Síða 1 af 1

19" Skjár

Sent: Fös 06. Feb 2004 13:23
af fallen
Ég er að leita mér að 19" skjá á bilinu 20-30 þúsund.
Sem væri fínn í leikina og þannig :wink: :?:
Vitiði um eitthverja góðann skjá sem ég get keypt hérna á íslandi sem fellur undir þetta verð? :o
Ég er búinn að vera soldið að spá í http://www.task.is/Scripts/prodView.asp?idproduct=787 :8)
Endinlega commentið á þennann skjá og látið vita ef þið vitið um eitthvað betra :wink:

Re: 19" Skjár

Sent: Fös 06. Feb 2004 13:30
af xtr
Ég mæli ekki með þessum í leikina sem er á task. en ég á svona http://www.computer.is/vorur/3366 og http://www.computer.is/vorur/1997 .. lítu á hertzin, t.d ef þú ert að fara spila counter-strike þá er betra að vera með yfir 100 hertz eða allavega 100 hertz :)

Re: 19" Skjár

Sent: Fös 06. Feb 2004 17:05
af Icarus
xtr skrifaði:Ég mæli ekki með þessum í leikina sem er á task. en ég á svona http://www.computer.is/vorur/3366 og http://www.computer.is/vorur/1997 .. lítu á hertzin, t.d ef þú ert að fara spila counter-strike þá er betra að vera með yfir 100 hertz eða allavega 100 hertz :)



eitthvað fannst mér fyrri skjárinn lúkka ekki svo vel. en 100hz 19" skjár á innan við 30þúsund, er eitthvað varið í þannig, endist þetta eitthvað ?

Re: 19" Skjár

Sent: Fös 06. Feb 2004 23:31
af xtr
Ætti að gera það :) Ég er með mína báða overclocka eða öllu heldur ReForce .. eru alveg í fínu standi á fullu :D

Sent: Lau 07. Feb 2004 17:31
af Voffinn
Bara til að hafa það á hreinu. Þú ert ekki að yfirklukka skjái þegar þú hækkar refresh rate á þeim.

Sent: Þri 10. Feb 2004 11:47
af Lakio
37.700kr

og
19'', Samsung Syncmaster, 1600x1200 við 85Hz, 0,22mm, TCO03 26.900 (Hugver)(ég held að KT séu líka með þennan skjá en http://www.kt.is liggur niðri)

Sent: Fös 13. Feb 2004 19:42
af Gothiatek
Hefur einhver reynslu eða komment um þennan: http://www.computer.is/vorur/3708

Sent: Fös 13. Feb 2004 20:27
af MJJ
Kauptu þér allt annað en Samsung og Hansol, ég átti Hansol eftir 7 mánuði rústast myndlampinn sem er því miður af tegundinni Samsung, og þar að auki eru Samsung bilanamestu sjónvarpstæki sem til eru, fáðu þér frekar JDV merkið sem Bónus selur, en HYUNDAI Q910 fyrir ofan er fínn!

Sent: Mán 16. Feb 2004 14:06
af Xnotandi
...ég átti Hansol eftir 7 mánuði rústast myndlampinn sem er því miður af tegundinni Samsung, og þar að auki eru Samsung bilanamestu sjónvarpstæki sem til eru...
þetta getur bara hafa verið gallaður skjár...

Sent: Mán 16. Feb 2004 16:37
af Arnar
MJJ, varstu að ráðleggja honum að kaupa tölvuskjá frá bónus?

Sent: Mán 16. Feb 2004 18:53
af Dannir
Ég á Hansol 19" skjá af ódýrustu gerð og hann er að virka fínt.
Búinn að eiga hann í eitt ár og aldrei klikkað :)

Ég er með hann í 1024*728 og er með hann í 110hz (hann höndlar ekki 111hz)


Þannig að allir hansol skjáir eru ekki drasl þótt að 1 hafi klikkað.

http://www.tolvulistinn.is

19" Hansol (920P), Dark Tint, 1280x1024@85Hz, 1600x1200@75Hz, 0.26mm, Hvítur 21.900


þetta er minn skjár :wink:

Sent: Mán 16. Feb 2004 21:38
af Icarus
MJJ skrifaði:Kauptu þér allt annað en Samsung og Hansol, ég átti Hansol eftir 7 mánuði rústast myndlampinn sem er því miður af tegundinni Samsung, og þar að auki eru Samsung bilanamestu sjónvarpstæki sem til eru, fáðu þér frekar JDV merkið sem Bónus selur, en HYUNDAI Q910 fyrir ofan er fínn!


já, að kaupa sér eitthvað annað en mat frá bónus flokkast ekki undir gáfulega hluti :roll:

Sent: Þri 17. Feb 2004 21:05
af Hlynzi
Ég fékk mér nú 17" skjá professional línan frá CTX, og ég verð að segja á þeim fáu lönum sem ég hef mætt á hefur minn skjár verið gjörsamlega að vallta yfir hina 19" skjáina.

CTX PR705f, kostaði 35 kall þegar ég verslaði hann, .... sé bara alls ekki eftir því. Ég veit alveg að ég myndi fara í sömu tegund fyrir 19" skjá. CTX Professional línan.

Sent: Þri 17. Feb 2004 22:15
af skipio
Lakio skrifaði:37.700kr


Þetta er mjög gott verð fyrir Viewsonic P95f+b. Mæli eindregið með því að þú a.m.k. kíkjir á hann. Þetta er alvöru skjár - DiamondPro túba frá Mitsubishi (sambærilegt við betri Trinitron skjái). Svoleiðis í allt, allt öðrum gæðaflokki heldur en þessir 25-30k skjáir.

Þetta er allavega skjár sem af speccinu að dæma ég myndi sætta mig við þótt ég kysi frekar túbuna sem er í P90f skjánum og þá helst í Mitsubishi útgáfunni (Diamond Pro 930). En hún kostar auðvitað meira.

Sent: Þri 17. Feb 2004 22:25
af skipio
Hlynzi skrifaði:Ég fékk mér nú 17" skjá professional línan frá CTX, og ég verð að segja á þeim fáu lönum sem ég hef mætt á hefur minn skjár verið gjörsamlega að vallta yfir hina 19" skjáina.

CTX PR705f, kostaði 35 kall þegar ég verslaði hann, .... sé bara alls ekki eftir því. Ég veit alveg að ég myndi fara í sömu tegund fyrir 19" skjá. CTX Professional línan.


Get vel trúað því; furðulegt hvað fólk er tilbúið að kaupa dýrar tölvur og nota þær svo með mest crappy og ódýrasta skjánum sem það getur fundið.

Sjálfur nota ég enn 17" skjá (skipti líklega á næsta ári) sem var, þegar ég keypti hann, langbesti 17" skjárinn sem ég gat fundið (og verðið eftir því) og hann, þrátt fyrir að vera nú kominn vel til ára sinna, gjörsamlega rústar yfir 90% af öllum þeim skjám sem ég hef séð hingað til. LCD skjáir eru auðvitað skarpari en [enn] með ömurlega liti.

Því miður get ég ekki fengið mér LCD skjá þar sem ég er að stússast talsvert í myndvinnslu og LCD skjáir með góða liti (mjög fáir skjáir) eru undantekningarlaust með mjög lélegt refresh rate og/eða aðra galla (t.d. dýrir!)