Síða 1 af 1

The most confusing post ever made.

Sent: Lau 14. Feb 2004 22:12
af Sveinn
Já, eins og titillinn gefur til kynna verður mjög erfitt að skilja þetta, en það er ekki hægt að skrifa þetta öðruvísi, en ég lofa að reyna að skýra þetta eins vel og ég mögulega get:

Svona standa málin:
- Ég er með 2 harða diska í tölvunni, einn 80 GB(sem er með "Windows" möppunni í) og einn 120 GB. Mér skilst að ég komi ekki fleirum hörðum diskum í, svo ég hef verið að spá, og ætla að framkvæma, að taka 80 GB(sem er með "Windows" möppunni í) diskinn og formatta hann og nota 120 GB diskinn undir Windows og uppsett forrit o.s.frv, og svo nota nýja harða diskinn sem ég ætla að kaupa mér(líklega 250 GB) undir bíómyndir og allt mögulegt. Vandamálið er, að ég er með 32 bíómyndir á 80 gb disknum og nokkra leiki líka sem ég vill helst eiga inn í tölvunni, og hinn harði diskurinn er fullur svo ég get ekki bara fært það yfir, svo ég get einfaldlega ekki verið að formatta 80 GB því mér langar í nokkur gögn þaðan.

Svo ég spyr(mjög ruglandi): Er eina leiðin til að gera þetta, að taka 120 GB diskinn úr, seta 250 GB(sem ég ætla að kaupa) í og færa yfir á hann, taka síðan 80 GB og formatta hann, taka hann úr, seta 120 gb í staðin, seta windowsið upp á honum og færa svo öll gögnin þaðan(sem eru 120 GB!) á 250 GB diskinn.
Eeeeeða.. er til önnur og einfaldari leið, komið með tillögur ;):D

Sent: Lau 14. Feb 2004 22:17
af MezzUp
Getur alveg verið með fleiri en 2 HD í tölvunni.
Flestar tölvur í dag eru með tvö IDE tengi sem að samtals geta tekið 4 IDE tæki. IDE tæki eru geisldrif, skrifarar, dvd drif og harðirdiskar (ekki floppy). Ef að þú ert búinn með öll IDE tengin á móðurborðinu geturðu keypt þér kort í tölvuna með auka IDE portum, t.d. þetta

Síðan vill ég benda þér á það að hafa lýsandi titil á bréfum :evil:

Sent: Lau 14. Feb 2004 22:53
af Sveinn
Takk kærlega og sorry með titilinn

Sent: Lau 14. Feb 2004 23:13
af MJJ
þú átt að geta haft fleiri en 2 aftengdu bara geisladrif or some í staðin og copyaðu gögnin!!

Sent: Sun 15. Feb 2004 12:34
af Vignir
Ég myndi nú bara fá mér SATA RAID controler og fá mér 250 GB SATA disk.. held að það sé einfaldlega málið sko.. :)

Sent: Sun 15. Feb 2004 12:36
af Vignir
nema auðvitað móbóinn þinn styðji SATA þá þarftu ekkert þennan SATA Raid controler :)