Síða 1 af 1

Vantar pínu hjálp ...

Sent: Fös 30. Jan 2004 12:06
af gislithor
Hi .

Byrja á að lýsa tölvu. ... sko ég er með GA-7VAX1394-A mobo. 2300 amd xp örgjörva og 512 ocz að ég helt minni. og svo 4200 128 skjakort. plús ég er með þráðlaust heima net frá símanum "ef það skiptir máli"

Þanni er nú vandamál mitt. ;).. lendi í því nýlega að allt í einu fóru allir tölvuleikir að hikksta stöðugt (reglulegt hikkst). Ég varð mjög pirraður og sá fljótt að þetta gat varla verið hver leikur fyrir sig, ég fór að leitast um á netinu og ekkert varð mér ágengt.. en svo eitt kvöldið .. í miðjum Bios updates og VIA4in1 driver frency update-i hjá mér hrökk þetta í lag. Ég hafði nenfilegast allt í einu tekið eftir því að þegar talvana var ræst og User login skjarin var uppi .. og þegar maður klikkaði að sitt user account þá hikkstaði það örlítið .. en nú var allt svo smooth eftir öll þessi updates... en nó með það ... ég gat farið og spilað max payne 2 og halflife modz aftur.. hamingja .. nema hvað .. allt í i einu í gær .. fæ ég upp viðvörun um að ég þurfi að setja winxp diskin í því að einhverjir file-ara hafi breyst .. ??? ég geri það og það hverfur .. en eftir það er þetta hikkst komið aftur... ??? ég fríka út og formata tölvuna .. am soldið fljótur kannski .. en ég reyndar fór og checkaði hvort ég gæti gert system restore en það virðist allt hafa farið þaðan út ?? engir restore points ...:(
(er með sér disk bara fyrir stýrikerfið cirka 40 gig.)

installa winxp og öllum updates og svo nýjasta VIA4in1 og svo nýjasta bios update.... en samt sem áður er þetta sama hikkst í gangi. ??? ég set inn dirext 9.0b... ekkert breytist ???? fer á blackviper og stilli services sona þokkaleg. ekkert verður betra ???

Það sem pirrar mig mest er tölvan var einu sinni með þetta problem .. svo náði ég að losa mig við það í cirka 1 mánuð .. en núna er það komið aftur ???

hvað getur verið skýring á þessu sulli ??? er málið að formata aftur og setja upp í FAT32 ??? allir aðrir diskar í tölvunni á NTFS ? eru einhverjar bios stillingar sem ég gæti gert ?

ef þið hafið lesið þetta eru þið stjörnur .. ef þið nennið að beina mér á rétta leið þá eru þið hetjur.....

ef ekki segjið mér hvaða mobo .. ég get keypt í staðin fyrir þetta sem ég er með fyrir slick á íslandi .. því að ég ætla að fara og keyra yfir það um helgina ef þetta reddast ekki :evil:

takk takk.

Sent: Fös 30. Jan 2004 12:30
af Bendill
Hérna er eitt gott á undir tíu þúsund :D

Annars hef ég ekki hugmynd hvað þetta gæti verið, en VIA kubbasett eru stundum erfið...

Sent: Fös 30. Jan 2004 12:35
af gislithor
Bendill skrifaði:Hérna er eitt gott á undir tíu þúsund :D

Annars hef ég ekki hugmynd hvað þetta gæti verið, en VIA kubbasett eru stundum erfið...


takk cool..

am sammála með VIA dæmið

Sent: Fös 30. Jan 2004 13:13
af Damien
Hehe odinnn er með sama vandamál, þ.e. þessi villuskilaboð, ekki laggið.
Það kemur alltaf eitthvað "einhverjir windows file'ar eru í hakki, settu XP diskinn í til að laga". Þegar hann setur windows diskinn í þá lagast þetta ekki... man nú reyndar ekki hvað gerist...
odinnn er í útlöndum núna þannig að ég veit ekki hvort hann komist í tölvu til að upplýsa þig betur um þetta...sry... :?

Sent: Mið 04. Feb 2004 19:54
af Buddy
Reglulegt hikst vísar svolítið til vandamáls með netkort. Prófaðu að diseibla það í BIOS ef þú getur. Ég gruna líka harða diskinn. Gæti verið að hann sé alltaf að skemma sömu skrárnar. Farðu yfir hann og tékkaðu líka vel á IDE controllernum og að hann sé með nýjustu reklunum. Prófaðu að setja vélina upp án 4in1 eða með aðra útgáfu.

Sent: Mið 04. Feb 2004 23:46
af gnarr
ég er einmit með sama vandamál ;( netkortið mitt lætur tölvuna hiksta á svona sekúndufresti :p er einhver leið til að laga þetta? þetta hikstar bæði hljóð og mynd.. and it sucks. eru til einhver netkort sem eru "hikst laus" eða er þetta móðurborð vandamál?

Sent: Mið 04. Feb 2004 23:57
af Buddy
Ég á yfirleitt svo mikið af netkortum að ég skipti bara um. Kauptu bara eitthvað annað. Þau kosta svo lítið. Unistallaðu samt fyrst. Kauptu annað með öðru kubbasetti.

Sent: Fim 05. Feb 2004 00:46
af gnarr
ég ætla að prófa 3com. ég er með 2 cnet sem að hygsta bæði eins ;(