Síða 1 af 1

Val á turnkassa

Sent: Þri 29. Des 2009 12:54
af Zt0rM
Ég er að fara að fá mér nýjan turn og hef verið að skoða tölvur hjá Kisildal, Tölvutækni og Tölvutek. Þessir aðilar eru allir traustsins verðugir í að setja saman tölvur og með fín verð, en við það að versla við einhvern þeirra þá er maður bundinn við ákveðna gerð af turnkassa og aflgjafa. Því vildi ég kanna hver af þessum turnum + aflgjafa menn telja að séu bestir:

Kísildalur
Turnkassi: NZXT Beta Evo http://kisildalur.is/?p=2&id=1244
Aflgjafi: Aerocool V12XT-800W http://kisildalur.is/?p=2&id=1243

Tölvutækni
Turnkassi: Zalman GS1000 Titanium http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=32&products_id=1342
Aflgjafi: Zalman 850W modular http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=24_38&products_id=1209

Tölvutek
Turnkassi: Antec P183 turnkassi http://www.tolvutek.is/product_info.php?products_id=20783
Aflgjafi: Gigabyte Superb 550W 120mm http://www.tolvutek.is/product_info.php?cPath=1_71&products_id=18009

Einnig væri maður til í Antec 850W CP-850 modular aflgjafann frá Tölvutækni og Antec P183 turnkassann frá Tölvutek, en þá er maður farinn að blanda saman og pörtum og þyrfti því sennilega að setja þetta saman sjálfur og ekki lengur einn aðili sem ber ábyrgð á öllu saman. Ef þetta tvennt fengist hjá sama aðila væri það best.
http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=24_38&products_id=1511

Allt input mjög vel þegið...

Re: Val á turnkassa

Sent: Þri 29. Des 2009 13:19
af Tyler
Antec P183 er til hjá Tölvutækni og 5.000 kr ódýrari þar en hjá Tölvutek.

http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=32&products_id=1510&osCsid=b044ec1de48ca672f3726dd1538a04d2

Re: Val á turnkassa

Sent: Fös 01. Jan 2010 21:09
af Zt0rM
jahá.. hafa menn enga skoðun á turnkössum? Sjálfum finnst mér þetta skipta miklu máli, þó það skili sér ekki í performance'i, nema þá loftflæðislega séð. En að vera með kassa sem er auðvelt/þægilegt að vinna í og lítur vel út skiptir mig máli.. væri gaman að heyra hvaða kassa menn eru að fíla best og afhverju, burtséð frá verði.. prófum það :)

Re: Val á turnkassa

Sent: Fös 01. Jan 2010 21:13
af SteiniP
HAF 922 er góður. Risastór og rúmgóður, þægilegt að vinna í honum og koma snúrum fyrir. Líka með 2 200mm viftum að framan og á toppnum og pláss fyrir aðra á hliðinni.