Síða 1 af 1

Vesen með cpu, snillingur sem nær að leysa þetta

Sent: Mán 28. Des 2009 23:42
af Doribje
Þannig er mál með vexti að ég er með turn sem að á erfitt að kveikja á sér og haldandi sér gangandi. allt flott stuff inní henni en orðið frekar þreytt að koma heim og þurfa vona að ég geti horft á þátt án þess að hún slökkvi á sér.
ef það kviknar á henni þá á hún til að slökkva á sér og kveikja aftur á sér.
eða kveikja á sér og slökkva til skiptis og annað hvort kveikist á henni og helst í 1-2 tíma eða hún verður dauð eftir fyrrnefnda "strugglið"
það kemur ljós´á móðurborðið þegar ég er með "on" takkan á aftan á turninum þannig það er ekki bilað en ég er að hugsa aflgjafinn. meikar það sens ?

fyrirfram þökk

Re: Vesen með cpu, snillingur sem nær að leysa þetta

Sent: Mán 28. Des 2009 23:45
af mercury
góðar líkur á því.

Re: Vesen með cpu, snillingur sem nær að leysa þetta

Sent: Mán 28. Des 2009 23:53
af lukkuláki
Veðja á móðurborðið frekar. Hef lent í svipuðu.
Eru þéttar orðnir "bólgnir" eitthvað í líkingu við þetta ?
Mynd

Re: Vesen með cpu, snillingur sem nær að leysa þetta

Sent: Mán 28. Des 2009 23:54
af binnip
Cpu er örgjörvi.

Re: Vesen með cpu, snillingur sem nær að leysa þetta

Sent: Þri 29. Des 2009 01:09
af Some0ne
menn nota cpu sem styttingu á ComPUter, þó að termið sé upprunalega um örgjörva.

Re: Vesen með cpu, snillingur sem nær að leysa þetta

Sent: Þri 29. Des 2009 02:25
af Doribje
nei sé engar svona "bólgur" á þeim... þakka samt uppástunguna

Re: Vesen með cpu, snillingur sem nær að leysa þetta

Sent: Þri 29. Des 2009 02:30
af Viktor
Some0ne skrifaði:menn nota cpu sem styttingu á ComPUter, þó að termið sé upprunalega um örgjörva.


Menn sem vita ekki að CPU er örgjörvi nota þetta sem styttingu á COMPUTER.

http://www.urbandictionary.com/define.php?term=cpu


Today, often mistaken for the entire computer, case and all. CPU is NOT the entire computer but is the Central Processing Unit. It is the brain of computer executing tasks and telling the other components what to do. Mainly manufactured by AMD and Intel. the speed of the processor is measured in GHZ or MHZ (Gigahertz & Megahertz) for now anyway.

Re: Vesen með cpu, snillingur sem nær að leysa þetta

Sent: Þri 29. Des 2009 06:50
af Hnykill
CPU = Central processing Unit. aka örgjörvi :Þ

Samt.. hefur tölvan alltaf verið svona eða byrjaði þetta bara uppúr þurru? sum móðurborð eru t.d með innbyggða "Reset" skipun fyrir Biosinn ef maður startar 3x upp og hún bootar ekki. þá setur hún Biosinn á Default en það er oft ekkert betra, þó svo hún starti upp í smá tíma svo maður geti lagað vandamálið.

Tékkaðu allavega á Biosnum ef þú kannt að stilla hann. svona fyrir utan það gæti hvað sem er verið að klikka, og þá meina ég hvað sem er. ertu búinn að útiloka stýrikerfið?

Re: Vesen með cpu, snillingur sem nær að leysa þetta

Sent: Þri 29. Des 2009 08:14
af urban
Some0ne skrifaði:menn nota cpu sem styttingu á ComPUter, þó að termið sé upprunalega um örgjörva.



menn sem að vita ekki að maður á að skrifa tölva segja líka ta lva.
þó svo að einhverjir segi eitthvað þá gerir það ekki hlutinn að réttu. :)

en kmeur engin error ?
engin BSOD ?
slekkur hún bara á sér uppúr þurru ?
engin sérstök vinnsla í gangi eða eitthvað sérstakt forrit.

Re: Vesen með cpu, snillingur sem nær að leysa þetta

Sent: Þri 29. Des 2009 09:21
af Gúrú
urban skrifaði:menn sem að vita ekki að maður á að skrifa tölva segja líka tölva.


Guð hvað ég elska þennan word editor.

Re: Vesen með cpu, snillingur sem nær að leysa þetta

Sent: Þri 29. Des 2009 09:27
af Oak
án þess að vera einhver snillingur þá er þetta voðalega svipað og var í gangi hjá mér um daginn og þá var það aflgjafinn sem var að stríða mér og ég keypti nýjan og allt í góðu :)

Re: Vesen með cpu, snillingur sem nær að leysa þetta

Sent: Þri 29. Des 2009 09:38
af Hnykill
Gúrú skrifaði:
urban skrifaði:menn sem að vita ekki að maður á að skrifa tölva segja líka tölva.


Guð hvað ég elska þennan word editor.

hehe já, lífið væri ekki jafn skemmtilegt án hans :Þ

Re: Vesen með cpu, snillingur sem nær að leysa þetta

Sent: Þri 29. Des 2009 10:06
af urban
Gúrú skrifaði:
urban skrifaði:menn sem að vita ekki að maður á að skrifa tölva segja líka tölva.


Guð hvað ég elska þennan word editor.


hahaha ég var búinn að gleyma honum :)

Re: Vesen með cpu, snillingur sem nær að leysa þetta

Sent: Mið 30. Des 2009 07:50
af Victordp
segi alltaf my cpu, en veit alveg að cpu er örrinn, bara segji svona :)

Re: Vesen með cpu, snillingur sem nær að leysa þetta

Sent: Mið 30. Des 2009 10:10
af rapport
Er kælingin á örgjörvanum ekki bara að klikka...

Hljómar eins og hann ofhitni og eftir það þurfi tölvan að læa sig til að lenda ekki í vandræðum.

Hugsanlega e-h sem stoppar viftuna á örranum ?