Síða 1 af 1

Arctic Silver 5

Sent: Sun 11. Jan 2004 01:38
af Snikkari
Ég bara verð að koma þessu frá mér.
AMD T-Bird 1000Mhz 200FSB m/Coolermaster heatsink og viftu.
Var með kælikremi sem fylgdi heatsinki og viftu síðan árið 2000 45 gráður í Idle.
Er núna 34 gráður í Idle m/Arctic Silver 5 (búin að ganga í 150 klst).
Mér finnst þetta ansi mikill munur bara við það eitt að skipta um kælikrem.

Sent: Sun 11. Jan 2004 02:33
af Deus
kælikrem sem fylgir tölvunni á það til að harna og molna niður.... kom fyrir mig, var með duron 1200mhz og hitinn var svona 69 gráður load, skipti um krem og fór niður í 55... ef ég opna gluggan og kæli dáldið hérna inni næ ég 35 :)

Sent: Sun 11. Jan 2004 03:41
af Sultukrukka
Woah....no offence...en hvað er heitt inni hjá þér?

Sent: Sun 11. Jan 2004 04:09
af Rikkinn
Og hvar fær maður Arctic Silver 5?

Sent: Sun 11. Jan 2004 04:13
af Snikkari
IceDeV skrifaði:Woah....no offence...en hvað er heitt inni hjá þér?

Hjá mér eða Deus ?
Hjá mér er alltaf sami hitinn.
Maður fær Arctic Silver 5 t.d. í Task.is

Sent: Sun 11. Jan 2004 04:32
af Sultukrukka
Hjá Deus hehe

Sent: Sun 11. Jan 2004 10:48
af Hlynzi
Minn örgjörvi er ekki alveg jafn slæmur, eða sá fyrrverandi sem á hitametið hérna heima, AMD T-bird 1.4 GHz . Metið var nú 67° c í word vinnslu....alveg ruglað.

Svo ryksugaði ég vélina um daginn, þá var það 62-63 í vinnslu, og sú tala droppaði niður í 58° c eftir að rykræstingin var kláruð.
Ég er að pæla að búa til nýtt heatsink, en það hefur ekki farið útí framkvæmdir ennþá...