Síða 1 af 1

Tvær spurningar

Sent: Sun 07. Mar 2004 20:03
af cambridge
Já ég er með tvær spurningar.


1. Ég er nefnilega að fara að kaupa mér harðann disk.
Veit ekki hvort ég ætti að kaupa mer IDE eða SATA disk.
Hef ekki hugmynd hver munurinn er á þeim.
Það var spurt hver munurinn væri á þeim hérna en því miður ekkert svar :?

2. Þegar maður er búinn að kaupa sér nýjan disk, þarf þá maður ekki eitthvað að formatta diskinn?
Er verið þá að meina bara plain og simple Format C: eða þarf maður að keyra eitthvað forrit? :D

Sent: Sun 07. Mar 2004 20:16
af gumol
Þú græðir ekkert á SATA nema diskurinn kosti yfir 30.000.
Windows XP uppsetningarforritið getur partitionað og formaterað ef þú ætlar að setja tölvuna upp á nýtt.

Sent: Sun 07. Mar 2004 20:37
af so
Að sjálfsögðu þarf svo móðurborðið að styðja S-ATA.
Ef þú ert með annað windows stýrikerfi en XP þarftu að formata diskinn t.d. með fdisk

Sent: Sun 07. Mar 2004 21:05
af gumol
so skrifaði:Ef þú ert með annað windows stýrikerfi en XP þarftu að formata diskinn t.d. með fdisk

Ég vissi ekki að Fdisk fylgdi með Windows XP

Sent: Sun 07. Mar 2004 21:22
af so
Nei gumol eins og þú sagðir ræður uppsetningaforrit Xp við format og partition og er ekki með fdisk.
Hélt að ég hafi sagt að fdisk væri hentugt ef hann væri með eldri kerfi en kannski var það ekki nógu skýrt :lol:
Reyndar er náttúrulega fdisk alls ekki fyrir format heldur patrition svo það komi nú líka fram en er oft notað á undan formatinu :oops:
Best að fara bara að leggja sig :)

Sent: Sun 07. Mar 2004 21:34
af gumol
neibb, ekki nógu skýrt :)

Sent: Fös 19. Mar 2004 14:22
af Hlynzi
Munur á IDE og Sata er fyrst og fremst bandvíddin og stærðin á köplunum. En enginn þarf S-ATA í dag, því diskarnir ná aldrei þessum hraða sem er verið að bjóða uppá, allavegana ekki strax. IDE er gamalt gott og stable. S-ATA gæti verið örlítið meira vesen.

Ef diskurinn þinn er tómur getur win2k/XP setupið formattað hann fyrir þig, lítið mál að vinna það þannig, format c: virkaði bara í gamla góða win98, en í nýrri kerfunum er þetta orðið flóknara, þarft að skrifa einhverja sector (ísl. geiri) stærð og svo framvegis. Láttu setupið sjá um þetta fyrir þig.

Ef móðurborðið þitt styður S-ATA fáðu þér þá S-ata, annars er það bara IDE harður diskur, og Samsung eru bestir að mínu mati. Þar á eftir fylgja Seagate og Maxtor (IBM eru held ég líka orðnir góðir)