Síða 1 af 1

Kviknar ekki á LCD skjáum

Sent: Sun 02. Jan 2011 21:34
af frikki1974
Sælir

Ég er í vandræðum en það virðist ekki kvikna á skjánum hjá mér og ekkert ljós kviknar en ég hef Samsung Syncmaster 226BW og hann er ekkert svo gamall ég keypti skjáinn árið 2008 og ég er búinn að reyna hamast á takkanum og ekkert skeður.

Getur einhver sagt hvað getur verið að? er þetta kannski alvarleg bilun?

kv
Frikki

Re: Kviknar ekki á LCD skjáum

Sent: Sun 02. Jan 2011 21:49
af Oak
kom þetta bara allt í einu fyrir ?
er on/off takki aftaná honum ?

Re: Kviknar ekki á LCD skjáum

Sent: Sun 02. Jan 2011 21:57
af frikki1974
Þetta kom líka fyrir skjáinn fyrir um það bil 2 vikum síðan og þá hamaðist ég á takkanum og ljós kviknaði þá og ég hef ekki þorað að slökkva á tölvunni síðan útaf þessu með skjáinn, og núna slysaðist ég til að slökkva á skjánum og þá gerðist þetta aftur og núna kviknar ekkert á honum og ekki einu sinni ljós blátt neðst á honum hjá takkanum.

Það er ekki neinn on/off takki aftan á honum.

Hvað eru svona skjáir lengi í ábyrgð? en hefurðu einhverja hugmynd hvað veldur þessu?

Kv
Frikki

Re: Kviknar ekki á LCD skjáum

Sent: Sun 02. Jan 2011 22:45
af Comet
Þetta skeði fyrir minn Samsung skjá fyrir stuttu, kom bara blátt ljós hjá kveikjutakkanum en engin mynd á skjáinn. Fór með hann í Tölvulistann og þeir sögðu að hann væri bara ónýtur.

Re: Kviknar ekki á LCD skjáum

Sent: Sun 02. Jan 2011 22:48
af Revenant
Prófaðu að taka skjáinn úr sambandi og setja hann svo aftur í samband eftir 5-10 sek og sjáðu hvort það kvikni ekki á honum.

Re: Kviknar ekki á LCD skjáum

Sent: Sun 02. Jan 2011 22:49
af tdog
Farðu með skjáinn til bræðranna Ormson, held að þeir séu með umboðið fyrir Samsung. Verkstæðið er í síðumúla 9 ef mig minnir rétt.

Re: Kviknar ekki á LCD skjáum

Sent: Mán 03. Jan 2011 09:03
af frikki1974
Takk fyrir svörin en ég ætla fara með skjáinn í Tölvulistann og athuga þetta.

Re: Kviknar ekki á LCD skjáum

Sent: Mið 05. Jan 2011 22:50
af Comet
frikki1974 skrifaði:Takk fyrir svörin en ég ætla fara með skjáinn í Tölvulistann og athuga þetta.



Hvað sögðu þeir í tölvulistanum?

Re: Kviknar ekki á LCD skjáum

Sent: Fim 06. Jan 2011 11:10
af frikki1974
Comet skrifaði:
frikki1974 skrifaði:Takk fyrir svörin en ég ætla fara með skjáinn í Tölvulistann og athuga þetta.



Hvað sögðu þeir í tölvulistanum?


Ég fór með hann á mánudaginn og þeir sögðust ætla kíkja á þetta en ég er ennþá að bíða eftir svari.
En eitt er víst að ég mun ekki kaupa mér LCD frá Samsung aftur.

Re: Kviknar ekki á LCD skjáum

Sent: Fös 07. Jan 2011 10:56
af corflame
Ég hef átt í sömu vandræðum með minn 205bw. Virðist gerast alveg random.
Eina sem lagar þetta er að aftengja rafmagnssnúruna í hann í smá stund. Þá er hann í lagi, þangað til næst.

Og já, ég fæ mér ekki Samsung aftur

Re: Kviknar ekki á LCD skjáum

Sent: Fös 07. Jan 2011 11:10
af Danni V8
Vinur minn á einmitt svona skjá sem hann keypti í Tölvutækni. Hann var ný runninn úr ábyrgð þegar hann bilaði hjá honum, lýsti sér alveg eins. Fór með hann til þeirra og þeir sögðust ætla að sjá hvort framleiðandinn myndi taka ábyrgð á þessu og gera við hann.

Það er komið miklu meira en ár síðan og ennþá ekkert búið að gerast :lol:

Enda er þessi vinur minn ekki sá duglegasti að reka á eftir þeim. Hann keypti bara nýjan skjá og er sama um þennan.

