Síða 1 af 1

Seagate HDD

Sent: Þri 23. Mar 2004 20:29
af Moody
Hvað getið þið sagt mér um Seagate Barracuta harða diska ?
Ég hef ákv. álit á seagate en langar mikið til að heyra hvað þið segið því
satt best að segja þá skil ég EKKI þessa samsung dýrkun hjá ykkur
ég átti einn samsung 80gb.8mb.b. frá start.is og hann var ónýtur á um 3 mánuðum ! samt bara settur í vélina og aldrei hreyft við honum allan tímann.

En eru Seagate:

Góðir ?

Hljóðlátir ?

ofl ??

Endilega smellið inn einni línu eða svo
ég er að spá í að kaupa svona diska 160gb. og bjóða á tombóluverði :D

Kv
Egill

Sent: Þri 23. Mar 2004 20:48
af GuðjónR
Hættur að flytja inn WD og ATA spjöld?? hehehe...

Seagate eru snilldar diskar...ég er með 3 svoleiðis og hef ekkert nema gott um þá að segja.

Sent: Þri 23. Mar 2004 21:30
af Moody
Segi ekki að ég sé hættur því, :D það er gott að vera með trausta vöru.
það er alltaf til fólk sem vill WD eins og ég :)
þeir hafa aldrei klikkað öll mín ár í tölvubransanum.

Reyndar ekki Seagate heldur en ég hef aldrei átt þannig disk sjálfur bara
"umgengist þá"

IBM og Samsung eru einu diskar sem hafa eyðilaggst hjá mér og í þeim tölvum sem ég hef verið að laga í gegnum tíðina,
þess vegna mun ég líklega aldrei bjóða þær tegundir til sölu.
(aldrei að segja aldrei)

Takk GuðjónR
Kv
Egill

Sent: Fim 25. Mar 2004 15:57
af Hlynzi
Samsung og Seagate eru án efa bestu merkin í þessum bransa í dag.

Ég á einn 40 gb seagate og 160 samsung, og þeir virka báðir alveg súper.

Sent: Fim 25. Mar 2004 16:07
af skipio
Ástæðurnar fyrir því að ég er hrifinn af Samsung diskum eru eftirfarandi:
- Hljóðlátir
- Hitna lítið
- Nógu hraðir
- Ódýrir
- 3ja ára ábyrgð frá framleiðanda
- Mælt með af Silentpcreview.com
- Treysti frekar Tölvuvirkni en computer.is og Tölvulistanum.

Ég væri alveg til í Seagate Barracuda IV diskana líka en þeir fást varla lengur.

Sent: Fim 25. Mar 2004 16:29
af gumol
Computer.is og Tölvulistinn selja líka samsung :)

Sent: Fim 25. Mar 2004 22:49
af Spirou
Task selja samsung og seagate, þeir hljóta bara að vera frábærir :wink:

Nei , í alvöru tala þá eru Seagate frábærir diskar, ég á 4 svoleiðis og þeir eru allir hver öðrum betri. Ég færi í samsung ef Seagate væri ekki til...

Sent: Fös 26. Mar 2004 00:25
af Pandemic
Ég kýs Samsung og seagate yfir allt annað en þar sem 2-Seagate 160GB Diskar hafa crashað á lani hjá vinum mínum er traust mitt að hverfa. Bilunin lýsir sér þannig að diskurinn hverfur úr bios boot order etc, og hitnar mikið og þegar hann er settur í aðra vél sem hdd nr2 þá kemur Windows DATA recovery vesein og allt þurkast út :(

Sent: Fös 26. Mar 2004 09:09
af vjoz
ég er með Barracuda 120GB ATA, heyrist ekki múkk, hitnar eiginlega ekkert og hefur aldrei verið til vandræða.

Sent: Lau 27. Mar 2004 21:10
af Runar
Ég er með:
1x200gb Seagate Barracuda 7200.7 IDE
2x160gb Seagate Barracuda 7200.7 SATA diska í RAID0
1x120gb Seagate Barracuda 7200.7 IDE
og
1x120gb Western Digital 1200JB IDE

og það heyrist meira í þessum eina WD disk en öllum Seagate diskunum mínum samanlegt. Ég mæli alveg sterklega með Seagate allavegana.

Hef heyrt að Samsung sé með meiri bilana tíðni en Seagate.. en það er ekkert sem ég get staðfest.

Sent: Þri 06. Apr 2004 00:24
af everdark
Moody,

Ég sá að þú varst byrjaður að selja þessa diska, og var einmitt að spá í að kaupa eitt stykki af þér þangað til ég sá að þeir voru með 2 mb buffer. Væri ekki viturlegra að fá einnig einhverja 8 mb?

Sent: Þri 06. Apr 2004 07:39
af Moody
Kannski, mér þykir þó skrítið að þú skulir láta það stoppa þig þar sem þú myndir varla finna nokkurn mun.
Þessir diskar eru til dæms með betri sóknartíma en Samsung og Western Digital með 8mb. buffer.
Þó svo að munurinn á 2mb. buffer og 8mb.buffer sé mælanlegur þá er um að ræða þvílík sekúndubrot að maður finnur einfaldlega ekki muninn,

Það er nákvæmlega það sem málið snýst um
að sóknartíminn sé sem minnstur það skiptir öllu máli, goðsögnin um buffer er fyrirbæri sem menn ættu ekki að láta plata sig á.

Kv
moody

Sent: Þri 06. Apr 2004 21:47
af Zaphod
8 Bufferinn er og verður sölutrix sem virkaði fínt á sínum tíma .

Sent: Þri 06. Apr 2004 22:00
af Nemesis
Runar: Ég vil ekki vera að hnýsast, en hvað ertu að geyma á öllum þessum diskum? :)