Takkar á lyklaborði breytast sjálfkrafa í shortcuts.


Höfundur
Svessi
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Þri 18. Ágú 2009 12:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Takkar á lyklaborði breytast sjálfkrafa í shortcuts.

Pósturaf Svessi » Þri 21. Des 2010 16:11

Ég er í vandræðum með tölvuna hjá mér núna.

Um daginn reyndar fór allt í rugl hjá mér vegna usb dót sem ég var tengt við tölvuna og allt fór í rugl. Tölvan hélt lengi vel á eftir að tækið væri ennþá tengt þótt það væri ekki svo ég fór í það að reyna laga það og held mér hafi tekist það núna. En í leiðinni fór ég með anty-spyware forrit og vírusvarana forrit yfir tölvuna, það var svosem ekkert sem fannst. Nokkur smá spyware sem er ekkert óeðlilegt, var bara hreinstað út.

Núna er tölvan svoleiðis að þegar ég er búinn að kveikja á henni og eftir svona 20-30 mín vinnslu þá verða nokkrir takkar á lyklaborðinu að shortcuts.

T.d. verða:
E - kemur með my computer upp.
D og M - slá öllu niður eins og maður hafi ýtt á show desktop iconinn.
R - opnar Run gluggann.
U - opnar Ease Of Access Center.
F - opnar Search Result glugga.
Örvatakkarnir hægri og vinstri minnka gluggann sem þú ert í um helming í þá átt sem þú ýtir.

Þetta virkar svolítið eins og svona stríðnisvírus. En það er alltaf nóg fyrir mig að restarta tölvunni og þá er þetta í lagi, en bara í svona eins og ég segi 20-30 mín og þá er þetta farið af stað aftur.

Kannast einhver við þetta. Er þetta kannski bara einhver stilling einhversstaðar?
Hjálp því þetta er alveg hrikalega pirrandi.

Það er ekkert sem fer í neitt rugl, öll forrit eru ennþá í gangi og músin virkar fínt og engar aðrar truflanir en bara að sumir takkar á lyklaborðinu verða að shortcuts.



Skjámynd

kubbur
/dev/null
Póstar: 1395
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Takkar á lyklaborði breytast sjálfkrafa í shortcuts.

Pósturaf kubbur » Þri 21. Des 2010 16:18

hef lent í þessu, en það var eftir að stelpan komst í tölvuna, restartaði bara og þá var í lagi, hef ekki lent í þessu síðan


Kubbur.Digital

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Takkar á lyklaborði breytast sjálfkrafa í shortcuts.

Pósturaf ManiO » Þri 21. Des 2010 16:20

Hljómar eins og windows takkanum sé haldið niðri. En já, default spurningin, ertu búinn að restarta vélinni?


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."