Re: Kviknar ekki á LCD skjáum

Sent: Fös 07. Jan 2011 14:40
af frikki1974
Þeir hringdu í mig frá tölvuverkstæði Tölvulistans og sögðu að það borgaði sig varla að gera við hann en þeir hafa ekki en séð hvað amar að skjánum en þeir sögðu ef ég myndi vilja fara með hann til aðra aðila
og láta þá skoða hann að þá svaraði það varla kostnaði, eflaust kostar það 20.000 eða meira....WHO KNOWS!

Ég keypti þennan skjá í Feb 2008 og hann er ónýtur!...þetta er grín...fjandinn hafi það.

Re: Kviknar ekki á LCD skjáum

Sent: Fös 07. Jan 2011 15:11
af corflame
Ég myndi athuga þetta betur, eðlilega ending á svona tæki ætti að vera 5 ár hið minnsta. Skv. neytendalögum þá eru hlutir í ábyrgð í 5 ár ef þetta er eitthvað sem væri "eðlilegt" að entist í lengur en það. (man ekki nákvæmlega hvernig þetta er orðað, en held ég sé að skila upplýsingunum rétt frá mér)

Minn skjár er 5-6 ára og því tekur því ekki fyrir mig að gera veður út af þessu, en þinn er nánast nýr.

Re: Kviknar ekki á LCD skjáum

Sent: Fös 07. Jan 2011 15:24
af frikki1974
Hann spurði hvort það væri reykt í kringum skjáinn og ég játaði því en hann sá merki um það en mér finnst þetta samt furðulegt því þetta er nýlegur skjár.
Þeir neita eflaust að vera í ábyrgð af þessum sökum, útaf reykingum það er að segja...en fokk hafi það.

Ætli ég verði bara ekki að versla mér annan skjá :roll:

Re: Kviknar ekki á LCD skjáum

Sent: Lau 08. Jan 2011 20:44
af OverClocker
Farðu með skjáinn til Ormsson, þeir gera við hann fyrir svona 7-10þús.
Enginn annar gerir við Samsung.

Re: Kviknar ekki á LCD skjáum

Sent: Lau 08. Jan 2011 20:47
af biturk
OverClocker skrifaði:Farðu með skjáinn til Ormsson, þeir gera við hann fyrir svona 7-10þús.
Enginn annar gerir við Samsung.


talaðu við techhead á spjallinu hjérna hann getur gert við hann án efa


þeir geta ekki neitað um ábyrgð útaf reykingum, það er ekki séns!

Re: Kviknar ekki á LCD skjáum

Sent: Lau 08. Jan 2011 20:49
af Gúrú
biturk skrifaði:
OverClocker skrifaði:Farðu með skjáinn til Ormsson, þeir gera við hann fyrir svona 7-10þús.
Enginn annar gerir við Samsung.

þeir geta ekki neitað um ábyrgð útaf reykingum, það er ekki séns!


Say whaat jú?

Re: Kviknar ekki á LCD skjáum

Sent: Lau 08. Jan 2011 20:57
af rapport
Gúrú skrifaði:
biturk skrifaði:
OverClocker skrifaði:Farðu með skjáinn til Ormsson, þeir gera við hann fyrir svona 7-10þús.
Enginn annar gerir við Samsung.

þeir geta ekki neitað um ábyrgð útaf reykingum, það er ekki séns!


Say whaat jú?


Á hvaða forsendu?

Ef það er tekið fram í leiðbeiningum = OK annars er þetta ekki common knowledge = þeir verða að lúffa og gera við skjáinn...

Re: Kviknar ekki á LCD skjáum

Sent: Lau 08. Jan 2011 21:05
af biturk
Gúrú skrifaði:
biturk skrifaði:
OverClocker skrifaði:Farðu með skjáinn til Ormsson, þeir gera við hann fyrir svona 7-10þús.
Enginn annar gerir við Samsung.

þeir geta ekki neitað um ábyrgð útaf reykingum, það er ekki séns!


Say whaat jú?



nú? þá mega menn varla elda hjá sér án þess að hafa viftu eða djúpsteikja? það kemur reykur af því......

annars skemmtir sígarettureykur ekkert inn í skjánum svo lengi sem menn eru ekki að aska inn í hann eða blása hverju púffi beint á skjáinn............líkurnar á því eru engar.

hef líka aldrei séð í skilmálum um raftæki "reykingar fyrra ábyrgð" enda væri það fáránlegt því eins og ég segi, þá yrði allur reykur eða gufa að falla undir það og þá ættu menn ekki mega elda heima hjá sér :beer

Re: Kviknar ekki á LCD skjáum

Sent: Lau 08. Jan 2011 21:05
af Gúrú
rapport skrifaði:Á hvaða forsendu?


