Síða 1 af 1

Uppfæra spilara í Icy Box ?

Sent: Fim 04. Feb 2010 12:04
af hafthoratli
Hvernig get ég uppfært Icy Box spilarinn minn til að geta spila öll formöt?

Re: Uppfæra spilara í Icy Box ?

Sent: Fim 04. Feb 2010 12:57
af einarhr
Ég efst stórlega að Firmware update leyfi spilaranum að spila öll formöt. Hér finnur þú Firmware fyrir spilaran http://www.icybox.com.tw/page/service/driver.htm.

Þú verður einfaldlega að fá þér öflugri spilara til að spila td HD efni(MKV)

Re: Uppfæra spilara í Icy Box ?

Sent: Fim 04. Feb 2010 13:40
af hafthoratli
Finnst bara svo skrýtið að hann spili ekki alla .avi fæla. Hef tekið eftir núna að margar myndir( og þættir) sem ég fæ, eru ekki að virka í spilaranum. En eldra efni sem eru líka .avi fælar virka fínt.

Re: Uppfæra spilara í Icy Box ?

Sent: Fim 04. Feb 2010 19:56
af littli-Jake
ertu með 303 boxið?

Re: Uppfæra spilara í Icy Box ?

Sent: Fös 05. Feb 2010 21:15
af hafthoratli
http://www.komplett.ie/img/p/400/365603.jpg

Ég er með boxið hér að ofan. Er þetta 303 ?

Re: Uppfæra spilara í Icy Box ?

Sent: Lau 06. Feb 2010 10:43
af johnnyb
Já þetta er icybox 303 en þetta er frekar low end flakkari og stuðningur er af skornum skammti við mörg formött og ekki er hægt að laga það með firmware uppdate. stuðningur við formött kosta peninga og verðið á spilaranum fer oft eftir hversu mörg formött spilarinn þekkir og framleiðandi bætir nánast aldrei við formött. En ég hef bara einu sinni heyrt um framleiðanda sem hefur bætt við eftir á en það er WD sem að bætti við nokkrum ódýrum formöttum í einni af sinni uppfærslum á WD media player það gæti verið fleiri sem hafi gert það án þess að ég hafi heyrt það.

.avi skrárnar er frekar stórt og margir undirflokkar best er að sækja xvid eða divx eða breyta myndinni/þættinum í annað formatt sem að spilarinn getur spilað.
Síðan getur líka verið að skráinn sem þú ert með er eitthvað smá gölluð þá vill spilarinn ekki spila skránna(kemur oft fyrir sérstaklega í ódýrari flökkurunum) en þú getur alveg spilað skránna í tölvunni sérstaklega þegar þú notaðst er við vlc spilarann.

Þannig að einfaldast er að versla nýjan spilara og best væri að setja nokkrar myndir sem þú veist að virka ekki í 303 á usb lykil og fá að prófa spilarann í búðinni

eða tengja pc tölvu við sjónvarpið og þú þarft aldrei að spá í stuðningi við einhver formött yfitleitt nóg að uppfæra vlc ef hann vill ekki spila einhverja video skrá


"ég veit stafsetningar villur og mér er alveg sama"