Síða 1 af 1

SPDIF bracket, hvar fæst?

Sent: Fös 17. Sep 2010 00:05
af hagur
Kveldið drengir ...

Er með Gigabyte G31M-ES2L borð sem er með SPDIF header og mig vantar svona bracket til að geta nýtt hann : http://cgi.ebay.com/V-2-Gigabyte-Mother ... 3067wt_911

Vitið þið hvort þetta fáist einhverstaðar hérna ? Var búinn að kanna í Kísildal þar sem ég keypti móðurborðið, þeir áttu þetta ekki.

Einhverjar hugmyndir áður en ég hef neikvæð áhrif á vöruskiptajöfnuð landsins og panta þetta erlendis frá?

Re: SPDIF bracket, hvar fæst?

Sent: Fös 17. Sep 2010 01:03
af Hargo
hagur skrifaði:Einhverjar hugmyndir áður en ég hef neikvæð áhrif á vöruskiptajöfnuð landsins og panta þetta erlendis frá?


Ertu búinn að fá leyfi frá Jóhönnu og Steingrími til að panta þetta? :-$

Re: SPDIF bracket, hvar fæst?

Sent: Fös 17. Sep 2010 11:47
af hagur
Var nú að spá í að spyrja þau ekkert, veit hvert svarið verður (NEI) :-({|=

Re: SPDIF bracket, hvar fæst?

Sent: Fös 17. Sep 2010 12:16
af urban
Hefðir sagt þetta á þriðjudag þá hefði ég getað sent þér svona
var að henda allavega rusli sem að ég hafði ekkert við að gera

Re: SPDIF bracket, hvar fæst?

Sent: Fös 17. Sep 2010 13:02
af hagur
urban skrifaði:Hefðir sagt þetta á þriðjudag þá hefði ég getað sent þér svona
var að henda allavega rusli sem að ég hafði ekkert við að gera


Fjandinn, óheppinn ég ... jæja verður að hafa það. Ég var að panta eitt stk á E-bay.

Re: SPDIF bracket, hvar fæst?

Sent: Fös 17. Sep 2010 13:07
af urban
ég mundi prufa að óska eftir þessu hérna

ábiggilega fullt af gaurum sem að geyma allan andskotann

ef að ég man rétt þá fylgdi þetta bæði með Gigabyte og ASUS móðurborðum
sjálfsagt liggur þetta og safnar ryki einhver staðar

Re: SPDIF bracket, hvar fæst?

Sent: Fös 17. Sep 2010 16:57
af biturk
urban skrifaði:ég mundi prufa að óska eftir þessu hérna

ábiggilega fullt af gaurum sem að geyma allan andskotann

ef að ég man rétt þá fylgdi þetta bæði með Gigabyte og ASUS móðurborðum
sjálfsagt liggur þetta og safnar ryki einhver staðar



næst þegar þú hendir tölvudóti sem þú hefur ekkert með að gera.....


settu það í kassa og sendu mér :dissed

Re: SPDIF bracket, hvar fæst?

Sent: Fös 17. Sep 2010 22:37
af jombinn
Lestu þér til um hljóðkortið á móðurborðinu ef það er eitt svoleiðis áfast á móðurborðinu..þar sem spdif er digital out eða (Sony Philips Digital Interface) eins og það heitir á frummálinu. stundum hefur line out verið lika digital out ..allavegana var það þannig á gamla creative live hljóðkortinu minu..