Síða 1 af 1

Góð kaup á fartölvu

Sent: Mið 17. Mar 2010 11:51
af Stubbyr
Ég er búin að vera á útkíkki eftir sæmilegri fartölvu frá því fyrir áramót, er að nota Dell-lánsvél sem ég þarf að skila í þessum mánuði.

Strákar, ég er búin að fá nóg af að rembast við að fylgjast með (reyna að lesa út hvað gerir hvað og hefur hvaða áhrif) og finnst blóðugt að td. Toshiba Satelite hafi hækkað um 50 þús frá því fyrir jól - skil bara ekki svona verðhækkanir.

Ég þigg ábendingar um hvað ég ætti að "versla" þannig að vinnsluminni dugi til einhverra "ára".

Ég nota helst:
Word, Excel og ýmis konar tölfræði (Gretl), Firefox (og Snapshot sem er snilld), verð náttúrlega að komast á netið (nota það slatta og með marga flipa opna) og þigg ábendingar um gott vírusforrit.

Þar sem ég er að nota tölur nokkuð mikið væri best að lyklaborð hefði tölusett til hliðar (en ekki bara ofan við bókstafi) en 17" skjár er ekki atriði :wink: ég kann að stækka texta

Eruð þið til í að hjálpa mér ? :megasmile

Re: Góð kaup á fartölvu

Sent: Mið 17. Mar 2010 12:04
af AntiTrust
Hm.

Ég þigg ábendingar um hvað ég ætti að "versla" þannig að vinnsluminni dugi til einhverra "ára".


Ég ætla að gefa mér það útfrá þessu kommenti að þú sért ekki alveg með á nótunum hvað varðar íhluti í tölvum. Vinnsluminni hefur það hlutverk að vera tímabundið minni, og er stækkanlegt og útskiptanlegt nánast eftir þörfum - svo ég myndi varla hafa áhyggjur af því. 2Gb DDR2/DDR3 myndi líklegast alveg duga þér, en svo geturu alltaf farið upp í 4Gb og jafnvel 8Gb á sumum vélum ef þess þarf.

Ef þú vilt vél sem dugir í nokkur ár, helst án vandræða, með fínni rafhlöðuendingu og rafhlöðu sem endist líka í meira en ár (sem virðist vera nokkuð algengt, en að sjálfsögðu fer það eftir meðferðinni) þá myndi ég hiklaust mæla með IBM/Lenevo vél.

Hvað varðar tölurnar er það e-ð sem ég myndi ekki setja fyrir mig, fáar ef e-rjar vélar sem bjóða upp á full keyboard með numpadinu, án þess að vera 17". Frekar að fókusa á að kaupa góða vél sem hentar þér vel, og svo bluetooth/USB utanáliggjandi numpad, það er líka mikið þæginlegra að vinna með það upp á staðsetningu.

Og í sambandi við vírusvörn, Microsoft Security Essentials er vörn sem hefur verði að gera góða hluti og ég get persónulega mælt með. Auðvitað eru til margar aðrar góðar og jafnvel fríar varnir, en best er að varast helvítis varnirnar sem fylgja oft með vélunum. Trend, Norton, Kaspersky og flr varnir eru oft svo ógeðslega mikið bloatware að þær gera meiri skaða en góða, og hægja verulega á vinnslugetu vélarinnar.

Re: Góð kaup á fartölvu

Sent: Mið 17. Mar 2010 12:23
af Halli25
Veit ekki hvers vegna þú segjir að Toshiba hafi hækkað um 50 þúsund frá jólum...
Ef þú ert í stöð 2 vild er þetta snilldar tilboð...
http://tl.is/vara/19724
Persónulega nota ég Avira ódýr og góð vírusvörn :)