Er búinn að prófa þetta í rúma 7 klst seinustu 2 daga hjá félaga mínum og get sagt þér það að þetta er tær snilld.
Move og Wii eru bara ekki sambærileg (veit ekki með Motion+).
Nákvæmnin í Move er ótrúleg. Að mínu mati sér maður lang mest þessa nákvæmni í Table Tennis (Sport Champions), þar sem þú hreyfir þig fjær og nær borðinu með því að hreyfa þig fjær og nær sjónvarpinu o.fl. Einnig nýtir downloadable leikurinn Tumble Move tæknina til fulls en hann snýst um að teygja sig inní leikinn og ná í kassa og drasl og raða í turn, eins stórann og þú getur.
Þarft ekkert endilega að kaupa þér þennan Navigational Controller. Getur notað vinstri hlutann af Sixaxis í staðinn.
En mæli eindregið með að kaupa tvo Move Controller-a (eiginlega must). Það er mikið skemmtilegra að spila boga-, slagsmála- og strandblaks leikinn með tvo, og svo er enn þá skemmtilegra að spila leikina í 2 player. Við félagarnir eyddum langmestum tíma í Table Tennis, Boccia og Volleyball

.
Hef einungis spilað þetta í nokkra tíma og hef því ekki hugmynd um hversu fljótt maður fær leið á þessu, en ég býst ekki við að fá leið á þessu.
Margir spennandi leikir að fara að koma út (The Fight, Socom 4, Killzone 3, InFamous 2, LBP 2 o.fl.), nokkrir leikir sem eru núþegar komnir út sem fá Patch (Heavy Rain, MAG, EyePet o.fl.) og svo ættu að koma nóg af minni leikjum á PS Store á milli þessara stóru

.
Myndi nú halda að Socom, Killzone og MAG væru nógu hardcore leikir, og frekar spennandi...
Ég var mjög efins um að spila skotleiki eins og Killzone með Move eftir að hafa spilað skotleiki á Wii (sem var nú ágætt svosem), en eftir að hafa spilað The Shoot (downloadable "on-rails" leikur) með Move, þá lýst mér helvíti vel á að spila betri skotleiki eins og Killzone 3 með Move.
Move Starter Pack (PS Eye, Demo diskur og einn Move Controller) : 11.995 kr.
Auka Move Controller : 6.995 kr.
Sport Champions : 5.995 kr. (minnir mig).
Samtals er þetta rúmur 25 þúsund kall en vel þess virði að mínu mati eftir seinustu tvo daga

Sjálfur á ég PS Eye fyrir og kostar þetta því aðeins 20 þúsund fyrir mig, en ég get því miður ekki keypt mér þetta strax þar sem tölvan mín fékk YLOD og ný tölva er enn á leiðinni frá USA (60GB útgáfa).