Síða 1 af 1

Skjákort hugsanlega dáið...

Sent: Lau 03. Apr 2010 14:38
af Bassismus
Ég lenti í því á fimmtudagskvöldið að skjákortið mitt(held ég örugglega) gaf upp öndina.
Ég varð var við að það var komið flökt í leikina sem ég spila... skjáflökt eins og það væri galli í leiknum sem getur ekki verið því að þeir virkuðu fínt fyrr í vikunni.
Get ég ekki gengið að því vísu að þetta sé skjákortið frekar en eitthvað annað?
Ef svo er hvaða skjákort er sambærilegt GeForce 7300 GS en samt kannski ponsu betra en ekkert óeðlilega dýrt?

Re: Skjákort hugsanlega dáið...

Sent: Lau 03. Apr 2010 14:40
af Frost
http://buy.is/product.php?id_product=823

Þetta er mikið betra en 7300gs og það er ódýrt, gætir spilað leikina miklu betur með þessu skjákorti.

Getur líka prófað að nota skjákortið í annari tölvu, það gæti útilokað margt og sagt þér að skjákortið sé ónýtt.

Re: Skjákort hugsanlega dáið...

Sent: Lau 03. Apr 2010 14:47
af GuðjónR
Ekki ólíklegt að það sé skjákortið, en það gæti líka verið að driverinn fyrir skjákortið sé í ruglinu.

Re: Skjákort hugsanlega dáið...

Sent: Lau 03. Apr 2010 14:51
af Bassismus
GuðjónR skrifaði:Ekki ólíklegt að það sé skjákortið, en það gæti líka verið að driverinn fyrir skjákortið sé í ruglinu.


Ég uppfærði driverinn, þurfti svo að endurræsa vélina þökk sé window's update og vélin keyrði sig ekki upp aftur...