Síða 1 af 1

Hugmyndir af uppfærslu

Sent: Fös 12. Nóv 2010 18:20
af dabbib
Daginn, ég er með frekar gamla turn-vél sem mér langar að uppfæra til að geta spilað black ops, langar í meiri grafík og hraðari vinnslu, gott væri ef einhver með vit á móðurborðum og öðru sem tengist uppfærslu véla geti komið með hugmyndir af góðri uppfærslu fyrir vélina sem passa við allt annað í tölvunni.

uppl. um vél:
Örgjafi: AMD Athlon 64 X2 5600+
Móðurborð: MSI model: MS-7369
Vinnsluminni: 3gb DDR2
Skjákort: Nvidia GeForce 8600 GT Memory size: 256 Mbytes
Harðurdiskur: 230 gb + Samsung 1TB
Windows 7. keypt tilbúin frá http://www.att.is

Verðhugmynd fyrir uppfærslu: 50-70 þ.

Re: Hugmyndir af uppfærslu

Sent: Fös 12. Nóv 2010 18:23
af Gúrú
Leitast til að selja þessa og nota 70k+peninginn til að kaupa turn svo sem þennan held ég að sé besti kosturinn án nokkurs vafa. :)

8600 GT nær t.d. bara ~50 römmum á sekúndu í 1680*1050 Left 4 Dead á móti 115 römmum hjá 460 GTX 768MB.

Re: Hugmyndir af uppfærslu

Sent: Fös 12. Nóv 2010 19:14
af dabbib
Ég skil, hvað myndiru halda að hún væri metin á? þessi vél mín.. ég gæti boðist til að formatta hana og selt hana straujaða með windows 7 uppsettu

Re: Hugmyndir af uppfærslu

Sent: Fös 12. Nóv 2010 20:42
af dabbib
Endilega commentið ef þið mynduð hafa áhuga á að kaupa þessa vél, og gerið tilboð jafnvel

Re: Hugmyndir af uppfærslu

Sent: Fös 12. Nóv 2010 20:43
af Gúrú
Póstaðu bara 'hugsanlega til sölu: Budget turn' þræði í Til Sölu korkinum, fáir kaupendur fara á þráð sem heitir 'Hugmyndir af uppfærslu' :)

Re: Hugmyndir af uppfærslu

Sent: Fös 12. Nóv 2010 20:47
af biturk
lestu reglurnar
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=33&t=6900


4. gr.

Ekki senda inn óþarfa bréf
Ekki senda inn bréf nema þú hafir eitthvað að segja eða spyrja um. Ekki senda inn
2 bréf í röð á sama þráðinn, þú getur notað breyta takkan til að bæta við eldri bréf.

14. gr.

Eitt "bump" á 24. klst. fresti er leyfilegt.
Ekki færa þráð ofar með bumpi oftar en einu sinni á sólarhring nema þú sért að svara fyrirspurn.
Verði þessi regla brotin geta umræðustjórar læst eða eytt þræði án aðvörunar.