Kjarni 0 fer á fullt af engri ástæðu, tölva hægir á sér
Sent: Þri 09. Feb 2010 15:04
Fyrir u.þ.b. viku lenti ég í því að annar kjarninn í E6400 örranum mínum fór að sveiflast á milli idle og 100% í task manager. Samt var ekkert process skráð með CPU notkun annað en system idle process.
Þetta hægði verulega á tölvunni. Ég restartaði henni sem gekk hægt og þegar hún kveikti á sér var ennþá sama rugl í gangi. Þá fór eitthvað helvítis windows update í gang og það ætlaði aldrei að klárast og tölvan laggaði hrikalega á meðan svo ég slökkti á henni. Eftir það gat ég ekki kveikt á henni aftur, fékk eitthvað missing file error við startup, sem var hugsanlega vegna þess að ég slökkti á henni í miðju windows update.
Svo formattaði ég stýrikerfisdiskinn og setti aftur upp XP. Þá virtist allt vera í himnalagi en í dag, kannski þremur dögum eftir format virðist þetta vandamál vera komið aftur. Músin fer að lagga og tölvan verður almennt hæg og leikir illspilanlegir.
Ég er búinn að kanna hitann á kjörnum, er svipaður á báðum og fer ekki yfir 52°c, sem er vel undir hættumarki. Hvað dettur mönnum í hug?
Þetta hægði verulega á tölvunni. Ég restartaði henni sem gekk hægt og þegar hún kveikti á sér var ennþá sama rugl í gangi. Þá fór eitthvað helvítis windows update í gang og það ætlaði aldrei að klárast og tölvan laggaði hrikalega á meðan svo ég slökkti á henni. Eftir það gat ég ekki kveikt á henni aftur, fékk eitthvað missing file error við startup, sem var hugsanlega vegna þess að ég slökkti á henni í miðju windows update.
Svo formattaði ég stýrikerfisdiskinn og setti aftur upp XP. Þá virtist allt vera í himnalagi en í dag, kannski þremur dögum eftir format virðist þetta vandamál vera komið aftur. Músin fer að lagga og tölvan verður almennt hæg og leikir illspilanlegir.
Ég er búinn að kanna hitann á kjörnum, er svipaður á báðum og fer ekki yfir 52°c, sem er vel undir hættumarki. Hvað dettur mönnum í hug?