1.5TB keyrir ekki í gang lengur
Sent: Fös 12. Mar 2010 05:21
Á frábæran HDD sem ég keypti fyrir nokkrum mánuðum. Samsung 1.5TB EcoGreen Serial-ATA II, 32MB buffer, 5400sn. Hann þoldi merkilega mikið, sem flakkari, en að því kom að hann nálin hætti að lesa plöturnar -- eða eitthvað þannig, hann s.s. gerir tilraun til að snúast í gang en nær því ekki þó ítrekaðar tilraunir séu. Fór að láta svona loksins eftir að dyravörður á kaffihúsi barði á töskuna mína til ath hvort ég væri með bjór í henni (en förum ekki út í það, hah). Slæmt að tapa rúmum 20 þúsundum eftir stuttan tíma, en verra þykir mér að missa allt kvikmynda og tónlistasafnið.
Get ég gert eitthvað?
Hef lesið ansi mikið um að það að frysta diska sem eru svona geri manni kleift að ná af þeim gögnunum. Kannast einhver við það? Gefið ráð?
Já og ég veit, backup, backup, backup (ég á alveg ehð af þessum gögnum á öðrum diskum). Ætlaði alltaf að kaupa annan eins sem lægi ónotaður með öllum gögnunum á. En svona fór þetta og ég læri af þessu, ferðast ekki með HDD framar án þess að hann sé í einhverjum mjúkum-hörðum umbúðum.
Get ég gert eitthvað?
Hef lesið ansi mikið um að það að frysta diska sem eru svona geri manni kleift að ná af þeim gögnunum. Kannast einhver við það? Gefið ráð?
Já og ég veit, backup, backup, backup (ég á alveg ehð af þessum gögnum á öðrum diskum). Ætlaði alltaf að kaupa annan eins sem lægi ónotaður með öllum gögnunum á. En svona fór þetta og ég læri af þessu, ferðast ekki með HDD framar án þess að hann sé í einhverjum mjúkum-hörðum umbúðum.