Síða 1 af 1
vandamál við að bæta við RAM (Windows ME) !!!
Sent: Fim 08. Jan 2004 07:45
af diddis
Ég ætlaði að redda bróður mínum með lappan hans en lenti í vandræðum.
Við innsetningu á viðbótar minni (Ég er að setja í hana 128MB 100MHz SODIMM SDRAM) í Toshiba Satellite 1710 með Windows ME (úr 32 í 160MB), kemur þessi melding:
The following file is missing or corrupted: C:\Windows\System\Vmm32.vxd
Type the name of the Windows loader (e.g., C:\Windows\System\Vmm32.vxd
Ef ég tek minnið úr aftur er allt normalt aftur nema að vélin er óendanlega hægvirk með bara 32MB RAM.
Hvað er í gangi?
kv.
Diddi
Sent: Fim 08. Jan 2004 13:16
af MezzUp
kemurru þessi villa alltaf þegar þú kveikir á henni með nýja minniskubbinn, eða ertu bara búinn að prufa einusinni?
Sent: Fim 08. Jan 2004 16:07
af gnarr
taktu gamla 32mb kubbinn úr. það breytir sam aog engu í minnis magni að hafa hann í. gæti trúað það þetta væri edo eða sérviturt sdram sem vill bara kub af sömu stærð hliðiná sér.
Sent: Fim 08. Jan 2004 16:24
af MezzUp
öll edo minnin eru þannig að það verða að vera tveir kubbar af sömu stærð, þaggi?
Sent: Fim 08. Jan 2004 16:37
af ICM
ja og það var lengi þannig að ef þú varst með intel örgjörva þá var það nauðsinlegt að hafa jafn stór minni, jafnvel með SDRAM, AMD leystu taumana á þessu af einhverju ráði...
Tek það fram að ég leitaði ekki að heimildum, mig minnir bara að það hafi verið þannig
Sent: Fös 09. Jan 2004 03:01
af diddis
MezzUp skrifaði:kemurru þessi villa alltaf þegar þú kveikir á henni með nýja minniskubbinn, eða ertu bara búinn að prufa einusinni?
Ég er búinn að taka hann úr og setja í nokkrum sinnum og alltaf er þetta eins. Ég uppfærði líka Windowsið (endurnefndi vmm32.old áður) en allt er við sama heygarðshornið. Ég er búinn að fara eftir öllum hints á MS knowledge base.
Sent: Fös 09. Jan 2004 03:55
af diddis
gnarr skrifaði:taktu gamla 32mb kubbinn úr. það breytir sam aog engu í minnis magni að hafa hann í. gæti trúað það þetta væri edo eða sérviturt sdram sem vill bara kub af sömu stærð hliðiná sér.
Málið er að í þessum Toshiba vélum er 32MB lóðað á móðurborðið svo það er ekki hægt að taka það úr. Upplýsingar frá Toshiba segja PC100 (100MHz) SO DIMM SDRAM í til að auka minnið í 160MB. Hvað getur verið í gangi? Ég lagði mig fram um að fá réttan minniskubb en þá er það þetta vandamál.