i7 eða i5


Höfundur
GilliHeiti
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Mið 28. Júl 2010 23:51
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

i7 eða i5

Pósturaf GilliHeiti » Fim 29. Júl 2010 00:06

Sælir vinir,

Ég er byggja mér tölvu sem ég mun aðallega nota í tölvuleikjaspilun og er að spá hvort að mikill munur sé á:

Intel Core i7-930 2.8GHz - 46.900 kr
Intel Core i5-750 2.66 GHz - 33.900 kr

Ég er að eyða alveg síðustu aurunum í þetta og er að passa mig gríðalega hvað ég kaupi.

Nú er 13.000 kr alveg peningur, er líklega að fá mér Kingwin LAZER 750W - 20.000 kr, Cooler Master HAF 932 Full Tower Black Case - 29.990 kr, GIGABYTE ATI Radeon HD5870 OC 1GB - 69.990 kr og Kingston DDR3-1600 4GB(2x2GB) - 19.990 kr með þessu, vantar reyndar eitthvað gott og hagstætt móðurborð, endilega mælið með eitthverju slíka ef þið lumið á leyndum fjársjóð.

En aðalsmurningin er semsagt þessi, er i7 þess virði og ef svo er, hví?




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: i7 eða i5

Pósturaf vesley » Fim 29. Júl 2010 00:14

Ég mæli miklu frekar með i7-930 bæði því hann er með Hyperthreading, svo nær hann líka bara mikið betri klukkun.

Þarft samt að velja triple channel vinnsluminni ef þú verður með i7-9xx örgjörva.

Sjálfur mæli ég með þessu móðurborði http://www.buy.is/product.php?id_product=964 hef sett saman vél með því og var virkilega að fýla það.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: i7 eða i5

Pósturaf audiophile » Fim 29. Júl 2010 11:24

i5-750

Ef þú átt ekki skítnóg af peningum, þá er það málið. Ekki nóg með að i7-920 sé dýrari, þá þarftu að fá þér dýrara minni (3 channel kit) og dýrara móðurborð. i5 notar 1156 sökkulinn og 920 notar 1366.

Ef þú ert aðallega að fara í tölvuleiki hefurðu lítið sem ekkert við Hyperthreading að gera, enda keyra margir leikir betur þegar búið er að slökkva á því. 750 örrinn er fáránlega öflugur miðað við hvað hann kostar og mér finnst persónulega 920 og 1366 platformið vera of dýrt, enda er Intel með öll verð í botni þessa stundina vegna lítillar samkeppni frá AMD.

Ef þú ert með 5870 kort með i5-750 og 4GB af góðu minni, ertu með virkilega öfluga tölvu sem ræður við allt í dag á allavega 1920x1080 upplausn í bestu gæðum. Eitthvað betra en þetta setup er sóun á peningum nema þú þurfir virkilega á því að halda eða ert bara djúpt sökkinn nörd sem hefur ekkert betra við peninginn að gera.


Have spacesuit. Will travel.


JohnnyX
/dev/null
Póstar: 1442
Skráði sig: Sun 04. Jan 2009 18:25
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: i7 eða i5

Pósturaf JohnnyX » Fim 29. Júl 2010 12:00

vesley skrifaði:Ég mæli miklu frekar með i7-930 bæði því hann er með Hyperthreading, svo nær hann líka bara mikið betri klukkun.

Þarft samt að velja triple channel vinnsluminni ef þú verður með i7-9xx örgjörva.

Sjálfur mæli ég með þessu móðurborði http://www.buy.is/product.php?id_product=964 hef sett saman vél með því og var virkilega að fýla það.


það þarf ekkert að vera triple channel. Getur notast við dual channel. Sjá hér



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: i7 eða i5

Pósturaf gardar » Fim 29. Júl 2010 12:19

i7 > *




Höfundur
GilliHeiti
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Mið 28. Júl 2010 23:51
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: i7 eða i5

Pósturaf GilliHeiti » Fim 29. Júl 2010 17:25

Já, ég held að ég fái mér i5, alveg nóg handa mér.



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: i7 eða i5

Pósturaf chaplin » Fim 29. Júl 2010 17:38

i5 er auðvita yfirkeyrandi nóg fyrir 99% notenda, og fyrir sjálfsagt alla leikjaspilara þar sem HT nýtist ekkert (lítið sem ekkert) í leikjaspilun. Ef þú ert hinsvegar mikið í hljóð-, video-, eða almennri myndvinnslu er HT besti vinur þinn. Einnig ef þú ert mikið að reikna út mjög mjög þungar formúlur þá er HT godmode.