Vandamál með nVidia GeForce 7800 GT
Sent: Sun 10. Jan 2010 21:12
Það sést ekki mjög vel á þessari mynd en það sem gerist er basicly að annað hvert pixel virðist vera í handahófskenndum lit, þó þessir dílar eigi til að hegða sér eins og draugur í mynd á sjónvarpi. Er búinn að prófa að update-a driver en það er sennilega ekki Windows sem gerir þetta, enda er þetta komið um leið og ég kveiki á tölvunni. Er líka búinn að reyna að skipta um snúru og í hvaða tengi hún fer aftan á tölvunni. Þetta er ekki bara skjárinn sjálfur þar sem að menu skjásins sjálfs (brightness/contrast etc.) er í fínu lagi. Veit einhver hvað er að?