Síða 1 af 1
Ebay eða Amazon? (eða e'h annað)
Sent: Mán 15. Nóv 2010 20:00
af GrimRipper
Er að fara að panta slatta af íhlutum að utan, hvort mæliði frekar með Ebay eða Amazon, eða einhver síða sem þið mælið frekar með?
Re: Ebay eða Amazon? (eða e'h annað)
Sent: Mán 15. Nóv 2010 20:02
af teitan
Amazon sendir almennt ekki tölvuíhluti til Íslands... en eBay er ágætis kostur ef þú finnur góðan seljanda
Re: Ebay eða Amazon? (eða e'h annað)
Sent: Fim 18. Nóv 2010 17:09
af Klaufi
Newegg?
Re: Ebay eða Amazon? (eða e'h annað)
Sent: Fim 18. Nóv 2010 17:13
af Moldvarpan
Re: Ebay eða Amazon? (eða e'h annað)
Sent: Fim 18. Nóv 2010 17:45
af Meso
Ég get mælt með newegg.com, hef fína reynslu af þeim.
Re: Ebay eða Amazon? (eða e'h annað)
Sent: Fim 18. Nóv 2010 18:30
af Opes
Meso skrifaði:Ég get mælt með newegg.com, hef fína reynslu af þeim.
Þeir senda ekki til Íslands.
Re: Ebay eða Amazon? (eða e'h annað)
Sent: Fim 18. Nóv 2010 18:54
af Ulli
Ebay hefur verið að gera góða hluti fyrir mig seinustu ár.
Aldrei feilað þessi 20 viðskyfti sem ég hef haft þaðan.
Re: Ebay eða Amazon? (eða e'h annað)
Sent: Fim 18. Nóv 2010 19:02
af Viktor
Ebay alla leið... er búinn að versla fyrir 260$ á uþb. 3 mánuðum, aldrei neitt vesen.
Re: Ebay eða Amazon? (eða e'h annað)
Sent: Fim 18. Nóv 2010 21:13
af beatmaster
Ebay
Re: Ebay eða Amazon? (eða e'h annað)
Sent: Fim 18. Nóv 2010 22:18
af mundivalur
Og er maður að spara eitthvað á því að versla á Ebay komdu með dæmi
Re: Ebay eða Amazon? (eða e'h annað)
Sent: Fim 18. Nóv 2010 22:41
af Viktor
mundivalur skrifaði:Og er maður að spara eitthvað á því að versla á Ebay komdu með dæmi
Bara sem dæmi:
HDMI kapall 1.8M
Att.is -
2.250Ebay - 2.89$ =
500 kr ca. með shipping + vsk + tolli
Svo tekur pósturinn 500 kr fyrir hverja sendingu frá útlöndum(getur sett marga hluti í sendingu).
Fleiri eBayers með 1.8M HDMI á undir 5$ með shipping:
LinkLinkLinkLink
Re: Ebay eða Amazon? (eða e'h annað)
Sent: Fim 18. Nóv 2010 22:42
af Gúrú
mundivalur skrifaði:Og er maður að spara eitthvað á því að versla á Ebay komdu með dæmi
Veldu þér hlut sem er ekki niðurgreiddur af ríkinu
(t.d. mjólk eða girðingar ef þú átt ræktarland við vegi) og þú ert kominn með dæmi um hlut sem er ódýrari á eBay
Re: Ebay eða Amazon? (eða e'h annað)
Sent: Fim 18. Nóv 2010 22:50
af mundivalur
Cool skoða þetta betur
svo er ég með miklu meira en nóg af kjöti,fisk og flr. er nefnilega í sveit
Re: Ebay eða Amazon? (eða e'h annað)
Sent: Fim 18. Nóv 2010 23:22
af Moldvarpan
Hvað kostar skrokkurinn hjá þér?
Re: Ebay eða Amazon? (eða e'h annað)
Sent: Fim 18. Nóv 2010 23:35
af JohnnyX
Sendi ebay eða Amazon á hótel í Bandaríkjunum?
Re: Ebay eða Amazon? (eða e'h annað)
Sent: Fim 18. Nóv 2010 23:56
af mundivalur
Moldvarpan skrifaði:Hvað kostar skrokkurinn hjá þér?
er ekki með verð akkurat núna fer líka eftir hvort þarf að saga hann og hvernig
Re: Ebay eða Amazon? (eða e'h annað)
Sent: Fim 18. Nóv 2010 23:57
af Viktor
JohnnyX skrifaði:Sendi ebay eða Amazon á hótel í Bandaríkjunum?
Nokkuð viss um að eBay geri það.
Re: Ebay eða Amazon? (eða e'h annað)
Sent: Fös 19. Nóv 2010 02:17
af DabbiGj
tigerdirect.com o.s.f. endalaust til af samkeppnishæfum verslunum
Re: Ebay eða Amazon? (eða e'h annað)
Sent: Lau 11. Des 2010 13:23
af Dazy crazy
Gúrú skrifaði:mundivalur skrifaði:Og er maður að spara eitthvað á því að versla á Ebay komdu með dæmi
Veldu þér hlut sem er ekki niðurgreiddur af ríkinu
(t.d. mjólk eða girðingar ef þú átt ræktarland við vegi) og þú ert kominn með dæmi um hlut sem er ódýrari á eBay
Ef þú átt ræktarland við vegi þá girðir vegagerðin fyrst, og þú sérð svo um viðhald á girðingunni og færð laun frá ríkinu fyrir það svo það skiptir ekki máli hvar þú kaupir efnið.
Re: Ebay eða Amazon? (eða e'h annað)
Sent: Lau 11. Des 2010 13:41
af eta
JohnnyX skrifaði:Sendi ebay eða Amazon á hótel í Bandaríkjunum?
Amazon gerir það 100%. prófað það 2x.
ebay .. það fer eftir seljandanum. shippa ofast bara á paypal addressuna þína.
myndi nota amazon ef þú ert að fara á hótel í USA.
Re: Ebay eða Amazon? (eða e'h annað)
Sent: Lau 11. Des 2010 17:38
af gardar
Getur einhver vinsamlegast lagað titilinn á þessum þræði?
Það er ekki til nein stytting sem heitir e'h