Geforce FX -fyrirferðamikil hávaðasöm dós-
Sent: Mán 27. Jan 2003 15:52
Nú hafa loksins komið greinar um Geforce FX, nýja flaggskipið frá Nvidia sem átti að slá Radeon 9700 Pro út. Það er búið að vera mikil seinkun á þessu korti þar sem þeir voru að takast á við nýja tækni sem er 0.13 míkrón í stað 0.15 sem gerir þeim kleift að setja fleiri transitora á ákveðið flatamál sem eykur reiknigetu grafíska örgjörvans ( GPU ).
Ekki er að sjá að þeim hafi tekist áætlunarverk sitt, þá á ég við að slá út ATI með Radeon 9700 miðað við fyrstu línurit. Radeon er enn hæst í mörgum 3D forritum og leikjum. Þó svo að reklarnir ( drivers ) eru enn í smíðum fyrir FX kortið mátti alveg búast við því að það myndi valta yfir Radeon þar sem FX er með 500mhz örgjörva og 1Ghz DDR II minni á móti Radeon 350mhz og 500mhz DDR minni.
FX kortið tekur AGP raufina og plús eina PCI rauf sem mun ekki gegna neinu öðru hlutverki en að vera pláss fyrir FX kortið. Enda er þetta engin smá hlussa, það vegur ca. 3/4 úr kílói.
Það er risastórt kælunarkerfi á kortinu sem minnir helst á techno hárblásara. Hávaðinn er skerandi og heyrist á milli herbergja. Viftan gírar sig upp og niður eftir því sem þú ert í tvívíðum forritum eða þrívíðum. Auðvitað heyrist hæst í henni í þrívíðum forritum þar sem örgjörvinn þarf kreista út meiri reiknigetu. Nvidia sem setur þessa kælingu sem skilyrði fyrir framleiðendur segist koma með tækni til þess að lækka hávaðann, ég bíð spenntur hvernig þeir fara að því að leysa það.
Það er ekki nóg að fá bara rafmagn úr AGP raufinni heldur þarf maður líka að fá rafmagn beint úr aflgjafanum ( Powersupply ) og má hann ekki fara niður fyrir 300 vött samkvæmt stöðlum Nvidia. Maður tekur rafmagnstengingu eins og maður setur í hörðu diskana og stingur því í FX kortið. Ef ekki, þá keyrir örgjörvinn bara á 350mhz og minnið á 500-600mhz.
Það má líka taka það fram að FX og Radeon eru bæði hönnuð með directx 9 í huga og þá munum við koma til með að sjá nýja vídd í þrívíddarleikjum s.s. litir verða skírari og umhverfisljós ( Shaders ) munu gefa þeim raunverulegri dýpt.
Af því sem ég hef lesið um Geforce FX má líkja við spilaborg sem hefur hrunið fyrir framan mig. Vonandi koma þeir með úrbætur á þessari hávaðasömu techno hárþurrku með næstu kynslóðum af NV3x kubbasettinu. Sömuleiðis munu ATI menn sem framleiða Radeon 9700 Pro koma með enn eitt trompið á næstu 2 mánuðum. Það er engin spurning að Nvidia er að missa buxurnar niður fyrir hæla og er að detta niður stigann.
Hér fyrir neðan eru innihaldsmeiri greinar um FX kortið :
http://www.tomshardware.com/graphic/20030127/index.html
http://www.anandtech.com/video/showdoc.html?i=1779
PeZiK
" Það geta leynst villur í tölum, þá biðst ég afsökunar á því "
Ekki er að sjá að þeim hafi tekist áætlunarverk sitt, þá á ég við að slá út ATI með Radeon 9700 miðað við fyrstu línurit. Radeon er enn hæst í mörgum 3D forritum og leikjum. Þó svo að reklarnir ( drivers ) eru enn í smíðum fyrir FX kortið mátti alveg búast við því að það myndi valta yfir Radeon þar sem FX er með 500mhz örgjörva og 1Ghz DDR II minni á móti Radeon 350mhz og 500mhz DDR minni.
FX kortið tekur AGP raufina og plús eina PCI rauf sem mun ekki gegna neinu öðru hlutverki en að vera pláss fyrir FX kortið. Enda er þetta engin smá hlussa, það vegur ca. 3/4 úr kílói.
Það er risastórt kælunarkerfi á kortinu sem minnir helst á techno hárblásara. Hávaðinn er skerandi og heyrist á milli herbergja. Viftan gírar sig upp og niður eftir því sem þú ert í tvívíðum forritum eða þrívíðum. Auðvitað heyrist hæst í henni í þrívíðum forritum þar sem örgjörvinn þarf kreista út meiri reiknigetu. Nvidia sem setur þessa kælingu sem skilyrði fyrir framleiðendur segist koma með tækni til þess að lækka hávaðann, ég bíð spenntur hvernig þeir fara að því að leysa það.
Það er ekki nóg að fá bara rafmagn úr AGP raufinni heldur þarf maður líka að fá rafmagn beint úr aflgjafanum ( Powersupply ) og má hann ekki fara niður fyrir 300 vött samkvæmt stöðlum Nvidia. Maður tekur rafmagnstengingu eins og maður setur í hörðu diskana og stingur því í FX kortið. Ef ekki, þá keyrir örgjörvinn bara á 350mhz og minnið á 500-600mhz.
Það má líka taka það fram að FX og Radeon eru bæði hönnuð með directx 9 í huga og þá munum við koma til með að sjá nýja vídd í þrívíddarleikjum s.s. litir verða skírari og umhverfisljós ( Shaders ) munu gefa þeim raunverulegri dýpt.
Af því sem ég hef lesið um Geforce FX má líkja við spilaborg sem hefur hrunið fyrir framan mig. Vonandi koma þeir með úrbætur á þessari hávaðasömu techno hárþurrku með næstu kynslóðum af NV3x kubbasettinu. Sömuleiðis munu ATI menn sem framleiða Radeon 9700 Pro koma með enn eitt trompið á næstu 2 mánuðum. Það er engin spurning að Nvidia er að missa buxurnar niður fyrir hæla og er að detta niður stigann.
Hér fyrir neðan eru innihaldsmeiri greinar um FX kortið :
http://www.tomshardware.com/graphic/20030127/index.html
http://www.anandtech.com/video/showdoc.html?i=1779
PeZiK
" Það geta leynst villur í tölum, þá biðst ég afsökunar á því "