Síða 1 af 1

ASUS vs ABIT

Sent: Þri 24. Feb 2004 17:56
af Nemesis
Ég er núna búinn að vera-að-fara að uppfæra núna í mánuð bráðum, og hef velt mikið fyrir mér minni, örgjörva, kassa og skjákorti, en ég taldi að abit ic7 væri besta borðið fyrir peninginn með 875p kubbasettinu og ágætlega ódýrt. Svo var ég að skoða eitthvað price guide á andandtech.com og þar mæla þeir miklu frekar með ASUS. Þess vegna er ég núna að íhuga ASUS P4P800 líka. Þannig að ég er eiginlega kominn niður á val á milli þessara tveggja korta:

ASUS P4P800 865PE - 14.155 kr.
ABIT IC7 875P - 13.965 kr.

Þess má geta að ég var að hugsa um P4 2.8Ghz örran hjá att.is. Hvort borðið ætti ég að fá mér að ykkar mati og hvers vegna? Ætti ég kannski að íhuga eitthvað annað frekar?

Sent: Þri 24. Feb 2004 18:19
af Pandemic
Ég myndi velja Abit AI7 mjög gott móðurborð er með það sjálfur :)
Frekar Abit en Asus

Sent: Þri 24. Feb 2004 18:36
af Deus
Abit fyrir overclock...asus ef ekki :)

Sent: Þri 24. Feb 2004 18:39
af Nemesis
Skilar 875P semsagt engu fram yfir 865PE?

Sent: Þri 24. Feb 2004 19:39
af wICE_man
875p er svona 0-10% hraðra en 865pe, en það getur verið breytilegt milli móðurborð framleiðenda.

Sent: Þri 24. Feb 2004 20:06
af Fletch
875 er með PAT/GAT en 865 officially ekki...

margir/flestir framleiðendur fundið leið til að hafa PAT/GAT í gangi á 865 en hinsvegar virkar það ekki með 5:4 né 3:2 divider og fer ekki hátt með 1:1 á 865 borðum...

Fletch

Sent: Þri 24. Feb 2004 23:21
af Hlynzi
Asus bara í öll mál.

Sent: Mið 25. Feb 2004 00:00
af Nemesis
Þá fæ ég mér IC7 sýnist mér - mun líklega þurfa 5:4 divider á minnið mitt ef ég yfirklukka (400Mhz minni).

Sent: Mið 25. Feb 2004 15:38
af Nemesis
Abit IC7 er samt ekki með nýjustu borðunum - ætti ég kannski frekar að fá mér AI7 borðið (jafndýrt)? Hentar það ekki betur, t.d. til yfirklukkunar, með microGuru o.fl. AI7 borðið er að vísu með 865PE kubbasettinu, en IC7 með 875P kubbasettinu. Hvað finnst ykkur?

Svo er önnur spurning: Örgjörvastæðinu er snúið um 45° á AI7 borðinu, mun ég koma Zalman "blóminu" fyrir ofan á örgjörvanum þrátt fyrir það?

Sent: Mið 25. Feb 2004 16:57
af Icarus
asus all the way maður :8)

Sent: Mið 25. Feb 2004 17:44
af Kull
Abit, ekki spurning. Missti alla trú á Asus eftir P4S8X klúðrið þeirra.

Sent: Mið 25. Feb 2004 17:51
af Hlynzi
Kull skrifaði:Abit, ekki spurning. Missti alla trú á Asus eftir P4S8X klúðrið þeirra.


Já var það ekki...eitt móðurborð. Allir gera mistök, en sumir læra af þeim aðrir ekki.

Málið er bara að versla sér ekki Intel móðurborð. :P