Síða 1 af 1

Bæta HDD við í RAID 0

Sent: Mið 08. Sep 2010 05:17
af hlynuri
Sælir, ég er með 2 diska í RAID 0 (striped) og var að kaupa þriðja diksinn. er hægt að bæta honum við eða þarf ég að setja raidið upp á nýtt ???

Re: Bæta HDD við í RAID 0

Sent: Mið 08. Sep 2010 08:18
af Sydney
Verður að setja allt upp aftur með RAID0.

Re: Bæta HDD við í RAID 0

Sent: Mið 08. Sep 2010 09:17
af AntiTrust
Nokkuð viss um að þú getir ekki bætt við diskum í RAID0, hinsvegar með rétta controllernum geturu bætt við diskum í RAID5, RAID6 og flr.

Re: Bæta HDD við í RAID 0

Sent: Mið 08. Sep 2010 09:32
af emmi
Reyndar er það hægt með GIGABYTE eXtreme Hard Drive (X.H.D) (fyrir þá sem eiga Gigabyte borð sem styðja slíkt auðvitað). :)

Re: Bæta HDD við í RAID 0

Sent: Mið 08. Sep 2010 10:37
af Sydney
emmi skrifaði:Reyndar er það hægt með GIGABYTE eXtreme Hard Drive (X.H.D) (fyrir þá sem eiga Gigabyte borð sem styðja slíkt auðvitað). :)

Þú ert samt bara að fá aukinn hraða við þau gögn sem eru skrifuð eftir að þessi diskur var bættur við, vegna þess að til þess að fá aukinn hraða á allt drifið verður allt drifið að vera dreift á alla diskana, því þarf að endurbyggja arrayið frá grunni.