Síða 1 af 1
i7 eða i5
Sent: Fim 29. Júl 2010 00:06
af GilliHeiti
Sælir vinir,
Ég er byggja mér tölvu sem ég mun aðallega nota í tölvuleikjaspilun og er að spá hvort að mikill munur sé á:
Intel Core i7-930 2.8GHz - 46.900 kr
Intel Core i5-750 2.66 GHz - 33.900 kr
Ég er að eyða alveg síðustu aurunum í þetta og er að passa mig gríðalega hvað ég kaupi.
Nú er 13.000 kr alveg peningur, er líklega að fá mér Kingwin LAZER 750W - 20.000 kr, Cooler Master HAF 932 Full Tower Black Case - 29.990 kr, GIGABYTE ATI Radeon HD5870 OC 1GB - 69.990 kr og Kingston DDR3-1600 4GB(2x2GB) - 19.990 kr með þessu, vantar reyndar eitthvað gott og hagstætt móðurborð, endilega mælið með eitthverju slíka ef þið lumið á leyndum fjársjóð.
En aðalsmurningin er semsagt þessi, er i7 þess virði og ef svo er, hví?
Re: i7 eða i5
Sent: Fim 29. Júl 2010 00:14
af vesley
Ég mæli miklu frekar með i7-930 bæði því hann er með Hyperthreading, svo nær hann líka bara mikið betri klukkun.
Þarft samt að velja triple channel vinnsluminni ef þú verður með i7-9xx örgjörva.
Sjálfur mæli ég með þessu móðurborði
http://www.buy.is/product.php?id_product=964 hef sett saman vél með því og var virkilega að fýla það.
Re: i7 eða i5
Sent: Fim 29. Júl 2010 11:24
af audiophile
i5-750
Ef þú átt ekki skítnóg af peningum, þá er það málið. Ekki nóg með að i7-920 sé dýrari, þá þarftu að fá þér dýrara minni (3 channel kit) og dýrara móðurborð. i5 notar 1156 sökkulinn og 920 notar 1366.
Ef þú ert aðallega að fara í tölvuleiki hefurðu lítið sem ekkert við Hyperthreading að gera, enda keyra margir leikir betur þegar búið er að slökkva á því. 750 örrinn er fáránlega öflugur miðað við hvað hann kostar og mér finnst persónulega 920 og 1366 platformið vera of dýrt, enda er Intel með öll verð í botni þessa stundina vegna lítillar samkeppni frá AMD.
Ef þú ert með 5870 kort með i5-750 og 4GB af góðu minni, ertu með virkilega öfluga tölvu sem ræður við allt í dag á allavega 1920x1080 upplausn í bestu gæðum. Eitthvað betra en þetta setup er sóun á peningum nema þú þurfir virkilega á því að halda eða ert bara djúpt sökkinn nörd sem hefur ekkert betra við peninginn að gera.
Re: i7 eða i5
Sent: Fim 29. Júl 2010 12:00
af JohnnyX
vesley skrifaði:Ég mæli miklu frekar með i7-930 bæði því hann er með Hyperthreading, svo nær hann líka bara mikið betri klukkun.
Þarft samt að velja triple channel vinnsluminni ef þú verður með i7-9xx örgjörva.
Sjálfur mæli ég með þessu móðurborði
http://www.buy.is/product.php?id_product=964 hef sett saman vél með því og var virkilega að fýla það.
það þarf ekkert að vera triple channel. Getur notast við dual channel. Sjá
hér
Re: i7 eða i5
Sent: Fim 29. Júl 2010 12:19
af gardar
i7 > *
Re: i7 eða i5
Sent: Fim 29. Júl 2010 17:25
af GilliHeiti
Já, ég held að ég fái mér i5, alveg nóg handa mér.
Re: i7 eða i5
Sent: Fim 29. Júl 2010 17:38
af chaplin
i5 er auðvita yfirkeyrandi nóg fyrir 99% notenda, og fyrir sjálfsagt alla leikjaspilara þar sem HT nýtist ekkert (lítið sem ekkert) í leikjaspilun. Ef þú ert hinsvegar mikið í hljóð-, video-, eða almennri myndvinnslu er HT besti vinur þinn. Einnig ef þú ert mikið að reikna út mjög mjög þungar formúlur þá er HT godmode.