Að hann hafi skemmt skjáinn með reykingum.

biturk skrifaði:því eins og ég segi, þá yrði allur reykur eða gufa að falla undir það


Hárrétt hjá þér, rakaskemmdir eru gildur rökstuðningur til að neita þér um ábyrgðarviðgerð.

Re: Kviknar ekki á LCD skjáum

Sent: Lau 08. Jan 2011 21:08
af Klemmi
Það geta raftæki frá öllum framleiðendum bilað. Ég skil vel ef menn sem lenda í lélegu eintaki af einhverri vöru séu ragir við að kaupa sama merki aftur, sjálfur mun ég t.d. aldrei kaupa mér vöru frá Western Digital eftir nokkur "slæm eintök", en til að það komi fram hér að þá hafa Samsung skjáirnir yfir heildina litið reynst ótrúlega vel :)
Við höfum, á þeim ~4 árum sem við höfum selt Samsung skjái sent ca. 20stk.- út til viðgerðar, sem er mjög lítið hlutfall samanborið við það magn sem við höfum selt, og undir þetta falla allir skjáir, innan ábyrgðar, hvort sem vandamálið er einn dauður/fastur pixill eða algjörlega dauður skjár. Því miður hafa einstaka aðilar verið óheppnir og lent í því að skjáirnir þeirra hafa bilað rétt eftir ábyrgðartímann en ég er þónokkuð viss um að þau atvik eru ekki mikið fleiri en fingur annarar handar :oops:
Samsung hafa aldrei verið með neitt vesen við okkur vegna viðgerða á skjáum, höfum geta sent út alla þá skjái sem hafa bilað, hversu lítil sem bilunin var (sbr. að margir framleiðendur taka ekki skjái í ábyrgð nema x margir pixlar séu dauðir/fastir). Eina sem ég gæti bent á er að þeir vilja halda markaðnum og þjónustunni svæðaskiptu, s.s. að skjáir keyptir frá USA eiga að vera þjónustaðir í USA og skjáir keyptir í Evrópu þjónustaðir í Evrópu. En þetta gildir hins vegar um lang flesta raftækjaframleiðendur, hvort heldur sem íhluta eða jaðarbúnaðar.

Því miður, eftir því sem ég bezt veit, er Samsung þó ekki með innlendan þjónustuaðila, Ormsson ekki við biluðum tölvuskjám og þjónusta þá innan ábyrgðar (skora þó á póstahöfund að hafa samband við þá aðila sem koma upp þegar leitað er á Já.is eftir leitarorðinu Samsung :beer ). Ég býst við að það sé vegna þess að ekkert verkstæði á Íslandi hefur haft samband við þá og boðist til að taka við ábyrgðar þjónustunni, veit ekki hversu mikið mál það væri fyrir einhvert rafeindaverkstæðið að leitast eftir að fá að þjónusta þá.

Re: Kviknar ekki á LCD skjáum

Sent: Lau 08. Jan 2011 22:32
af rapport
Gúrú skrifaði:
rapport skrifaði:Á hvaða forsendu?


Að hann hafi skemmt skjáinn með reykingum.

biturk skrifaði:því eins og ég segi, þá yrði allur reykur eða gufa að falla undir það


Hárrétt hjá þér, rakaskemmdir eru gildur rökstuðningur til að neita þér um ábyrgðarviðgerð.


Ef þeir taka fram að reykingar eru bannaðar nálægt skjánnum þá sagði ég = OK, annars = mismunun eftir hentisemi = no no...

Re: Kviknar ekki á LCD skjáum

Sent: Lau 08. Jan 2011 22:49
af Gúrú
rapport skrifaði:Ef þeir taka fram að reykingar eru bannaðar nálægt skjánnum þá sagði ég = OK, annars = mismunun eftir hentisemi = no no...


Þeir geta ekki haft neina hentisemi í þeim málum, þeir geta greinilega sýnt fram á skemmdir af völdum reyks
ef að starfsmaður við fyrstu skoðun gat ályktað það, og eflaust kannast við það að það geti skemmt skjái?

Re: Kviknar ekki á LCD skjáum

Sent: Sun 09. Jan 2011 01:21
af mainman
Ég man ekki eftir að hafa lesið um að tölvuskjáir geti dáið við óbeinar reykingar :P