Síða 1 af 1

Tæknimenn hjá símanum :)

Sent: Mið 12. Jan 2011 18:39
af toivido
Eru ekki einhverjir tæknimenn hjá símanum (eða Mílu eða hvað sem þetta heitir). Ég var að fá auka myndlykil frá símanum og skv. upplýsingum frá tækniaðstoð símans þá þarf að opna port3 á routernum. Er þetta ekki hlutur sem ég get bara gert sjálfur, getur einhver leiðbeint mér?

Kv.

Re: Tæknimenn hjá símanum :)

Sent: Mið 12. Jan 2011 18:43
af Haxdal
Þeir hjá 8007000 eiga að aðstoða með þetta :)




þjónustuverið hjá Símanum, svona ef þú vissir ekki hvaða númer þetta er :D

Re: Tæknimenn hjá símanum :)

Sent: Mið 12. Jan 2011 19:00
af Oak
8007000 hjálpar þér bara ekki neitt annað nema að senda mann á staðinn...sem er í sjálfu sér alveg fínt ef þú þarft ekki að bíða lengi eftir því :)

Re: Tæknimenn hjá símanum :)

Sent: Mið 12. Jan 2011 19:48
af toivido
Oak skrifaði:8007000 hjálpar þér bara ekki neitt annað nema að senda mann á staðinn...sem er í sjálfu sér alveg fínt ef þú þarft ekki að bíða lengi eftir því :)


Málið er einmitt að ég er hræddur að ég þurfi að bíða lengi eftir að maður komi til mín. Kann ekki einhver hérna að gera þetta :)

Re: Tæknimenn hjá símanum :)

Sent: Mið 12. Jan 2011 19:49
af fallen
Þeir forrita þetta með some langri commandlínu í gegnum telnet, spurning hvort þú fáir þá til þess að gefa þér upp þessa línu..

Re: Tæknimenn hjá símanum :)

Sent: Mið 12. Jan 2011 19:55
af noizer
Port 3 á mínum router er einmitt í einhverju rugli. Væri líka til í að fá einhverjar leiðbeiningar.

Re: Tæknimenn hjá símanum :)

Sent: Mið 12. Jan 2011 19:57
af toivido
fallen skrifaði:Þeir forrita þetta með some langri commandlínu í gegnum telnet, spurning hvort þú fáir þá til þess að gefa þér upp þessa línu..


Ok, ég hélt þetta væri aðeins auðveldara :)

Re: Tæknimenn hjá símanum :)

Sent: Mið 12. Jan 2011 20:00
af tdog
Skal senda þér skipunina sem þú átt að skrifa í cli í PM

Re: Tæknimenn hjá símanum :)

Sent: Mið 12. Jan 2011 20:15
af toivido
tdog skrifaði:Skal senda þér skipunina sem þú átt að skrifa í cli í PM


Takk fyrir það en þú þarft að leiðbeina mér aðeins betur, hvað er cli?

Re: Tæknimenn hjá símanum :)

Sent: Mið 12. Jan 2011 20:20
af ponzer
toivido skrifaði:
tdog skrifaði:Skal senda þér skipunina sem þú átt að skrifa í cli í PM


Takk fyrir það en þú þarft að leiðbeina mér aðeins betur, hvað er cli?


Kannski ástæða fyrir því að þeir sendi mann eða vilja gera þetta sjálfir þegar viðskiptavinur spyr hvað cli er ;)

Re: Tæknimenn hjá símanum :)

Sent: Mið 12. Jan 2011 20:23
af toivido
ponzer skrifaði:
toivido skrifaði:
tdog skrifaði:Skal senda þér skipunina sem þú átt að skrifa í cli í PM


Takk fyrir það en þú þarft að leiðbeina mér aðeins betur, hvað er cli?


Kannski ástæða fyrir því að þeir sendi mann eða vilja gera þetta sjálfir þegar viðskiptavinur spyr hvað cli er ;)


viðurkenni að ég veit ekki hvað cli en skv. leiðbeiningunum sem mér voru sendar þá gat ég gert þetta án þess að vita hvað cli er. Takk kærlega fyrir aðstoðina, snilld að hafa þessa síðu :)
Það tók innan við 2 tíma að fá lausn á þessu hjá mér, álíka tími og maður þarf að bíða í símanum eftir aðstoð hjá Símanum (djók).

Re: Tæknimenn hjá símanum :)

Sent: Mið 12. Jan 2011 20:27
af MatroX
tdog skrifaði:Skal senda þér skipunina sem þú átt að skrifa í cli í PM


gætiru sent mér þetta í pm líka?

Re: Tæknimenn hjá símanum :)

Sent: Fim 13. Jan 2011 17:12
af tdog
eth bridge vlan ifadd name=TV_VLAN intf=ethport3 untagged=enabled
eth bridge vlan ifdelete name=default intf=ethport3
saveall
exit