Ókostur Lithium rafhlöðunnar er sú að með tímanum þá mynda þær innra viðnám og hleðslan fer minnkandi. Í 40%-60% hleðslu erum við að tala um 10-15% missi í hleðslugetu rafhlöðunnar. Þegar við geymum rafhlöðuna fullhlaðna og fyrir utan þetta bil hækkar þessi prósentu tala í 20-45% á ári.
Við erum að tala um samkvæmt
Batteryuniversity.com getur rafhlaða misst allt af 40% hleðslugetu sinni eftir aðeins 3 mánuði ef tölvan er í sambandi allan daginn og þung vinnsla í gangi.
Allar þessar tölur fara minnkandi ef rafhlaðan er ekki of heit. Því er best að geyma hana á köldum stað og jafnvel í ískáp ef hún er tekin úr í lengri tíma.
Það er samt ekki raunhæft að halda rafhlöðu í 25°C gráðum allan daginn á meðan hún er í notkun þannig líftími getur auðvitað verið styttri hvað varðar fartölvur sem hitna mikið og eru með íhluti sem hitna mikið nálægt rafhlöðunni.
Það er betra að hlaða tölvuna af og til þótt það sé ekki nema um 20-30%. Reyna að gera sem minnst af því að láta tölvuna deyja út eða "draina" raflhöðuna, því það fer ekki vel með þær. Það hefur verið föst hugmynd í kollinum á mörgum að það eigi að hlaða rafhlöður upp í topp og láta tölvuna síðan alveg klára rafhlöðuna til að fá sem bestu endinguna en þetta á ekki við í heimi Lithium-ion rafhlaðana.
Svona til að súmma þetta upp
Ekki vera með tölvuna í hleðslu allan daginn
Notaðu raflhöðuna(þær eru eins og hundar, það þarf að sinna þessu)
Reyndu að komast hjá því að tæma hana alveg. Frekar hlaða hana 20-30% ef það er möguleiki.
Ef þú ætlar að vera með fartölvuna tengda við rafmagn í lengri tíma, taktu þá rafhlöðuna úr eftir 40-60% hleðslu og skelltu henni á kaldan stað.
Loftaðu vel um fartölvuna þína því það eru heitir tölvuíhlutir sem hita rafhlöðuna upp og minnka líftíma hennar.
Það er enginn þörf fyrir það að hlaða fartölvur í lengri tíma þegar þær eru keyptar. Þetta átti við um Nickel rafhlöður en nú gilda önnur lögmál.
Heimildir: Batteryuniversity.com, wikipedia.org, eigin reynsla.