Málið er að ég er með einn 1,5 TB toshiba flakkara, formattaðann á FAT32 og ég gat áður fyrr tengt hann í ps3 og í tölvur félaga minna og skipst á efnum en svo einn daginn virkaði ekki að spila efni af honum í ps3, svo þegar ég fór með hann til félaga míns gat hann ekki tengst tölvunni hans, gerðist í tilfellum (þrjár tölvur á mismunandi svæði), nú getur hann aðeins tengst tölvunum 2 heima hjá mér og ég get eigi tengt hann í aðrar tölvur, þetta er orðið frekar pirrandi, þar sem ég skipti oft á efnum við aðra. Er einhvað sem ég get gert?
Takk fyrir, kv Friðrik