Þar sem ég þekki ekki búnaðinn frá A-Ö sem þú ert að fara að nota, þá get ég ekki lofað þér því að hann væri eins hljóðlátur og mögulegt er:
OCZ ModExtreme aflgjafarnir sem ég hef notað eru ekki þeir hljóðlátustu sem völ er á, en það er með fyrirvara að ég notaði þá síðast mikið fyrir um 2árum, margt sem gæti hafa breyst á þeim tíma.
MSI borðin hafa ekki verið þekkt fyrir beztu viftustýringuna (eða stöðugleika/lága bilanatíðni ef út í það er farið) og þú miðar við retail viftu, en þetta borð gæti verið undantekning og þessir i3-530 örgjörvar hitna mjög lítið.
Fer eftir því hvaða GTX460 kort þú tekur, hvort það sé með reference kælingunni (sem er alla jafna mjög hljóðlát) eða custom kælingu frá framleiðanda (sem oft eru hljóðlátari en ekki alltaf, stundum töluvert háværari sbr. ákveðnar týpur frá PowerColor, en það þá á ATI kortum).
Ég veit ekki með aðrar tölvuverzlanir en við höfum alltaf boðið fría samsetningu og stillingu á BIOS á þeim tölvum sem allir íhlutir eru keyptir frá okkur. Þetta gerum við til að tryggja það að vélin sé rétt sett saman og stillt hjá eiganda, kemur sér vel fyrir eigandan og okkur þar sem oft getur maður lennt í langri bilanagreiningu sökum einhvers klúðurs vegna samsetningu eigandans.
Þó svo við séum ekki alltaf með lægstu verðin á öllum hlutum (þó oft með lægstu verðin á hinum ýmsu hlutum) að þá munar oftast ekki meir en 1000kr.-, miðum við að tölvuverzlanir taki ~5000kr.- fyrir að setja saman tölvu að þá þegar við horfum á dæmið til enda ertu ekki að spara þér neitt með því að kaupa hlutina ódýrast á sitt hvorum staðnum eða hjá Buy.is þar sem þú þarft hvort eð er að borga einhverjum/kalla inn greiða ef þú vilt vera 100% á að allt sé rétt gert.
Auk þess geturðu þá fengið sölumenn til að leiðbeina þér að sem hljóðlátustu og hagkvæmustu vörunum
En ég ætla ekki að vera með einhverja svaka sölumennsku, vildi bara koma þessu á framfæri þar sem margir hafa brennt sig á því að vera að stökkva á milli staða og lenda svo í endemisveseni ef eitthvað er bilað.