12800, Blackline
Samsung 1TB SpinPoint F3 Serial-ATA II, 32MB buffer, 7200sn
Intel X25-M 120GB 2.5" Solid-State Serial-ATA 3.0Gb/s SSD
PNY NVIDIA GeForce GTX570 1280MB, 2xDVI-I & Mini-HDMI
Samsung 22x DVD±RW skrifari IDE svartur
Super Talent innbyggður kortalesari með þremur framhliðum
Zalman CNPS8000A mjög hljóðlát kælivifta fyrir alla nýrri sökkla
Verð 288.170 kr.
Hafði reyndar hug á að fá annað móðurborð, þar sem mér skilst að bilanatíðni hjá Gigabyte sé frekar há.
Ég á 3 - 4 harða diska í viðbót og einn af þeim verður undir stýrikerfi.
Seinni hugmyndin, þ.e. sparnaðarhugmyndin er frá Kísildal að undanskyldum kassanum.
Intel Core i5-2500, þarf ekki K þar sem ég á alls ekki von á að yfirklukka.
Schythe Katana 3 örgjörvakæling
ASRock P67 Extreme6
Tacens Radix IV 700W
8GB (2x4GB) G.Skill Ripjaws DDR3-1333
Seagate Barracuda 7200.12 1TB
Inno3D GeForce GTX570 1280MB
Kassann fengi ég hugsanlega hér á vaktinni, Coolmaster elite 335, tvær viftur, DVD skrifari og viftustýring.
Verð 191.500 kr.
Vonandi nennið þið að skoða þetta, og gefa mér ráð svo ég losni undan þessum pælingum.
Vantar skynsemi lánaða
-
- Besserwisser
- Póstar: 3439
- Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 18:33
- Reputation: 0
- Staðsetning: 127.0.0.1
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar skynsemi lánaða
myndi fara í redline minni í staðinn fyrir blackline og taka þessa frá tölvutækni
-
- spjallið.is
- Póstar: 429
- Skráði sig: Fim 19. Jún 2008 18:17
- Reputation: 1
- Staðsetning: Rúminu hans Zedro..
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar skynsemi lánaða
i5-2500 hefur ekki HT enn 2600K hefur það, þannig mæli með 2600K ef þú ætlar í heavy kvikmynda rendering etc....
Re: Vantar skynsemi lánaða
bulldog skrifaði:myndi fara í redline minni í staðinn fyrir blackline og taka þessa frá tölvutækni
Afhverju myndir þú taka vélina frá Tölvutækni ?
-
- Vaktari
- Póstar: 2730
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Reputation: 159
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar skynsemi lánaða
Er ekki það eina sem skiptir máli í þessari vinnu þinni örgjörvinn, vinnsluminnið og gagnamagn?
Spurning um að taka ódýrara skjákort of skella þér á meira vinnsluminni og eða hraðvirka HDD-a.
Ég myndi hiklaust versla við tölvutækni allaveganna, því ég þekki það af eigin reynslu að ábyrgðarþjónustan þar á bæ er mjög góð.
Time is money.
Spurning um að taka ódýrara skjákort of skella þér á meira vinnsluminni og eða hraðvirka HDD-a.
Ég myndi hiklaust versla við tölvutækni allaveganna, því ég þekki það af eigin reynslu að ábyrgðarþjónustan þar á bæ er mjög góð.
Time is money.
Re: Vantar skynsemi lánaða
SolidFeather skrifaði:Er ekki það eina sem skiptir máli í þessari vinnu þinni örgjörvinn, vinnsluminnið og gagnamagn?
Spurning um að taka ódýrara skjákort of skella þér á meira vinnsluminni og eða hraðvirka HDD-a.
Ég myndi hiklaust versla við tölvutækni allaveganna, því ég þekki það af eigin reynslu að ábyrgðarþjónustan þar á bæ er mjög góð.
Time is money.
Þakka þér svarið.
Þetta er svo sem ekki vinnan mín, bara hobby. Spurningin er kannski munar það miklu á vinnsluhraða þessara véla, að það sé réttlætanlegt að eyða þessum pening í dýrari vélina.
-
- Vaktari
- Póstar: 2730
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Reputation: 159
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar skynsemi lánaða
Gætir beðið þá um að taka út Solid State Diskinn (Intel X25-M) og fá minni harðann disk, eða þá bara sleppa honum hreinlega, ásamt því að fá 2500K í staðinn fyrir að fá 2600K.
Það gæti sparað þér hátt í 70.000, eða meira ef þú tekur bara 2500 örran.
Það gæti sparað þér hátt í 70.000, eða meira ef þú tekur bara 2500 örran.
Re: Vantar skynsemi lánaða
Ég myndi pottþétt fara í aðeins betri HDD hvora tölvuna sem þú færð þér. Það munar ekki það miklu á þeim.
Að minnsta kosti hafa 1600MHz vinnsluminni í neðri tölvuni, munar skít og kanil á þeim og 1333
Svo ef þú vilt þá gæti ég kannski selt þér lítið notað MSI N580GTX Twin Frozr III Power Edition í staðinn fyrir þetta skjákort á nokkuð svipuðu verði en þú þarft það svosem varla.
Að minnsta kosti hafa 1600MHz vinnsluminni í neðri tölvuni, munar skít og kanil á þeim og 1333
Svo ef þú vilt þá gæti ég kannski selt þér lítið notað MSI N580GTX Twin Frozr III Power Edition í staðinn fyrir þetta skjákort á nokkuð svipuðu verði en þú þarft það svosem varla.